— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 3/11/05
Örsmá áramótakveðja

Er þreyttur og alls ekki í st.... Hvurslags? Á nýju ári verður ekki liðið neitt væl. Mæli jeg með því að allt verði látið flakka. Hvursu vitgrannt sem það kann að finnast. Minnast.

Undarlegt hvað allt um þrýtur
ef um öxl þú alltaf lýtur
böl og pínu bjáni hlýtur
bolabítur

Kot og konu eitt sinn átti
kom sú tíð að ekkert mátti
gáið að þeim góða hátti
gasa drátti

Einn nú út um rjóð og runna
ræfill leitar þyrstur brunna
sáust bæði Sigga og Gunna
síldartunna

Svala mátti þorstann þá
þegar bláan drykkinn sá
unaðsbokka með eingu smá
ofaná

Vítt og breitt jeg brolt´um sviðið
brýni raust og mölva hliðið
þyrstur nú skal þeysiriðið
þakka liðið

hundi

   (29 af 145)  
3/11/05 05:01

Heiðglyrnir

Öldungis magnaðar áramótakveðjur yður og öllum yðar til handa..banda...Riddarakveðja

3/11/05 05:01

Nermal

Gleðilegt árið kall.

3/11/05 05:01

krossgata

Gleðilegt ár sömuleiðis, finnst mér gæta nokkurrar eftirsjár þarna milli lína.... en það er við hæfi á áramótum. [Brosir]

3/11/05 05:02

Þarfagreinir

Gleðilegt nýtt ár hundingi - það verður örugglega hressilegra en þetta sem er að líða.

3/11/05 05:02

Jóakim Aðalönd

Gleðilegt nýár gamli vin. Skál!

3/11/05 06:00

Lopi

Gleðilegt ár Hundi!

3/11/05 06:01

krumpa

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu! Þetta getur bara batnsð...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.