— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/04
Eins og jeg man það. Af stað.

Morguninn rann upp. Jeg var spenntur.<br /> Himininn fagur blár og það glitraði á ís jakana úti á firðinum. Sólin skein skært og það var heitt. Um 20 gráður, í lok Ágúst mánaðar.<br /> Elisabet kom sjer í larfana og hvaddi með brosi og þakkaði fyrir nóttina. Ölið og skotin frá kveldinu áður mynntu á sig í höfuðbeininu og það síðasta sem mjer gat dottið í hug var einhver morgunverður. Nei takk.<br /> Þess í stað hjelt jeg beint niður á höfn til að hitta á Lasse og Aqqalu, svo við gætum lagt af stað í ógleymanlegt ferðalag.<br /> Báturinn var þarna á sínum stað. Fallegur og glænýr Norskur Uttern, með 130 HP Mareener utanborðs mótor.<br /> En hvergi var Lasse.<br /> Aqqalu var mættur þarna og sýndist ekki kippa sjer upp við að Lasse vantaði. Mjer datt í hug sem snöggvast, að þetta væri al vanalegt. