— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 4/12/04
Pólitískar umræður

Af hverju kom skyndilega upp þessi hugmynd að ekki mætti ræða pólitík hérna á Gestapó? Ég veit ekki betur en hún sé rædd á ýmsum þráðum, mis-gáfulega að vísu en við erum mis-gáfuleg.

Hér er rætt um allskyns hluti úr kjötheimum; fólk talar um veikindi barnanna sinna, vinnuna sína, kaffihúsið sitt, trúmál og hvaðeina. Sem er fínt og má alveg mín vegna. Þess vegna finnst mér megi ræða um pólitík, hér eftir sem hingað til.

Ég sá ekki þráðinn sem var lokað og rætt var um í félagsriti hér að neðan og ætla ekki að hafa neina skoðun á þeirri aðgerð. Hinsvegar kom mér á óvart að í athugasemdum á eftir því félagsriti, viðra margir þá skoðun að hér megi ekki ræða pólitík því þetta sé hvíldarsvæði frá raunheminum. Einskonar Hveragerði.

Ég ætla ræða pólitík áfram hér á Gestapó og ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum, verður bara svo að vera.

   (90 af 164)  
4/12/04 19:00

Enter

Ykkur er velkomið að ræða pólitík hér. Í raun ætti það að vera skylda hvers gest hér að koma sér upp einarðri og ófrávíkjanlegri pólitískri sannfæringu og básúna henni yfir aðra gesti hvenær sem tækifæri gefst. Það er ekkert nema heimóttarskapur og auðnuleysingjaháttur að halda að þið getið falið ykkur frá alvöru lífsins hér.

Í tilefni af því mun ég opna stuðningsþráð Ingibjargar aftur og hvetja menn til að opna hið snarasta stuðningsþræði Össurar, Valgerðar Sverris og Pol Pots.

Sjálfur verð ég uppi í Valhöll í hádeginu ef þið hafið yfir einhverju að kvarta.

4/12/04 19:01

Isak Dinesen

Ég sá viðkomandi þráð og græt ekki að hann sé farinn. Þetta var raunar ekki umræðuþráður per se, heldur auglýsing. Mér hefði hins vegar þótt allt í góðu ef þráðurinn hefði verið hér áfram, menn hefðu þá bara látið hann vera og sýnt vilja sinn í verki. Ef ég þekki Gestapó rétt hefðu afar fáir nýtt þennan þráð, nema þá hugsanlega til að snúa honum upp í eitthvert nýtt teningaspil eða kjaftæði.

4/12/04 19:01

Vestfirðingur

Já, láttu þá hafa það óþvegið Austmann! Sérstaklega enter og Vladimir. Það er eins og það vanti alla pólitíska næmni í þessa drengi. Bla,bla,bla prumpar enter bara út úr sér og það er eins og hann sé að bíða eftir að við klístrum mynd af honum fyrir ofan rúmið. Svo er hann með þennan dela í ógeðslega svörtu jakkafötunum í skítadjobbunum. Kanski er hægt að redda þessu með byltingu?

4/12/04 19:01

Golíat

Enn einu sinni neyðist ég til að vera sammála Austmann. Ef menn geta ekki komið hér inn og tjáð þær skoðanir sem mann svo sárlega langar að standa upp og mæla fram sköruglega og einarðalega á málfundum og samkomum en treystir sér ekki til vegna minnimáttarkenndar, heimóttarskapar og almenns vesaldóms, þá er illa komið.

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Án þess að vera að verja eða fagna lokun eða opnun þessa þráðar, þá skulum við hafa það í huga að líklega hefur það aðallega farið fyrir brjóstið á mönnum hver staðsetning hans var... í Baggalútíu... þessi þráður hefði betur átt heima á Efst á baugi, sem er er hvað næst því sem kallast Raunheima-umræðutorg... Því mæli ég með því að ef búið er að opna hann að hann verði sendur rakleiðis á Efst á baugi... og sem mótvægi þráður fyrir Össur líka...
Þetta er skoðun mín og þarf alls ekki að samræmast skoðun Baggalúts sem er alvitur að mínu mati...
Skál

4/12/04 19:01

Ugla

Að rífast um pólitík finnst mér bara algjörlega ómissandi.
Því meira því betra.

