— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 4/12/06
Ál-hver

Tóm della og vitleysa.

Ja sei sei.
Nú eru upp pússaðir Hafnfirðingar að skila inn síðustu kjörseðlunum í kosningum sínum um álverið sitt, litla sæta.
Hver svo sem afstaða nýrrar ríkisstjórnar verður í málinu, halda sumir gaflarar að í raun og veru fái þeir sjálfir að ráða þessu.
Mikið eru þeir nú annars einfaldir. Ja, eða svona frábærir húmoristar, að láta draga sig svona á asna eyrunum og láta stýja sjer svona saman.
Meira að segja er talað um klof. Í Hafnarfirði. Öldungis hreint! En sjálfur hef jeg kynnst nokkrum klofum þarna, hreint ágætum. Bæði mjúkum og hörðum.

Og vitanlega er þetta há pólitískt!

   (26 af 145)  
4/12/06 07:01

krossgata

Fyndnir fréttamenn núna.... tala eins og úrslitin séu ljós þegar búið er að telja tæplega helming atkvæða og það er 50 atkvæðamunur. Verður þetta bara ekki eins og Ívar sagði í orðabelg við annað félagsrit, þó skipulagið verði fellt, kemur bara annað sem enginn fær að kjósa um.

4/12/06 07:02

Jarmi

Auðvitað verður það þannig. Þið haldið þó ekki að mussufólk og grænhöfðar fái að ráða einhverju? Það væri nýjung sem æti fljótt börnin sín.

4/12/06 01:00

Nornin

Mussufólkið vann!
Lýðræðið lifi!
[Hrópar ferfallt húrra]

4/12/06 01:02

Hexia de Trix

[Fagnar gífurlega]

Annars held ég að ég hafi nú ekki klæðst mussu í langan tíma. Jah, eða bara nokkurn tíma.

4/12/06 01:02

Ívar Sívertsen

Ég fagnaði svo mikið að ég snéri mig á ökkla á leiðinni á fagnaðinn...

4/12/06 02:01

Grágrítið

Ég vill að það sé bókað í fundargerðarbók að Hundinginn sagði klof.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.