— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/04
S.E.S.

Nú er lokið þeirri mestu listrænu lágkúru sem mannkynið þekkir og að slepptum þessum orðum, vil ég biðja alla sanna listunnendur afsökunar á að hafa bendlað fyrirbærinu við listir. Þarna á ég auðvitað við Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Nú kunna einhverjir að túlka þetta álit mitt á þessari keppni sem vonbrigði með frammistöðu íslensku keppendanna en ég fullvissa þá um að svo er ekki. Ég er nefnilega hæstánægður með þá útreið sem „lagið okkar“ fékk.

Þetta lag var samið m.a. af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni sem um hríð hefur unnið við að gera lítið úr þeim ungmennum sem hyggja á frama í tónlist en urðu á þau afdrifaríku mistök að keppa í Ædol. Því finnst mér það mátulegt að nefndur lagahöfundur fái þessa andlegu kveðju að sjómanna sið. Ég vona heitt og innilega að Bubbi og Sigga sendi inn lag í nsætu keppni og að það fái sömu útreið. Ef til vill myndi það heita „Stál og dúkahnífur.“

En Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva er lágkúra, eins og ég sagði áðan. Þar keppa miðlungs söngvarar um hylli smekklauss almennings, eins og það er nú eftirsóknarvert. Mest virðist lagt upp úr búningum, dansatriðum og svo þykir víst kúl í ár að hafa ömmu sína meðferðis og láta hana berja bumbu. Aldrei hefði amma mín samþykkt að taka þátt í svona bölvaðri vitleysu, enda með eindæmum lélegur trommuleikar. Meira að segja verri en Hjálmar Árnason.

Söngur er óhjákvæmilega list, hvaða skoðun sem ég eða aðrir kunna að hafa í einstökum gerðum hans og því væri þarna um að ræða keppni í list ef um söng væri að ræða. Eða list. Það hlýtur að vera ómögulegt að keppa í list því hún hlýtur alltaf að vera háð smekk njótenda en í þessu tilfelli er um lægsta mögulega samnefnara að ræða. Sumsé lágkúru.

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva; no fucking points.

   (89 af 164)  
5/12/04 21:02

Furðuvera

Bravó.

5/12/04 21:02

Furðuvera

Nú þarf að setja Stevie Ray Vaughan í tækið til að hreinsa eyrun... ahhh...

5/12/04 21:02

Amma-Kúreki

Þú ert ágætur kallinn ! Krúsi ( Markús ) dúlla skammast sín fyrir framlagið í ár lofar forkeppni að ári [ jæja á bara að innleiða menningu aftur]

5/12/04 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Söngur er ekki meiri list en að ropa tala eða allslags tjáning mér fins að hver geti sungið með sínu nefi. þessi keppni hefur ekkert með list að gera.Keppnin er ekki merkilegri enn nokkur önnur og ekki ómerkilegri heldu hver getur hoppað hæst ,?stokkið lengst ? sokkið dýpst? á fallegustu frænku?
eða ljótasta hjólið Stöðugt. Í genum þróunnarsöguna hefur manneskja verið að keppa á móti öðrum og sjávri sér . Enda er það grundvöllur allrar þróunnar.

5/12/04 22:00

Ívar Sívertsen

Alltaf ertu nú jafn jákvæður Halli minn! Mér fannst þetta ákaflega fyndin keppni. Ég kenndi mest í brjósti um sviðsmennina sem þurftu að kunna skil á alls konar tunnum, trumbum, hljóðfærum og ömmum sem fólk virðist hafa tekið með sér í tugatali. En ég er sammála Selmu, sænsku vídeóklúbbskallarnir sem voru þarna sem verktakar stóðu sig alveg prýðilega við að vinna ekki vinnuna sína.

5/12/04 22:00

Vímus

Ég var farinn að vonast til að geta bætt við þetta hve vafasamt það væri að keppa í listum en undir lokin eyðilagðir þú það. Ég get þó ekki annað eftir það sem Ívar lagði til málanna en dáðst að Selmu. Hún stendur alltaf fyrir sínu. Hvað með Idol keppnina, er ekki verið að keppa í því sama þar? Það lít ég þó öðrum augum þegar ungt fólk er að reyna að hasla sér völl með söng. Já hvernig er það, er ekki staðið að keppni um t.d bestu smásöguna, barnabókina og fl. Nú er rétti tíminn fyrir mig að hætta.

5/12/04 22:02

hundinginn

Rímnakveðskap á næsta ári. Ullarpeysa og föðurland.
...jeg hef fengið af því nóóóóg
oft með sára lóóóófa...

Órakaður, feitur durtur á sviðinu.

5/12/04 22:02

Texi Everto

Langbest að senda Pólverja í keppnina á næsta ári [Ljómar upp]

5/12/04 22:02

dordingull

Sæll Haraldur, hef ekki náð að heilsa þér fyrr eftir endurkomuna.
Fjölmiðlar af öllu tagi virðast telja lákúru góða söluvöru,sem hún er. Hvort þeir svo mótuðu þessa stefnu eða eru að elta lákúrulegan hugsunarhátt neytenda er óvíst. Sennilega helst þetta þó í hendur.

5/12/04 23:01

Smábaggi

Ég tek undir þessi orð.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504