— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilađi
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Gagnrýni - 9/12/08
Stórgóđir tónleikar í Salnum, Kópavogi, sunnudagskvöldiđ 13. September 2009, kl. 20:00 - 22:15

Ţetta var ađ öllu leiti hin ánćgjulegasta kvöldstund. Kćrar ţakkir fyrir mig.

Í dag var brunađ frá Húsavíkursvćđinu til ađ ná örugglega í bćinn ađ hlýđa á hina frestuđu útgáfutónleika Baggalúts á „Sólskininu í Dakota“. Enter var greinilega međ mér í ţví, ţví ađ greiđ var leiđ í góđu veđri.

Rétt fyrir klukkan átta var ég svo mćttur í Salinn, fullur eftirvćntingar.
Ţegar komiđ var inn í tónleikasalinn blasti viđ sviđiđ, og upp á vegginn fyrir ofan ţađ var varpađ myndum af tónlistarferđalagi Baggalúts til vesturheims, síđasta vor. Ţessi myndasýning var í gangi alla tónleikana og gaf ţeim tilhlýđilegt yfirbragđ.

Ţegar tónleikarnir hófust steig á sviđ níu manna hljómsveit, sem kynnti plötuna sem var tilefni tónleikanna, og ţá skemmtilegu skipan ađ flytja hana í réttri röđ. Sú skipan olli ţví, eins og Baggalútar sögđu, ađ tónleikarnir urđu um ţađ líkir handboltaleik, ađ innáskiptingar voru tíđar. Bćđi í sókn og vörn. Ţví nćst var Magnús Ţór Jónsson kallađur á sviđ til ađ flytja upphafslag plötunnar, sem eins og flest annađ tókst afar vel. (Magnúsi var ţrisvar skipt inn á, til ađ flytja ţau lög sem hann syngur á plötunni. Ţegar síđasta lag hans, „Svo er nú ţađ“ var kynnt sem sama lag og „Stína litla“, harđneitađi Magnús ţví, og sagđi ţetta allt annađ lag - en ţađ vćri sami texti (ef ég heyrđi rétt).)

Einu hnökrarnir sem vert er ađ minnast á, er flutningur á „Dansinum“, ţar sem Gylfi Ćgisson var ekki mćttur til ađ flytja ţađ. Sigurđur Guđmundsson var kallađur til leiks, greinilega međ litlum fyrirvara. Ţađ klárađist ţó ágćtlega eftir ađ flytjendur sćttust á stađsetningar „la la la“ kaflanna í laginu. Ađ öđru leiti hélt Sigurđur sig viđ píanóiđ og Hammond-orgeliđ, sem var örlítiđ of lágt stillt fyrir minn smekk, sérstaklega í sólóköflum ţess.

Kynningar á milli laga voru skemmtilegar, og voru yfirleitt framreiddar af tenórsöngvara Baggalúts. Ađrir fengu ţó einstaka sinnum ađ komast ađ.

Síđasta lag fyrir hlé, „Ísland, ég elska ţig“ var frábćr lokapúnktur, og ţá sérstaklega ţegar eđalgítarleikarinn Guđmundur Pétursson lauk laginu međ lokagítarsólói Bítlanna, úr laginu „The End“ af „Abbey Road“. Ţađ smellpassađi.

Eftir mátulegt hlé tók viđ dagskrá međ, ađ mestu leiti, minna til ekkert spiluđum lögum Baggalúts á tónleikum.
Lagalistinn var, held ég, eftirfarandi, (ţar sem fyrstu og síđustu lögin eru í réttri röđ):

Undurfagra ukulelemćr.
Ljúfi Einar
Jodilei
Dyrhólaey

Söknuđur
Ég hélt fram hjá ţér
Ţegar allt um ţrýtur
Stíflum ţessar sprćnur
Toggi og hulduhóllinn
Uppi í sveit
Má ég sjá mangóiđ ţitt?
Kaffi og sígó
Hún fór ađ fitna

Kallinn
Fćreyjar

Uppklapp:
Ást á pöbbnum
Hún er stúlkan mín

Söngvarar Baggalúts skiptu ţessu bróđurlega á milli sín, eins og ţeirra er von og vísa. Ţađ mátti á einstaka stađ heyra ađ flensan var enn í heimsókn, en ţađ kom lítiđ ađ sök. Spilagleđin og útgeislunin var á sínum stađ, og fumlaust var snúiđ út úr hverri raun, og slegiđ á létta strengi ţegar svo bar undir.

