— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 9/12/04
Djöfull er alltaf gaman

Djöfull vona ég að Króatar rótbursti okkur í landsleiknum á laugardaginn og í framhaldi af því verði íþróttir bannaðar á Íslandi. Þær eru nefnilega alltof dýrar fyrir þjóðarbúið; kostnaður við þjálfun, búningakaup, mörk og íþróttameiðsl er alltof mikill. Þess í stað ætti að skylda alla til að reykja, því það er svo sannarlega þjóðhagslega hagkvæmt.

Í fyrsta lagi eru tekjur ríksins gríðarlegar af þeirri hollustuvöru sem tóbakið sannarlega er og færð hafa verið rök fyrir því að reykingafólk fari síður á elliheimili en aðrir. Ekki vegna þess að það lifi skemur – ó nei – heldur vegna þess að það er færara um að líta eftir sér sjálft í ellinni sökum afburða heilsu. Auk þess er reykingafólk skemmtilegt, gáfað og skapgott.

Og að lokum – ég þoli ekki pirruð gamalmenni!

   (83 af 164)  
9/12/04 06:02

hundinginn

Tala nú ekki um ef við getum hundskast til að rækta túpakið sjálfir. Það gæti verið fínasta búbót og hlunnindi fyrir marga sóma menn. Já og konur.

9/12/04 06:02

Von Strandir

Ég þoli ekki pirraða öryrkja, sérsaklega gamla!

9/12/04 06:02

Prins Arutha

Húrra Haraldur! Þrisvar sinnum.

9/12/04 07:00

Bölverkur

Á laugardaginn mun ég reykja vindil í Króatíu og fagna með þeim sigri þeirra á flækjufótunum af írska þrælakyninu.

9/12/04 07:00

Galdrameistarinn

Ég þoli ekki fólk sem þolir ekki öryrkja. Það er lágkúrulegt pakk.

9/12/04 07:00

Von Strandir

Ég sagði ekki að ég þyldi ekki öryrkja, ég sagðist ekki þola pirraða öryrkja. Það er munur á því. Annars þoli ég ekki fólk sem þolir ekki fólk sem þolir ekki pirraða öryrkja.

9/12/04 07:00

krumpa

Ég er víst að fara á þennan blessaða leik. En auðvitað vinna króatar - en ekki hvað? Íslenska landsliðið hreinlega sökkar, því miður, alla vega ef það er einhver pressa, en eru svo drullugóðir í vináttuleikjum...
Eru öryrkjar nokkuð bara einn hópur? Má mér vera illa við suma öryrkja og vel við aðra? Burtséð frá örorkunni eru þeir þá ekki bara einstaklingar eins og aðrir?

9/12/04 07:00

Ugla

Það er svo mikil orka í pistlunum þínum Haraldur!
Get bara ekki annað en fílaða.

9/12/04 07:01

Leibbi Djass

Vil nú ekki fara að krítisera mikið á stavsetninguna hjá þér venur, bara svona látah vita af mér.

9/12/04 07:02

Rasspabbi

Þessar íþróttir eru stórhættulegar heilsunni. Ég er ekki einu sinni þrjátíu vetra. Engu að síður er annað hnéð í lamasessi auk þess sem önnur öxlin er illa farin.
Þá er mér jafnan illt í hálsinum eftir mörg slys í skíðabrekkum þessa lands.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504