— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/12/04
Að endingu

Um daginn fékk ég einkapóst þar sem mér var tilkynnt að sendandi vissi hver leyndist á bak við alteregóið Haraldur Austmann. Með pínulítilli rannsóknarvinnu sá ég að hann væri að segja satt, þ.e. við tengjumst í gegnum sameiginlegan vin eða kunningja. Fyrirsögn einkapóstsins var „Afhjúpun“ en þótt hann hafi ekki afhjúpað mig ennþá, hef ég þetta hangandi yfir höfði mér. Það er svolítið þvingandi.

Í dag vísaði annar gestur hér á Baggalúti til raunverlegs fyrirbrigðis sem ætla má að tengist mér og svoleiðis vitleysu nenni ég ekki. Þess vegna tel ég mér ekki vært hérna lengur og kveð ykkur, ágætu Bagglýtingar. Hina líka.

   (101 af 164)  
2/12/04 13:01

Fíflagangur

Nei, þetta er ekki hægt. Getiði ekki hagað ykkur eins og fólk bévítans fæðingarhálfvitarnir ykkar? Hvurn fjandann gengur mönnum til að vera í einhverjum helvítis spæjaraleik um heiðursmenn eins og Austmanninn?
Skammist ykkar!

2/12/04 13:01

Nornin

Æi Haraldur minn.. er það heimsendir þótt einhverjir viti hver þú ert í kjötheimum?

Ég veit fyrir mína parta að alteregóin og raunheimaegóið eiga oft furðulítið sameiginlegt og því skiptir það til dæmis engu máli fyrir mig "hver þú ert" þarna úti í kjótheimum, það skiptir meira máli hver þú ert hérna.

Það er kannski gaman að vita hvað fólkið sem maður eyðir drjúgum tíma í viku með heitir í raunheimum og jafnvel skemmtilegra að finna út að maður þekkir viðkomandi á einhvern hátt, en það er ekki aðalatriðið og ætti ekki að hafa áhrif á okkur hérna í þessari Útópíu.

Það er mikil eftirsjá af þér Haraldur og ég vona að þú fáir þér bara nýtt egó og snúir aftur til Baggalútíu.
Ef ekki þá þakka ég kynnin.

2/12/04 13:01

Tigra

Æji.. hvurslags hótanir eru þetta!
Haraldur minn, ég vona að þér farist vel og sjáir þér kannski einhvertíman fært að koma hingað aftur, þó ekki nema undir öðru nafni ef þú sérð þig knúinn til þess.

2/12/04 13:01

Skabbi skrumari

Þetta líst mér illa á... fækkar í hópi heiðursmanna... ég bara trúi þessu ekki... nú er ég persónulega illa við þann sem var að bögga þig... þvílíkur blábjáni...

2/12/04 13:01

Steinríkur

Hvaða máli skiptir það eiginlega hver þú ert - og hverjir vita af því?
♪ Vertu þú sjálfur - gerðu það sem þú vilt... ♪

2/12/04 13:01

bauv

Hver í rótburstuðum humrum gerði þetta!!

2/12/04 13:01

Þarfagreinir

Æ þetta er nú bara bull. Ekki láta svona leiðindi hrekja þig í burtu Haraldur.

2/12/04 13:01

Enter

Þetta þykja mér ill tíðindi. Hvet ég ódáminn til að biðja Harald afsökunar hið snarasta og senda honum kílógramm konfekts og blóm.

2/12/04 13:01

Ísdrottningin

Eru engin viðurlög við því að afhjúpa menn án leyfis?

2/12/04 13:01

bauv

*Fer að háskæla*

2/12/04 13:01

Vestfirðingur

Þetta er lenska. Allir að snuðra um náungann svo þeir geti haft eitthvað uppá hann. Óþarfi samt að Austmann láti sig hverfa þó einhver óraunveruleg hætta steðji að. Það eru allir á Íslandi hræddir við ,,eitthvað". Sumir trúa þessu og verða hálf desperat og hræddir við þetta ,,eitthvað". Spurningin er auðvitað. Eru menn almennt of hræddir? Af hverju skrifa jafn margir og raun ber vitni nanfnlaust á netinu? Af hverju rjúka allir upp til handa og fóta. Er hætta á að vera útskúfaður úr samfélagi fyrir að segja það sem manni liggur á hjarta á hverjum tíma?

