— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/04
Firefox

Firefox fær þrjár stjörnur fyrir húðirnar sem hægt er að sækja til lýtaaðgerða. Annað hefur hann ekki fram yfir Internet Explorer.

Vefskoðarinn Firefox hefur mikið verið mærður og fyrir nokkru lét ég til leiðast og setti hann upp á tveimur tölvum, annarri með Windows 2000 en hinni með Windows XP pro. Satt best að segja varð ég ekkert himinlifandi með árangurinn. Ýmis Flash forrit dansa út um allan skjá þegar síður eru opnaðar, Firefox er lengur að ræsa sig upp en IE og myndir eru lengur að opnast. Þetta er þrátt fyrir að ég hafi fundið leiðbeiningar um hvernig gera ætti Firefox hraðvirkari.

Ég gafst upp á Firefox og nota nú aftur IE6, enda er þar á ferðinni fyrirtaks vefskoðari sem aldrei svíkur. Hafðu þökk fyrir Mr. Gates.

   (80 af 164)  
9/12/04 17:02

Hexia de Trix

Æ hvað ég er sammála þér Haraldur minn.

9/12/04 17:02

Galdrameistarinn

Prófaðu þá einn sniðugan með popupkiller, slatta af skinnum og mörgum skemmtilegum möguleikum. Finnur hann hérna
http://www.alvantbrowser.com

9/12/04 17:02

Galdrameistarinn

Svona til að bæta smá við, þá var hann íslenskaður en því miður hafa uppfærslur orðið svo hraðar á honum, að ekki sá sem þýðir hefur ekki haft undan, enda haft nóg annað að gera.

9/12/04 17:02

Herbjörn Hafralóns

Ef þetta gamla og góða virkar, borgar sig ekki að gera breytingar breytinganna vegna. Það er mín reynsla.

9/12/04 17:02

Ívar Sívertsen

Þess má geta að Eldrebbinn er þeim kostum gæddur að grípa ekki vírusa og vitleysurnar sem Alnetskönnuðurinn hinn sjötti hefur tilhneygingu til að ná sér í.

9/12/04 17:02

Stelpið

Það sem mér finnst þægilegast við Firefox er að geta haft marga mismunandi ,,tabs" opna í einum glugga. Nota það t.d. alltaf þegar ég skoða Hvað er nýtt, smelli á allt það sem ég vil skoða með skrunhjólinu og þá opnast hver hlekkur í sínum ,,tab" og svo getur maður bara flett á milli. Svaka tímasparnaður að þurfa ekki að bíða eftir að hver síða fyrir sig lódist inn...

9/12/04 17:02

Þarfagreinir

'Ýmis Flash forrit dansa út um allan skjá þegar síður eru opnaðar'

Hér skil ég nú ekki alveg hvað þú ert að tala um Haraldur minn.

9/12/04 17:02

Galdrameistarinn

Avant er með hnappastiku og þeim kostum búin fram yfir Eldrebbann, að hægt er að láta hann geyma allar opnar síður þegar slökkt er á honum og láta hann svo opna alla súpuna næst þegar tölvuskriflið er keyrt upp.

9/12/04 17:02

Haraldur Austmann

T.d. þegar ég fer inn á Vísi.is, þá dansar auglýsingin sem er í hægri dálkinum yfir í fréttadálkinn og blikkar þar á meðan síðan er að hlaðast. Svolítið pirrandi.

9/12/04 17:02

Bölverkur

Ég nota FireFox. Hann kann á SVG án þess að vera með Plug-In. Baggalútur verður bráðum dásamleg SVG veröld.

9/12/04 17:02

albin

Ég kannast við að flash draslið hoppar til og frá á vísi.is og mogganum.is, en ég læf nú bara eins og ég sjái það ekki. sumt af því get ég látið hverfa með adblock (sem ég hef ekki séð í IE)
Og einstaka plugin hefur verið vesen með, nota þá IE sem "vara" könnuð.
Þrátt fyrir það tek ég eldrefinn framyfir IE hvaða dag sem er að öðruleiti. Hef enn ekki orðið var við Browser hijack á eldref, það tel ég honum til kosta. En ekkert verkfæri er fullkomið, aðaalmálið er að nota rétt verkfæri í rétt verk og stundum hentar IE betur og stundum FF.
That's all I have to say about that...

