— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Billi bilađi
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 3/11/12
Gleđileg jól.

Á jólanótt í fyrra ég fann ei mína brćđur,
ţeir fariđ höfđu á undan mér og nestiđ tekiđ allt.
Eldurinn var slokknađur og engar voru glćđur,
ég arkađi af stađ ţví ađ mér var orđiđ kalt.

Ég ráfađi í bćinn međ rođ og nokkra ugga,
og raunamćddur starđi á jólaljósin ţar.
Ég kom ađ fínu húsi međ gríđarstóra glugga,
sem glitruđu af skrauti og öđru sem til bar.

Ţá sá ég fagra konu međ kjötlćri á bakka,
hún kankvíslega brosti og veifađi mér nćr.
Ég út um munninn sleikti og í mér fór ađ hlakka,
ég ćtlađi sko samstundis ađ ná í ţessa mćr.

Húsiđ ţađ var lokađ og hófst ţví nokkur glíma
viđ háfinn uppi á ţaki – ég stakk mér oní rör.
Ég villtist ţá í rangölum í rosa langan tíma,
ţađ reyndist vera loftrćsting sem tafđi mína för.

En lyktin áfram dró mig, ađ lokum komst ég niđur
og léttur mjög í spori ađ konunni ég gekk.
En hún var ţá úr plasti, mér heldur fannst ţađ miđur,
en hámađi í mig kjötlćriđ, sem ég ţarna fékk.

Svo fór ég út á torgiđ og fann ţar brćđur mína,
ţeir fundiđ höfđu jólatré og ljósin voru skćr.
Viđ dönsuđum ţar saman uns sólin fór ađ skína,
já sannarlega finnast okkur jólin vera kćr.

   (19 af 101)  
3/11/12 00:02

Golíat

Ljómandi!

3/11/12 00:02

Mjási

Takk fyrir ţetta.

3/11/12 01:00

Regína

Gleđileg jól! Ljómandi kveđskapur.

3/11/12 01:00

Grágrímur

Ansi flott, gleđileg Jól!

3/11/12 01:01

Heimskautafroskur

Afbragđ – gleđileg jól!

3/11/12 03:00

Lopi

Glćsilegt

3/11/12 04:02

Anna Panna

Sérdeilis glćsilega gert, var ekki til lag viđ ţetta eđa er ég ađ rugla einhverju saman?!
Gleđileg jólin og áriđ sömuleiđis og hafđu sérstaka ţökk fyrir áriđ sem er ađ líđa Billi minn kćr!

Billi bilađi:
  • Fćđing hér: 19/9/06 13:06
  • Síđast á ferli: 7/3/24 12:25
  • Innlegg: 27978
Eđli:
Ég er Billi bilađi,
í bragfrćđi var slyngur.
En skáldgáfunni skilađi
og skipti fyrir glingur.
Frćđasviđ:
Harmleikir.
Ćviágrip:
Fćddur 10.12.2003 úr grjóni.
Eigandi og ađalleikari í Leikhúsi Billa bilađi (sem nú er komiđ úr Skrumgleypinum).