— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/11/03
Ísland

Nafn lands okkar hefur lengi valdið mér nokkru hugarangri. Mér finnst það bæði ljótt og kjánalegt, sérstaklega þegar búið er að þýða það yfir á ensku, Iceland. Þarna er ég ekki að vísa til þess sem sumir hafa sagt, að við ættum að skipta um nafn við Grænland því það er lítlu skárra nafn. Eiginlega verra ef út í það er farið.

Og hvað er svo að þessu nafni, kannt þú að spyrja. Ég skal svara því; það er of gegnsætt og einfalt til að geta verið gott. Ímyndið ykkur ef löndin í kringum okkur hétu Trjáland, Grasland, Grjótland, Vatnsland, Fjallsland, Flatland eða Regnland. Þarf að segja meira?

Eyjarnar í austri bera mikið fallegra og betra nafn, Færeyjar. Á ensku er nafnið dulúðugt og framandi – Faroe Islands. Hljómar næstum því egypskt. Fæst okkar hafa hugmynd um hvað nöfn margra Evrópulanda merkja; Portúgal, Spánn, Ítalía, Frakkland, Þýskaland eða Belgía en þetta eru allt saman flott nöfn. Ísland, iss...bjánalegt.

Því mun ég héðan í frá kalla landið okkar Thule, því það er bæði fallegra og þjálla.

Skál!

   (111 af 164)  
2/11/03 10:01

hlewagastiR

Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi og Klapplandi, ég á heima á Klapplandi, Klapplandinu góða [klappar]

2/11/03 10:01

Nafni

Og eldra.

Skál!

2/11/03 10:01

hundinginn

Þessi á skylið að fara til Thule!

2/11/03 10:01

Vamban

Því ekki bara "Land"? Það er eins á íslensku og ensku.

2/11/03 10:01

Hakuchi

Ég sé engan tilgang í að nefna landið eftir lélegum bjór. Nær væri að kalla landið Garðarshólmi.

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Eftir Garðari Hólm? Því ekki Kristjaníu?

2/11/03 10:01

bauv

Hvað með bara Frón

2/11/03 10:01

Hakuchi

Ég er með flottara nafn, nýtt en er notað í daglegu máli um landið: Sker. Það hljómar framandi og flott á útlensku.

The republic of Sker.

2/11/03 10:01

hlewagastiR

Annars heitir landið Baggalútíu og er að nafninu til stjórnað af forseta, konungi, drottingu og keisara baggalútíska heimsveldisins - en í raun af svart-hvítum kontóristum ritstjórnar.

2/11/03 10:01

hlewagastiR

Afsakið, það heitir Baggalútía

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Sker er fínt. Outcrop, Reef? I´m a reefer.

2/11/03 10:01

hlewagastiR

Skyr já, það er þjóðlegt, góð tillaga hjá ykkur.

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Er það ekki borið fram Skur?

2/11/03 10:01

Coca Cola

Ultima Thule - the ultimate country

2/11/03 10:01

Heiðglyrnir

Keilubúðarhúðlendingar (er það satt sem þeir segja um landann) Thule maður lifandi, eru ekki fullmargar prósentur í því nafni, hvað með Eyland, flott á ensku.

2/11/03 10:01

Nornin

Húrra!
Thule skal það vera!

2/11/03 10:01

Dr Zoidberg

Tilvitnun:
"eða Belgía ... flott nöfn."

Þetta kalla ég nú ekki góðan smekk.

2/11/03 10:01

Hakuchi

Thule já. Þá er nú lágmark að notast við íslenska stafi. Þule. Og jafnvel íslenskan framburð: Þúle.

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

T, h, u, l, og e eru allt íslenskir stafir.

2/11/03 10:01

Hakuchi

Engar afsakanir Halli, þú veist hvað ég á við. Th er ekki notað neinstaðar fram yfir Þ nema hjá föðurlandssvíkjandi ættum eins og Thorsurum, Thorarensenum, Thoroddsenum osfrv.

