— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 3/12/07
Mammon

Mammon er minn hirðir
mig mun ávalt bresta
Í gluggapósti lætur hann mig hvílast
leiðir mig til í öngstræti
þar sem jeg má næðis njóta
Hann drekkur sál mína
leiðir mig til glötunnar
fyrir sakir bankans
jafnvel þó jeg fari
á hausinn sjálfur
óttast jeg allt og alla
póstur þinn og sendill hrellir mig
og býr mjer borð fullt af ógreyddum..
Æ þið vitið. Má ekkert vera að þessu bulli vinir.

hundi

   (15 af 145)  
3/12/07 00:01

Heiðglyrnir

He he góður minn kæri.....Riddara-Skál.

3/12/07 00:01

krossgata

Hahaha. Skemmtilegt.

3/12/07 00:01

Huxi

Varst þú ekki dauður? Mig minnir að það sé heill þráður um andlát þitt, hér á Gestapó. Gott að þú sért á lífi, og kvæðið er fínt.

3/12/07 00:02

Garbo

Amen

3/12/07 00:02

Trefill

Bestu kveðjur ágæti hundingi frá eiganda mínum. Láttu sjá þig oftar.
ps ljóðið er fínt.

3/12/07 00:02

B. Ewing

Flott kveðið en allt of satt. [Dæsir mæðulega og lítur á gatslitið krítarkortið]

3/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Mammon er stálið!

3/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Og já, gaman að sjá þig aftur Hundi. Þú ert drykkjurútur og skáld!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.