— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilaði
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 3/12/06
Ísland er landið...

Æ, þetta er nú í hálfkæringi gert...

Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.

Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.

Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!

   (85 af 101)  
3/12/06 09:00

krossgata

Íslensk er þjóðin sem kýs þessa pest.

3/12/06 09:00

Jóakim Aðalönd

Hvaða voðalega svartsýnisböl er þetta eiginlega? Framtíðin er björt, þ.e.a.s. ef við viljum það. Engan svona barlóm þegar vorið fer að ganga í garð.

Fínt ljóð annars...

3/12/06 09:00

Offari

Framtíðin björt? Það er yfirvofandi vinstristjórnartímabil ég get ekki kallað það bjarta framtíð.

Ljóðið er samt gott.

3/12/06 09:00

Upprifinn

Til hamingju.

3/12/06 09:00

Jóakim Aðalönd

Það er einmitt það sem ég meina: Ef við viljum ekki kjósa þessa vinstri vitleysinga, verður framtíðin björt.

Auk þess ná vinstri menn aldrei hreinum meirihluta. Þeir þurfa hægri mennina með, því sem betur fer eru fleiri hægrimenn á landinu en vinstrimenn.

3/12/06 09:00

Þarfagreinir

Frábært kvæði og satt.

3/12/06 09:01

hvurslags

Gott kvæði en vonandi allt haugalygi. Sumir gætu þó sagt að það sé jafnmikill sannleikur í þessu og náttúrukláminu hjá Huldu.

3/12/06 09:01

dordingull

Bilað! Erindin gætu verið hundrað svo víðtæk sem ríkisrekna glæpastarfsemin er í þessu landi.

3/12/06 09:02

krumpa

Frábær kveðskapur

3/12/06 10:01

Mjási

Þetta var ekki svo bilað hjá þér Billi minn.

3/12/06 10:01

Billi bilaði

Kærar þakkir öll.

3/12/06 13:00

Heiðglyrnir

Flottur Billi minn Bilaði......Skál vinur.

3/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Kostagott kvæði; stílhreint & firnaflott. Skál !

Billi bilaði:
  • Fæðing hér: 19/9/06 13:06
  • Síðast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eðli:
Ég er Billi bilaði,
í bragfræði var slyngur.
En skáldgáfunni skilaði
og skipti fyrir glingur.
Fræðasvið:
Harmleikir.
Æviágrip:
Fæddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og aðalleikari í Leikhúsi Billa bilaði (sem nú er komið úr Skrumgleypinum).