— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilađi
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Gagnrýni - 31/10/05
LEIKHÚSGAGGRÝNI III.

Hjer á eftir fer gaggrýni á síđustu uppfćrslu Leikhúss Billa Bilađa.<br /> Sýnt var verkiđ “Billi Bilađi tekur slátur”.<br />

Nú í kvöld var frumsýnt nýjasta leikrit Billa Bilađa, “Billi Bilađi tekur slátur” og verđur gaggrýnandi ađ segja ađ hann hefur aldrei lent í öđru eins. Jeg var, eins og venjulega á fremsta bekk, en ţađ reyndist mjer dýrkeypt. Einhver hafđi skiliđ eftir bananahýđi á miđju sviđinu og varđ ţađ til ţess ađ ađalleikari sýningarinnar missti fullan pott af blóđi beint yfir mig, og nćstu gesti.
Svona lagađ nćr náttúrlega ekki nokkurri átt, og mun undirritađur aldrei aftur sćkja svokallađar leiksýningar í Leikhúsi Billa Bilađi. Upp á svona framkomu er ekki bjóđandi. Í svona áhćttuleikhúsi er lágmarkskrafa ađ tryggja öryggi leikhúsgesta.
En ţar sem jeg er ráđinn til ţess ađ gagnrýna ţessar sýningar, ţá sat jeg undir ţessum hrođa til enda, og mun nú fjalla um verkiđ.

Sviđsmynd var ađ venju einföld, en hentađi ţó vel atburđarrásinni. Ljós og búningar voru eins og í fyrri verkum, enda virđist leikhúsiđ ekkert lćra af ţeim mistökum sem fram hafa komiđ í fyrri sýningum.
Eins og áđur sagđi ţá skvettist blóđ yfir leikhúsgesti undir lok fyrri ţáttar, og var ţví endir hans fremur snubbóttur. Ţađ verđur ţó ađ segja leikhúsinu til hróss ađ ţađ brást hratt viđ og bauđ upp á ţrif í hljei; en ţađ hlýtur ađ hafa komiđ niđur á veitingasölunni.

Ţegar undirritađur kom aftur í salinn var búiđ ađ breiđa plast yfir sćtin, og var ţađ frekar kljent.
Ţađ var greinilegt á leikaranum ađ honum hafđi brugđiđ nokkuđ viđ áfalliđ fyrir hljeiđ; og ţó ađ hann reyndi ađ láta á engu bera varđ ţetta til ţess ađ hann missti öll tök á leikverkinu og leikmununum, og festist í hakkavjel stórri sem átti ađ nota viđ sláturgerđina. Ekki tókst ađ bjarga leikaranum og virđist hann hafa endađ daga sína ţarna á sviđinu. Ţví verđur ekki sjeđ ađ hann geti komiđ fram í fleiri sýningum, og er ţađ vel.

Ađ sýningu lokinni var leikhúsgestum veitt áfallahjálp; en reikna má međ ađ Leikhúsiđ veriđ kćrt fyrir vanrćkslu og ađ háar bótakröfur verđi lagđar fram. Ţađ er víst ađ undirritađur mun hafa samband viđ fćrustu lögfrćđinga strax á morgun.

Samantekt:
Leikritiđ “Billi Bilađi tekur slátur” sem sýnt var í Leikhúsi Billa Bilađa í kvöld fćr 0 stjörnur. Svona lagađ á ekki ađ bjóđa venjulegu fólki upp á, og vona jeg ađ leikhúsinu verđi lokađ samstundis.

Međ blóđugum kveđjum,
Gaggrýnandinn.

   (98 af 101)  
31/10/05 22:02

Ţarfagreinir

Ţetta var auđvitađ ekki mönnum bjóđandi. Svo var hvítvíniđ í móttökunni volgt.

31/10/05 22:02

Offari

Ţetta var raunveruleg upplifun, frábćr sýning ekkert blöff .

31/10/05 22:02

Tigra

Áfallahjálpin virkar ekki!
[Skelfur]

31/10/05 22:02

Don De Vito

Ég er fullkomlega ósammála ţessu međ blóđiđ. Ţađ var bara hressandi!

31/10/05 22:02

Vladimir Fuckov

Vjer heldum ađ ţetta međ blóđiđ vćri hluti af sýningunni, ađ ţetta vćri ein ţeirra sýninga ţar sem reynt er eftir megni ađ gera áhorfendur ađ beinum ţátttakendum í sýningunni. Hefur ţađ greinilega veriđ alvarlegur misskilningur hjá oss [Strunsar út af sviđinu (ekki leiksviđi eins og einhverjum gćti eflaust dottiđ í hug) og skellir á eftir sjer].

31/10/05 23:00

Finngálkn

Ha var blóđi hleypt í slátriđ á ţér! -Pervert og ógeđ!

31/10/05 23:00

DoktorGestapó

Hlífiđ okkur viđ svona rausi! Vantar ritstjórn hérna. Hreinasta Sorpa!

31/10/05 23:01

Skabbi skrumari

Fín sýning, ég skemmti mér vel... Skál

31/10/05 23:01

Anna Panna

Ég var svo heppin ađ sitja upp undir rjáfri og missti ţví af blóđinu. En í hléinu voru nokkrir gestir viđ ţađ ađ ganga út vegna ţessa og hefđu eflaust gert ţađ ef ekki hefđi veriđ bođiđ upp á hreinsun. Mér finnst ađ sýningin hefđi mátt fá hálfa stjörnu fyrir ţjónustulund...

Billi bilađi:
  • Fćđing hér: 19/9/06 13:06
  • Síđast á ferli: 30/10/20 09:58
  • Innlegg: 27388
Eđli:
Ég er Billi bilađi,
í bragfrćđi var slyngur.
En skáldgáfunni skilađi
og skipti fyrir glingur.
Frćđasviđ:
Harmleikir.
Ćviágrip:
Fćddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og ađalleikari í Leikhúsi Billa bilađi (sem nú er komiđ úr Skrumgleypinum).