— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 5/12/06
Sumarblóm

Upp úr daunyllri sinunni
stingur sjer fallvlat strá
tegir sig og riður burt
roðamaura skít og lúsum
sendinn er jörðin
svo grá og snauð
moldin er flúin
á haf út, með draumum aldanna.
drullan frá fyrra ári
þurrkuð fryst og þyðnuð
þvær ekki ræturnar
eða flytur þeim nokkurt
er hjálpar.
aumu og vesælu fræi
sem vonar að sumarið
komi áður en það fer.
rauð rigning
kaldhæðinn sunnan vindur
ládautt logn
sól bak við svolitla þúfu
sem þúfnabaninn missti af
sökum drykkju og óreglu vinnumanns
og skröllti í ósmurðri vjel.

ekki eru öll strá svo lítt heppin
að fá að vaxa upp
á rjettum tíma
og á rjettum stað
reyna, en fá frosið steypibað
styrðna og brotna
í logni,
er flýtti sjer suður
á haf út
út í tómt myrkrið
sem umlykur vonlítla tilveru
lítils og vesæls strásins
stráksins.

hundi

   (23 af 145)  
5/12/06 05:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hressandi & kjarnmikið kvæði. Gleðilegt sumar !

5/12/06 05:00

krossgata

Ég vona að sumarið komi áður en það fer.
Skál!
Ertu þá kominn með hugvitshlut?

5/12/06 06:00

Kondensatorinn

Vorið er komið.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.