— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaţulur.
Pistlingur - 7/12/03
Bjórkvöld í Reykjavík

Ţađ var skýjađ í Reykjavík ţegar flugfreyjan hjálpađi mér út úr flugvélinni laust fyrir hádegi fimmtudaginn 8. júlí. Göngugrindin var í farangursrýminu og ţurfti ég ađ bíđa eftir henni nokkra stund en ađ henni fenginni, settist ég upp í leigubíl sem brunađi međ mig á Landsspítalann hvar ég kom mér ţćgilega fyrir á ţriggja manna stofu međ bónda úr Húnavatnssýslu og sjómanni úr Keflavík sem báđir voru lítiđ eitt eldri en ég.

Ađ ţví loknu hugđist ég bregđa mér í bćinn til ađ hitta nokkra Bagglýtinga en elskuleg hjúkrunarkonan (helvísk) var nú ekki á ţeim buxunum og sagđi ađ ég fćri hvergi ţví mjöđminni mćtti ekki ofgera daginn fyrir mjađmakúluskiptin. Ţví varđ ég ađ grípa til ţess örţrifaráđs ađ stelast út og tókst ţađ giftusamlega (en nú ţegar ég er kominn heim, ţá ţćtti mér vćnt um ef einhver vildi nú skjótast upp á spítala og hleypa konugreyinu út úr línskápnum) enda var ég kominn niđur á Austurvöll fyrr en Varđi.

Ţar sem ég mundi ekki nafniđ á stađnum hvar ég hafđi mćlt mér mót viđ Bagglýtingana, varđ ég ađ staulast um miđbćinn í ţeirri von ađ nafniđ rifjađist upp fyrir mér ţegar ţađ bćri fyrir augu, auk ţess sem mér veitti ekki af smá hressingu eftir ferđalagiđ. Ţví tók ég ţađ til bragđs ađ gera stuttan stans á ţeim öldurhúsum sem fyrir augu báru og drekka eitt viskíglas á hverjum ţeirra til ađ vera nú ađeins skemmtilegri ţegar stóra stundin rynni upp. Nú jćja, ekki var ţađ Svarta kaffi, ekki var ţađ Ölstofan, ekki heldur Nćsti bar, ţví síđur var ţađ Lćkjarbrekka og alls ekki Litli andarunginn. Ekki reyndist Apótekiđ vera fyrirheitni stađurinn frekar en Kaffi París eđa Thorvaldsens bar. Kaffibrennslan var ţađ ekki heldur og enn síđur Hótel Borg en mér ţótti ég vera heitur ţegar ég settist inn á Póstbarinn og fékk mér ellefta viskíglasiđ (tók sko tvö á Kaffibrennslunni af ţví ég átti svo erfitt međ ađ standa upp úr stólnum ţar) og viti menn – handan hornsins blasti Vínbarinn viđ mér og ţá vissi ég ađ ég var kominn á leiđarenda.

Á Vínbarnum beiđ ég drykklanga (ha, ha, ha,) stund og skemmti mér viđ ađ hlusta á flugfreyju á nćsta borđi segja hryllingssögur af háttarlagi flugmanna hjá fyrirtćkinu sem hefur hana í vinnu og ég ákvađ ađ međ Norrćnu skyldi ég fara nćst ţegar leiđ mín lćgi út fyrir landssteinana. Skyndilega gengu til mín tveir vörpulegir, ungir menn og eftir eilítinn vandrćđagang komst ég ađ raun um ađ ţar voru á ferđ ţeir Vamban og Vladimir Fuckov og urđu međ okkur fagnađarfundir. Settumst viđ síđan ađ sumbli.

Innan skamms birti yfir stađnum og hélt ég eitt andartak ađ nú vćri stóra stundin runnin upp og himnafađrinn sent eftir mér tvo engla. Ţví kvaddi ég ţá félaga mína sem undruđust skyndilegt, fyrirhugađ brotthvarf mitt án ţess ţó ađ gera sér grein fyrir hversu varanlegt ţađ nú yrđi. Ţegar ég hafđi sagt ţeim frá ţessari vitrun minni, hlógu ţeir góđlátlega (ég vissi ekki ađ ţađ vćri hćgt ađ hlćgja međ ţéringum) og kynntu mig fyrir englunum sem komnir voru – engum öđrum en ţeim Mosu frćnku og Júlíu. Urđu ţetta miklir fagnađarfundir og munu dulúđugt augu Mosu og heillandi bros Júlíu lifa í minningunni ţađ sem ég á eftir ólifađ (memo; muna eftir tveimur AA batteríum fyrir gangráđinn á morgun). Skömmu síđar birtist ungur mađur sem reyndist vera enginn annar en Tinni og fleiri urđu gestirnir ekki.

Ekki vil ég fara út í smátriđi hvađ atburđi kvöldsins varđar ađ örđu leyti en ţví ađ mér tókst ađ brjóta eitt rauđvínsglas en sem betur fer var ţađ tómt. Hinsvegar vil ég gagnrýna hve illa helmingur viđstaddra var rakađur. Annađ var í stakasta lagi enda leiđ kvöldiđ hratt og ţegar klukkan á dómkirkjunni sló eitt, kvaddi ég ţessa nýju vini mína međ tár á hvarmi, steig ég upp í leigubíl og hélt í náttstađ.

   (146 af 164)  
Haraldur Austmann:
  • Fćđing hér: 17/11/03 23:10
  • Síđast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504