— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/11/05
Við munum öll brenna

Þegar við drepumst og förum til helvítis, verður sungið yfir okkur af blönduðum kór dauðra lögfræðinga, stjórnmálamanna, markaðsfræðinga og allra þeirra sem reynt hafa að aka umhverfis landið á Toyota Yaris, lagið ástsæla Brennið þið hálfvitar við undirleik allra trúbadora þessa heims og annarra. Helvíti í æðra veldi.

Andspyrnuhreyfingin hefur komið fyrir sprengju undir Gestapó og þegar hún springur munu andar horfinna gestapóa birtast til þess að hirða úr okkur sálirnar og vitið og færa myrkrahöfðingjanum til morgunverðar því hann er í megrun.

Meltingarvegir andskotans eru órannsakanlegir og enginn veit hve langan tíma ferðin tekur en að lokum mun það sem eftir verður af vesælum sálum okkar kreistast út úr endaþarmi hans og sturtast niður í svarthol eilífðarinnar.

Njótum ferðarinnar saman.

   (7 af 164)  
2/11/05 06:00

krossgata

Áfram meltingarveginn!!!
[Þetta var nú hnyttið]

2/11/05 06:00

Vímus

Það hefur aldrei verið nein lognmolla yfir mínu lífi og ég hef stundum velt því fyrir mér hvað taki við þegar ég geispa golunni. Samkvæmt þessu heldur sama stuðið áfram. Hefur þú þetta eftir áreiðanlegum heimildum Halli minn?

2/11/05 06:00

Ívar Sívertsen

Ekki má gleyma alþýðusálminum Hraustir glæpamenn.

2/11/05 06:01

B. Ewing

Hringdi Úlli í þig í dag?

2/11/05 06:01

Ísafold

Auðvitað gerist ekki neitt. Það tekur ekkert við. Þess vegna hefur mér alltaf fundist hálfleiðinlegt þegar þessir kristnu skrökva að krökkunum bullinu um erfðasyndina, helvíti og engla. Það er ljótt að ljúga að þeim sem treysta fullorðna fólkinu, en það er greinilega mikilvægt að heilaþvo krakkagreyin ung, því enginn fullorðinn trúir á svona þvælu.

2/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég hlakka nú bara til að fara til vítis, ef þetta verður raunin. Skál fyrir því!

2/11/05 06:01

Finngálkn

Im on a Higway to Hell!!! - Magnað rit Halli... Alltaf nauðsynlegt að fá sannleikslöðrung annað slagið þegar maður er orðinn óhóflega bjartsýnn...

2/11/05 06:01

Anna Panna

Úúúúú ég hlakka til, þetta verður án efa skemmtilegra en Disneyland...

2/11/05 06:01

Golíat

Er bjartsýnin að buga þig Halli minn?

2/11/05 06:01

Barbapabbi

Eigum s.s. von á hlýjum móttökum...verst að lítil von er um fá einn kaldann þarna, en þá er vara að halla sér að Áka-vítinu sem borið verður fram með bláum logum.

2/11/05 06:01

Þarfagreinir

Helvíti Húsavíkur-Jóns er Ísland.

2/11/05 06:01

Golíat

,,Reykjavík helvíti" með hljómsveitinni Miðnes er nú alltaf mitt uppáhald.

2/11/05 06:01

Ívar Sívertsen

Það er reyndar alger snilld líka!

2/11/05 06:01

Haraldur Austmann

Það eru bara kórar og trúbadorar í helvíti - önnur tónlist á ekki erindi þangað og fer því til himna.

2/11/05 06:01

Vladimir Fuckov

Hvort eruð þjer aftur dauðir eður ei ? Vjer ætluðum að kanna það á árshátíðinni en rákumst bara á einhvern loddara er þóttist vera þjer.

2/11/05 06:02

Nermal

Djöfullinn.... Þetta verður assgoti gamann !!

2/11/05 06:02

Texi Everto

Eigum við að brenna af stað félagi. Íííhaaa

2/11/05 03:02

Rasspabbi

Ja svört er þessi sýn þín. Dreymdi þig eitthvað illa gamli minn?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504