Međ eftirminnilegustu atriđum hér var flutningur á „Togga og hulduhólnum“, ţar sem textahöfundurinn, Garđar Ţorsteinn Guđgeirsson, kom fram sem gestasöngvari og flutti skemmtilega. Einnig tóku trommu- og bassaleikarinn sóló-battl kafla í lok ţess lags ţar sem ţeir sýndu hversu góđir ţeir eru.
Ţá tók ég sérstaklega eftir trommunum í laginu „Fćreyjar“ ţar sem trommuleikarinn fór á kostum á sembölunum.
Guđmundur Pétursson spilađi á ýmis strengjahljóđfćri, ukulele, stálgítar, kassagítara og rafmagnsgítar, og allt jafnvel.
Jóđl- og falsettusöngvari Baggalúts (Kristmann? hver kann nánari deili á honum?) söng nokkur laganna af mikilli snilld, og raddađi önnur. Tók hann međal annars lagiđ „Jódilei“, af fyrstu plötu Baggalúts. (Ţá ţurftu Númi og Spesi ađ öfundast ofurlítiđ, og skutu ţví ađ honum ađ hann hefđi sungiđ sama erindiđ tvisvar - en ţađ var nú aldeilis ekki. Hann bara ţóttist gera ţađ.)
Einnig fannst mér sérlega gaman ađ heyra flutt eitt af eftirlćtislögum mínum, „Kaffi og sígó“. Alveg yndislegt lag.

Gestir voru almennt mun eldri en ég hef áđur séđ á Baggalútstónleikum, en ţeir virtust skemmta sér hiđ besta, jafnvel yfir mestu karlrembulögunum sem flutt voru.

Ţetta var ađ öllu leiti hin ánćgjulegasta kvöldstund. Kćrar ţakkir fyrir mig.

   (42 af 101)  
9/12/08 14:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Húrra fyrir Baggalút og húrra fyrir Ţér Billi og góđri gagnrýni
ţinni

9/12/08 14:01

Regína

Úff, ég hefđi alveg getađ fariđ.

9/12/08 14:02

Enter

Ţess má einnig geta ađ áhorfendur stóđu sig međ mikilli prýđi.

9/12/08 15:00

Jóakim Ađalönd

Oh, af hverju tímdi ég ekki ađ fara?! Ég fer nćst!

Skál og prump!

9/12/08 15:01

Billi bilađi

Nú ţegar ég er ađ hlusta á „Nýjasta nýtt“ man ég ađ „Ég er ađ leita“ var einnig flutt af mikilli snilld undir lokin.

9/12/08 18:00

Rattati

Tel ég einsýnt ađ ég verđi ađ flytja inn - fyrir eigin kostnađ - Baggalút til Sívćtlu ţar sem ţeir sáu sér eigi fćrt ađ stoppa í Íslendinganýlendunni Westanhafs á ferđalagi sínu. Ég myndi njóta ţess gríđarlega ađ hafa lagaval á viđ ţetta til ađ hlýđa á.

9/12/08 18:02

Garbo

Hvenćr hafa ţeir klikkađ? |Klórar sér í höfđinu| En vönduđ og skemmtileg gagnrýni. Takk fyrir.

Billi bilađi:
  • Fćđing hér: 19/9/06 13:06
  • Síđast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eđli:
Ég er Billi bilađi,
í bragfrćđi var slyngur.
En skáldgáfunni skilađi
og skipti fyrir glingur.
Frćđasviđ:
Harmleikir.
Ćviágrip:
Fćddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og ađalleikari í Leikhúsi Billa bilađi (sem nú er komiđ úr Skrumgleypinum).