9/12/04 17:02

Holmes

Eldrefurinn er nú ágætur.

9/12/04 18:00

Hilmar Harðjaxl

Opera er málið.

9/12/04 18:01

hundinginn

Hef ekki hugmynd um hvað jeg er að nota. Enda fullur.

9/12/04 18:01

Vestfirðingur

Opera er vinsæll vefskoðari meðal Vestur Íslendinga á Washington Island. Íslenskir útflytjendur skröpuðu saman fyrir fari til Ameríku og leituðu uppi kaldasta og hrjóstrugasta staðinn til að setjast að. Það var ekki hægt að komast norðarlegra held ég. Sannkölluð hörkutól. Og svo situr Austmann hérna og kvartar yfir að einhver auglýsing flassi á skjánum hjá sér! Hvað er orðið um þessa þjóð, hvar eru hetjurnar?

9/12/04 18:02

Nornin

Afhverju finnur fólk sig knúið til að drulla yfir Firefox? Ég hef ekki kynnst jafn skemmtilegum vafrara áður. Samt er ég voðalega elsk að Microsoft dóti. IE er bara ekki eins góður að mínu mati.
Tala nú ekki um hvað session-saver í Refnum er skemmtilegt apparat. Hann vistar einmitt allar opnar síður þegar maður lokar glugganum og ræsir þær upp á nýtt þegar vafrarinn er opnaður.
Tölvan mín frýs aldrei og allar síður sem ég nota að ráði fíla Refinn vel.

9/12/04 18:02

Haraldur Austmann

Tja, það voru svo margir að hrósa honum en hann gerir ekkert betur en IE6.

9/12/04 18:02

Steinríkur

Haraldur þó! Þetta er eins sjá ekki muninn á Lödu og Benz.
Til dæmis hefur Firefox þann skelfilega ávana að fylgja stöðlum þ.a. illa skrifaðar síður sem birtast rétt í IE gera það ekki í honum. Beint úr kassanum gerir hann samt ýmislegt betur en IE6, til dæmis að losa mann við Popup-gluggana og spyware, en án viðbóta getur verið erfitt fyrir óvana menn að sjá kostina strax.

Einn stærsti kosturinn við Eldrebba er einmitt allar þessar viðbætur, til dæmis <A href="http://optimoz.mozdev.org/gestures/"> Mouse Gestures</A> sem ætti að vera staðalbúnaður.
Með því að opna alla þræði sem þú vilt lesa á Lútnum í flipum og rúlla á milli þeirra með því að hægrismella og snúa skrunhjólinu sparast dýrmætur tími sem hægt er að nota til að... ömm... eh... aah... hanga meira á Lútnum.

<A href="http://www.kuro5hin.org/story/2005/3/12/213345/995">Hér</A > er til dæmis ágætis samantekt á helstu viðbótum.

9/12/04 18:02

Skúnkur Skíthaus

Gaman að segja þér frá því minn kæri Haraldur að einn af hönnuðum IE1 -5 var einmitt að skipta yfir í FF og útlistir því hérna af hverju eldrefurinn er mun betra forrit. http://www.scottberkun.com/blog/?p=115
Ef aðal hönnuður Toyota myndi keyra um á Nizzan þá myndi ég hugsa mig um.

9/12/04 19:00

Hildisþorsti

Ég er hrifnari af IE. Mér skilst að það sé ekki enn farið að skrifa vírusa fyrir FireFox, en það muni koma.

Vafranotkun á vefsíðu sem ég þekki til á eru hlutföllin svona:
MSIE 6 97.84%
MSIE 5 1.54%
Netscape 7 0.34%
Netscape 3 0.24%
Other 0.01%
Netscape 4 0.00%
MSIE 4 0.00%

Er á meðan er.

9/12/04 19:01

Haraldur Austmann

Af síðustu 100 heimsóknum á vefsíðu mína, voru 79 með IE6, 20 með Firefox 1.0.6. og 1 með IE5.

9/12/04 20:00

Skabbi skrumari

Ég nota Firefox og er sáttur, sérstaklega með tab og adblock fídusa...

2/12/05 05:00

Lopi

Ég man eftir Netscape. Er það til ennþá?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504