4/12/04 19:01

Júlía

Mæltu manna heilastur, Haraldur. Ég er fús að deila skoðunum mínum á frambjóðendum allra flokka með Bagglýtingum, en mínu prívatlífi kýs ég að halda fyrir mig (þó má geta þess til gamans að mér fannst ég vera að fá eitthvað í hálsin í gærkveldi, en er nokkuð hress í dag).

Hvar er þráðurinn? Hvar get ég tjáð mig um Imbu og Össa?

4/12/04 19:01

Golíat

Hvað segjurðu Júlía, hvort var það hásin eða hálsinn sem sendi þér aðvörunarmerki í gærkvöldi?

4/12/04 19:01

Berserkur

Það er skoðun að vera hlutlaus.

4/12/04 19:01

Vatnar Blauti Vatne

Allt lof um s*mf*lk*nguna og það rakkarapakk sem að henni stendur er sóun á bleki.

4/12/04 19:01

Júlía

Þarna komstu með það, Golíat minn; það hefur verið árans n-ið sem sat fast í hálsinum!

4/12/04 19:01

Hakuchi

Þetta er rétt. Pólitík á allt eins heima hér eins og annars staðar. Það væri þá helst að hafa umræddan þráð í efst á baugi.

4/12/04 19:01

Vladimir Fuckov

Vjer vorum ósáttir við þráð þennan, aðallega því um var að ræða e.k. útibú frá kosningaskrifstofu frambjóðanda/flokks í raunheimum. En nú höfum vjer skipt um skoðun, sjeð ljósið og stofnað sjálfir svona þráð:
http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5196
[Ljómar upp]

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Ahh... Hakuchi... rétt hjá þér... On topp of the Ring... svo ég sletti smá á grænlensku...

4/12/04 19:01

Ívar Sívertsen

Hér er að koma upp rimma á borð við þá sem kom upp fyrr í vetur á griðarsvæði mikilvirkra Bagglýtinga. Ég get alveg fallist á það að þráðurinn verði opnaður aftur sem og að honum verði haldið gangandi en Efst á baugi á þá að hýsa hann.
Mér finnst friðargæsluliði Baggalútíu ekki nægilega oft á staðnum til að fylgjast með þessum hlutum og því legg ég til að annar verði fundinn til vara fyrir hann eða jafnvel í stað hans.

4/12/04 19:01

Hakuchi

Hér er engin rimma að skapast. Það er ekkert mál að gelda stuðningsklúbb Ingibjargar í Baggalútíu. Það mál deyr að sjálfu sér, enda löngu búið að afnema stjórnmálaflokka hins gamla Íslands á þeim stað.

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Eins og þráðurinn er útlitandi núna, þá vil ég hann ekki á Efst á Baugi... nei takk... hvað segiði um að skella honum á Kveðist á... hehe

4/12/04 19:01

Vladimir Fuckov

Vjer erum að mestu sammála Ívari, þetta á frekar heima í Efst á baugi ef þetta á að vera hjer. Eða jafnvel í Almennu spjalli miðað við hvernig þráðurinn hefur þróast. Og það er rjett að það þyrfti að vera varafriðargæsluliði í Baggalútíu eins og annarsstaðar, það svæði er það virkt.

4/12/04 19:01

Hakuchi

Ég býð mig fram í þá stöðu. Verandi kóngur and all.

4/12/04 19:01

Sundlaugur Vatne

Andall?????

4/12/04 19:01

Júlía

Þessi þráður er guðsgjöf; loksins getur maður hætt að þvaðra um ímyndaðan veruleik og tjáð sig um raunveruleg málefni líðandi stundar.

4/12/04 19:01

Golíat

Þökk sé Gröndal og Imbu...

4/12/04 19:01

Limbri

Hvenær átti svo að bera þetta undir mig persónulega ?

-

5/12/04 00:01

Alli Tralli

cool Haraldur Austmann er Mr. 3005!

5/12/04 00:01

Alli Tralli

í heimavarnarliðinu þá sko!

5/12/04 12:00

Albert Yggarz

Þú ert 10 sinnum pólitískari en ég talandi turninn þinn!!!

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504