2/12/04 13:01

Hermir

Haraldur Austmann, Júlía, Muss S. Sein, Semning Semningsen, Limbri og Hakuchi öll horfin á braut. Hver hverfur næstur?

2/12/04 13:02

Kuggz

Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti, að svona athæfi er fyrir neðan allar hellur. Fjandans afturbata-stigamenn sem finna þörf til að leka út raunheima upplýsingum um notendur til þeirra eða annarra.

2/12/04 13:02

Smábaggi

Austmann er að grínast, hann er ekki nógu mikið illmenni til að hverfa. Hann veit betur en að láta einhvern snuðrandi aumingja hrekja sig í burtu.

2/12/04 13:02

brauðrist

ég gef þér brauðsneið ef þú lofar að fara ekki en þú getur ekki verið að lesa þetta því þú ert farinn hahahahaha

2/12/04 13:02

Ívar Sívertsen

Ljótt er að heyra!
Þegar menn hafa verið að senda inn myndir og annað á Baggalút þá vísa menn yfirleitt í slóðir sem leiða á einkasvæði viðkomandi. Þegar menn fara að vitna í skilaboðin þá sjá menn slóðina og fara jafnvel að skoða fleira sem þar kann að leynast. Þetta geri ég oft. En að básúna út slíkar upplýsingar fyrir land og þjóð er full mikið.

Ég hef fengið einkapósta um það (áður en ég skipti um mynd) þar sem ég var spurður hvort ég væri sá sem ég er. Það fannst mér ekkert tiltökumál en Haraldi kann að finnast það og því verðum við að virða ákvörðun hans.

Það kann líka að vera að Haraldur hafi einfaldlega verið orðinn leiður á Gestapósverunni og vilji snúa sér að öðrum viðfangsefnum.

Þetta er þín ákvörðun Haraldur, far vel og takk fyrir allt, vertu velkominn aftur hvenær sem er því við komum til með að sakna þín hér á Gestapó.

2/12/04 13:02

Herbjörn Hafralóns

Nú er skarð fyrir skildi. Gestapó verður fátækara án þín Haraldur. Ég hef verið að hugsa um að láta mig hverfa líka en ég bara get ekki hætt. Ætli maður þrauki því ekki eitthvað áfram.

2/12/04 13:02

Rimi D. Alw

Ljótt er að sjá og slæmt ef hægt er að hrekja heiðursmenn á borð við Harald burt með svona aðferðum. Hann er a.m.k. svo sannarlega velkominn hingað aftur snúist honum hugur. Hitt er svo annað mál að ég hef það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að allir hafi gott af að að hvíla sig öðru hverju á Gestapó í smátíma...

2/12/04 13:02

feministi

Hvaða fávitaháttur er þetta í mönnum hér? Er ykkur ekkert heilagt? Snuðrandi um allt til að vita hver er hvað. Nokkrum ykkar yngri kann að finnast sem svo að þetta skipi ekki miklu máli, en hjá sumum okkar skiptir leyndin öllu máli. Haraldur er með þeim allra skemmtilegustu hér og mikil eftirsjá í honum. Sá sem var svona ósmekklegur ætti að skammast sín, senda Haraldi einkapóst og sverja þess dýrann eið að afhjúpa ekki hans persónu.

2/12/04 14:00

Jóakim Aðalönd

Heill þér Haraldur og megir þú koma aftur einn daginn, tvíefldur í drykkjunni. SKÁL!

2/12/04 14:00

Mosa frænka

Ljótt mál er þetta. Þvílíkur ósiður að fara með svoleiðis hótanir. Þín verður sárt saknað, Haraldur.

2/12/04 14:00

kolfinnur Kvaran

Ég vona að þú látir ekki einhverjar uppljóstranir fara með þig og sjáir sóma þinn í því að halda áfram.

2/12/04 14:00

Hilmar Harðjaxl

Farvel Haraldur. Vona að þú finnir spjallsvæði sem hentar þér betur, nú eða komir hingað aftur, hvort sem það verður undir nýju alter-egói eður ei.

2/12/04 14:01

Mjási

Félagi góður farð'ekki burt,
flótti er sjaldan til bóta.
Hér meðal vina al þína urt,
ilms þíns svo fáum að njóta.

2/12/04 14:01

Nafni

Vinsamlega segðu okkur hver á hér hlut í máli Haraldur, svo við megum sína viðkomandi í tvo heimana.

