— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 2/12/04
Remúlaðisprautudollur

Það er ekki oft sem Austmenn reiðast en þegar þeir reiðast, þá reiðast þeir illa. Ég reiddist í dag. Illa.


Remúlaði er hollasta fæða í heimi; fullt af eggjum og olíu, bragðgóður mjöður, frískandi og góður fyrir hjartað. Remúlaði er uppáhaldssósan mín og ég borða það með öllum mat – fiski, kjöti, hákarli og slátri svo dæmi séu tekin. En í dag fékk ég nóg. Ekki af remúlaði því ég fékk ekki nóg af remúlaði. Ég fékk nóg af helvítis sprautudollunni sem það er í.

Hvaða slefandi hálfvita datt í hug að hafa gatið á sprautudollunni minna en kekkina sem eru í remúlaðinu? Ha? Hvernig í helvítinu datt honum í hug að þessir kekkir sem eru svo ómissandi á grjónagrautinn, kæmust út um gat sem er minna að þvermáli en þeir? Þetta er fínt fyrir hamborgara-, kokteil-, grænmetis-, pítu-, eða hvítlaukssósu en ekki fyrir remúlaði. Eins og að sprauta kekkjóttum brundi úr tittlingnum á sér. Og trúið mér – ég veit því ég er orðinn gamall.

Hr. Gunnar E. Finnsson! Ég heimta remúlaði í majonesdollur svo ég geti mokað því upp með ausu.

Þinn fram til þessa besti viðskiptavinur,
Haraldur Austmann.

   (102 af 164)  
2/12/04 07:02

Skabbi skrumari

Orð í tíma töluð... salút...

2/12/04 08:00

Hermir

Ég kaupi alltaf remúlaði í majonesdollum. Þær eru hvítar með grænum röndum.

... hvað ertu að væla eiginlega ?

2/12/04 08:00

Skabbi skrumari

Það er greinilegt að Kaupfélagið sem við Halli verslum í er ekki að standa sig...

2/12/04 08:00

Gloria

Austmann þú gætir hæglega orðið markaðsstjóri Gunnars, boðið þeim leiðir til að auka sölu á remúlaði um 25% á innan við ári, ef lausnin er fólgin í því að selja remúlaði í majonesdollum. Góð hugmynd - ég borða remúlaði alltaf með kjúklingi og rabbarbarasultu.

2/12/04 08:00

Nornin

Eða bara gert sjálfur stærra gat á sprautudraslið...

og þessi setning:

Eins og að sprauta kekkjóttum brundi úr tittlingnum á sér. Og trúið mér – ég veit því ég er orðinn gamall.

Varð til þess að ég hef tekið skírlífsheit og mun ganga í klaustur eins fljótt og kostur er!!!

2/12/04 08:00

Tinni

Majónesið og allur þess ættmeiður er uppfinning Satans...ég segi ekki annað...

2/12/04 08:00

Heiðglyrnir

Annars vegar er Remúlaðið sem kennt er við Gunnar Jónsson heitinn og er framleitt í verksmiðju sem hann stofnaði í Hafnarfirði og hins vegar er Remúlaði sem kemur frá E.Finnsyni sem var keypt af Vogabæ og er reyndar í dag líka með verksmiðju í Hafnarfirði.
Þessum gerðum af remúlaði má aldrei rugla saman, Remúlaðið frá Gunnari ber svo af í gæðum að manni dettur einna helst í hug "Kók og pepsi".
Gunnar hefur frá því að framleiðsla hófst framleitt remúlaði í dósum og fötum allt frá 200.ml., 1.líters, 2.lítra 4.lítra 6.lítra og 12. lítra. "sprautudraslið" sem er 400. ml. er seinni tíma mál.
Lítið mál er að stækka gatið á sprautudraslinu þ.e. stútnum með því að skera ofan af honum nær tappanum. Eða þá bara panta sér alvöru 12.lítra fötu frá verksmiðjuni þá væri hægt að koma við ausu.
Hvað varðar vörurnar frá E.Finnsyni þá er þær svo vondar að ekki er Riddarinn hissa þó brundur Haraldar hlaupi allur í kekki.

2/12/04 08:00

Vestfirðingur

Ja hérna, bara skúbb. Austmann vinur minn á leiðinni í Séð&Heyrt. Aldrei að vita nema hann dúkki upp í næsta jólabókaflóði. Jú, hlewagastiR var að skríða inn núna og viti menn. Hann er líka byrjaður að veifa Séð & Heyrt. Austamann og hlewagastiR munu hafa stundað þrísom með einhverjum Tino sem þeir þekktu persónulega á Smurstöð Sambandsins á Hellu. Og hvað? Kínverskir smokkar úr kindahúð með Gunnars mæjónesi? Ekki segja mér að ég þurfi að sjá fleiri auglýsingar frá Tino til að komast að því. Þetta hlýtur að vera Baggalútsskúbb. Allavega Austmannskúbb.

