— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/03
Greiðsluþjónusta

Húsalega mín er í greiðsluþjónustu.
Laun mín koma inn efter honden.

Nú á jeg að rýma fyrir kl:12 á morgun og SPRON hefur ekki einu sinni hringt í mig til að láta mig vita, að jeg hef ekki greitt leigu í 5 mánuði.

Takk fyrir. Því nú mun öldungis heyrast í mjer á morgun. Jeg á 3ja million kr. bíl druslu sem selst ekki. Og jeg verð að rýma húsnæðið strax á morgun ef jeg borga ekki 250.000 kr. strax.

Ekki verða hissa ef jeg læt mig hverfa til annars lands ekki seinna enn á morgun.

Ísland getur fyrir mjer farið í feytt rassgat! Því að venjulegt fólk er ekki velkomið hjer, og það sem meira er, okkur er bolað í burtu með ljótum brögðum. Jeg mun ekki fyrirgefa þetta og jeg mun upp rýsa á móti svona valdbeitingu og árásum á einkalíf mitt.

FUCK YOU!!!

SPRON skal láta mig hafa yfirdrátt sem dekkar þetta, því ef ekki, þá er mjer að mæta og verði þeim að góðu!

   (137 af 145)  
2/11/03 05:02

Haraldur Austmann

Best að missa ekki af kvöldfréttunum annað kvöld.

2/11/03 06:00

Skabbi skrumari

Þetta eru rosalegar fréttir...

2/11/03 06:00

Hildisþorsti

Ef þú færð ekki yfirdrátt, þá bendirðu þeim bara á að það er orðin samkeppni í bankaþjónustu.

2/11/03 06:00

kolfinnur Kvaran

SPRON = vinsælustu viðskiptavinirnir í öllu bankakerfinu...

2/11/03 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég legg til að við flytjum til Thailands kæri hundingi. Það væri sárt að sjá á eftir þér af Baggalúti.

2/11/03 06:01

hundinginn

Þið fyrirgefið mjer upphlaupið. En er von að maður reiðist?
Búinn að bjarga þessu. Gerið það fyrir kl.09:30 í morgun, og skipaði þjónustu-tíkinni að hringja í leigusalann og útskíra fyrir honum hvaða mistök bankinn gerði, en ekki jeg. Svo hringdi jeg í hann sjálfur og sagði honum að drullast til að hringja í mig, ef greiðsla seinkaði um svo mikið sem eina viku. Hann skildi aldrey komast upp með að láta svona við heiðarlegt fólk helvískur kall pokinn.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.