2/12/04 14:01

Ívar Sívertsen

Nafni: Hvaða tilgangi þjónar það? Ég held að sá seki verði bara að taka til sín þessa sneið og skammast sín. Verði viðkomandi afhjúpaður verður honum heldur ekki vært hér og hver veit þá hversu margir kunna að hverfa. Haraldur er farinn og við skulum sætta okkur við það. Höldum okkar striki.

2/12/04 14:02

Nafni

Nei ég er ekki sáttur og verð ekki sáttur.

2/12/04 14:02

Skabbi skrumari

Mér segist sá hugur að Halli myndi ekki gefa það út hverjir það væru hvort eð er (þó hann myndi mæta aftur)...
Þið tveir sem voruð með þessa stæla, ég mun ekki líta ykkur sömu augun aftur, sama hversu saklaust þetta átti að vera... vildi bara koma því á framfæri... kæru vinir...

2/12/04 14:02

Ívar Sívertsen

Nafni: Ég er ekki að segja að ég sé sáttur við fráhvarf Haraldar, fráleitt að hugsa sem svo! En ég meina að hann tók þessa ákvörðun og það er það sem við verðum að sætta okkur við. Endalaus grenjuháttur og fýla gerir bara illt verra gagnvart þeim sem sekir eru, okkur hinum og ekki síst sjálfum Haraldi. Ef hann ákveður að koma aftur þá er það gott.

2/12/04 15:00

Heiðglyrnir

Kæri Haraldur sem einn af þegnum Baggalútíu bið ég þig afsöknar fyrir hönd okkar allra, því að auðvitað berum við öll einhverja ábygð.
.
Ekki trúi ég að aðalmálið í þínum huga hafi verið ótti við afhjúpun, heldur að þú hafir tekið þá ákvörðun að þú ættir ekki samleið, né vildir vera í hópi með fólki sem geymir menn af þessu tagi, enda illgirni og aðrir andlegir brestir fólks, sem stendur að svona verknaði á þann veg, að seinnt gæti kallast góður og ekki einu sinni þokkalegur félagsskapur.
.
En Riddarinn vonar eins og aðrir hér að þú sjáir þér fært og vært að koma aftur til okkar, enda megum við hér á Baggalút varla við að missa svona eðalmann eins og þig Haraldur minn. Baggalútur verður bara aldrei samur og jafn án þín.
.
Riddarinn er reiður, Riddarinn er svo reiður að hann ákvað að gefa þessu máli einn sólarhring áður en hann tjáði sig, en ekki er víst að það hafi dugað.
Ó þið hlandblautu huglausu rottur, sem ekki hafið gefið ykkur fram, vonandi líður ykkur illa, svo illa að þið eruð viðþolslausir, afrek ykkar verða lengi í minnum höfð, þið aumu hlandblautu grey. Vonandi sjáið þið sóma ykkar í að koma fram sjálfir og viðurkenna hvað þið hafið gert.
En ekki er það sennilegt að menn sem hafa sýnt og sannað hér með gjörðum sínum, hversu litlir karlar þeir eru, komi því í verk.
.
það að bregðast ekki við á neinn hátt, eins og fram hefur komið hér, er afar varasamt aðgerðarleysi. Hætt er við að fleirum muni mislíka það en beinar aðgerðir.
.
Riddarinn er sjáfur orðin þreyttur á framkomu og skítkasti frá nokkrum aðilum sem hér eru, að ekki sé talað um þessa margföldu persónuleika sem hér fá og virðast þrífast, allt þetta stuðlað að óheiðarleika, persónulegu skítkasti, hótunum eins og í þessu tilviki Haraldar og þar fram eftir götunum.
.
Leggur Riddarinn til að Í samráði við Ritstjórn, sem hefur gengið á undan með góðu fordæmi, þegar þessum blessuðu leyniþráðum var lokað, að svona verði upprætt að eins miklu leiti og komandi er við.
Og birtir listar yfir alla þá aukapersónuleika sem í gangi eru á einn aðila.
.
Ekki er Riddarinn hissa, að komið sé fararsnið á marga sem hér hafa dvalið löngum stundum, og fyrir þá sem vilja losna við Riddarann getur hann glatt þá með því, að ekki þarf mikið að gerast til þess að hann sýni á sér fararsnið.

2/12/04 15:01

Texi Everto

So long superman, your secret identity is safe with me!

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504