2/12/04 08:00

Lómagnúpur

Remúlaði er vissulega herramannsmatur. En oft sakna ég erlenda remúlaðsins sem ég kynntis í hernaði mínum í útlöndum.

2/12/04 08:00

Haraldur Austmann

Ef maður stækkar gatið, er vont að loka dollunum.

2/12/04 08:00

Ívar Sívertsen

Jah... ég held að mér sé farið að förlast en þó fannst mér einhvern tíman eins og að Gunnars Majónes hefði keypt E. Finnsson... eða var það Vogabær sem Gunnars Majónes keypti... ég bara man það ekki. En allt sem inniheldur egg er víst bannvara á mínu heimili þar sem Díva litla Sívertsen er með bráðaofnæmi fyrir eggjum. Það er vissulega hægt að fá eggjalaust remúlaði frá Gunnari en það er bara ekki ekta! Lifi alvöru Gunnars Remúlaði, lifi ómengaður brundur...

2/12/04 08:01

Nykur

Haraldur, remúlaði er djöfuleg uppfinning danskra mjölkaupmanna það kæmi mér hreinlega ekki á óvart að samhengi væri á milli óhóflegrar remúlaðis neyslu þinnar og kekkjóttar eigin framleiðslu, legg til að þú skiptir snarlega út remúlaðis birgðum þínum fyrir hamsatólg!

2/12/04 08:01

Sundlaugur Vatne

Remoulade, det er bare sagen! Þetta sögðum við strákarnir í íþróttaskólanum í Danmörku hérna um árið

2/12/04 08:01

Mjási

Ertu nú ánægður Haraldur!
Sérðu hvað þú ert búinn að gera með þessu remúlaði rausi.
NORNIN búin að kalfatta á sér kuntuna til frambúðar,Heiðglirnir hjó framan af tittlingnum á sér, og enginn veit til hvaða örþrifaráða aðrir grípa hér á Bagganum.
Allt vegna þess að þú nennir ekki að runka þér reglulega, og lætur drafla í drjólanum á þér.

2/12/04 08:01

Nornin

[Fer í skírlífsbeltið og krossar sig yfir þessum ummælum]

2/12/04 08:01

Haraldur Austmann

Ég held að Nornin ætli að ganga í munkaklaustur.

2/12/04 08:01

Heiðglyrnir

Eins og kemur fram í svari Riddarans hér á undan og hér á þessari slóð "http://www.vogabaer.is/saga.htm" þá keypti Vogabær E.Finnson og framleiðir áfram vörur undir því vörumerki.
Hvað varðar athugasemd Haraldar"Ef maður stækkar gatið, er vont að loka dollunum." þá á það ekki við um "sprautudraslið" frá Gunnari og ekki er Riddarinn frá því að gatið sé "orginalt" stærra á því "sprautudrasli"
Allar fullyrðingar um óhollustu Majónes eru stórlega ýktar þ.e. "94% Grænmetisolía, 5% Egg 1% edik og krydd" Remúlaði er svo aftur búið til svona um það bil úr Majónes og súrsuðu grænmetis mauki sem er hrært saman. Engin hörð fita og eins og Haraldur orðar það hér að ofan."Remúlaði er hollasta fæða í heimi; fullt af eggjum og olíu, bragðgóður mjöður, frískandi og góður fyrir hjartað. " Ekki langt frá lagi.

2/12/04 08:01

Vladimir Fuckov

Þetta er auðvitað bara 'snilldarleg' markaðssetning. Með því að hafa gatið of lítið eða remúlaðið (eða eitthvað annað sambærilegt) of þykkt eykst salan því þá er aldrei hægt að klára viðkomandi vöru alveg. Þarf því að kaupa meira fyrr en ella.

2/12/04 08:01

Ívar Sívertsen

Heiðglyrnir veit greinilega miklu lengra en nef hans nær!

2/12/04 08:01

Nornin

[Gengur í munkaklaustur]

2/12/04 09:00

Ívar Sívertsen

[fær sér labbitúr um helstu trúarbyggingar í grenndinni] áhugavert...

2/12/04 09:01

Illi Apinn

Hvaða hvaða, kélling stödd hér í klaustrinu. Mikill gleðidagur þetta.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504