2/11/03 10:01

Finngálkn

Eða réttnefnið: Fávitaathvarfið.

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Theódóra Thoroddsen frá Thule - flott.

2/11/03 10:01

Coca Cola

Nafnið mætti svosem vera Thúle en ef það væri sett Þ þá værirðu að breyta framburðinum miðað við hvað gert er í dag

2/11/03 10:01

Heiðglyrnir

Eyland er á ensku island, manni líður eins og perludreifara á svínabúi.

2/11/03 10:01

Vladimir Fuckov

Svo má nefna 'Klakinn', sambærilegt við 'Sker' er nefnt hefur verið hér.

2/11/03 10:01

Frelsishetjan

Afhverju ekki Guðsland? Thule er bara Bandarísk herstöð á Grænlandi.

2/11/03 10:01

Vímus

Góð hugmynd eins og aðrar sem frá þér koma. Þe.a.s. að breyta nafninu, en Thule? Hvað myndu hinar ölfabrikurnar segja. Ég sá ísjónvarpinu í gær brot úr einhverjum þáttum um kapphlaupið mikla. 2 þættir eru teknir hér á landi og þvílík landkynning. En það fyrsta sem einn keppandinn kvk. sagði þegar hún frétti að hún væri á leið hingað, var að sjálfsögðu: Ísland erekki kalt þar? Þetta kuldalega nafn er neikvætt. Ég átti sænska vinkonu sem þótti skelfilegt að heyra landann kalla þetta fallega land sker.
Vímuhóll fer ekki úr hausnum á mér.

2/11/03 10:01

Golíat

Túle, hljómar.

2/11/03 10:01

Golíat

betur.

2/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Svar Vambans kallar á anna pistling. Ekki strax samt því ég vil ekki vera og áberandi í baunasöfnuninni.

2/11/03 10:01

Mosa frænka

Ultima Thule! Utmost isle! - svo sagði skáldið Longfellow. Bíð spennt eftir næsta pistlingi. Annars hef ég alltaf þýtt Skerið sem 'The Skerry.'

2/11/03 10:01

Órækja

Thule skal bera fram "Þjúl". Stutt og hnitmiðað.

2/11/03 10:01

Heiðglyrnir

Tengist þetta Thule ekki prince Valiant nokkrum, góðum vini vorum og meðreiðarsveini.

2/11/03 10:02

Barbapabbi

Færeyjar, eru það ekki Rollueyjar.
Noregur = Norðvegur, Norðurleið (eins og rútufyrirtæki.
Ég legg til að landið Ísland verði kallað hér eftir Barbar, því þar er bar við bar, íslendingar hétu þá Barbarar og Barbapabbi þætti ekki lengur asnalegt nafn.

2/11/03 10:02

SlipknotFan13

Nafngift landsins var náttúrulega bara í stíl við trendið sem þá var í gangi. Hvað gerðu þeir merkismenn sem héðan sigldu til Ameríkunnar og tókst að týna henni á ný?
Nú þær nýttu ímyndunaraflið til hins ítrasta og skírðu landsvæðin ,,Helluland", ,,Vínland" og þar fram eftir götunum.
Fyrir löngu kominn tími á að fá almennilegt nafn á skerið okkar góða.

2/11/03 10:02

kolfinnur Kvaran

Maltland

2/11/03 10:02

Sjöleitið

Kanada væri líka ágætt.

2/11/03 11:00

Vladimir Fuckov

En væri ekki hægt að þýða 'Klakinn' (er vér stungum upp á ofar í umræðu þessari) örlítið frjálslega sem 'The Rock', sbr. drykkir sem eru 'on the rocks' ? [Horfir þegjandi út í loftið]. Það væri óneitanlega sérstakt nafn á landi.

2/11/03 11:00

Jóakim Aðalönd

Hvað með Fjallland?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504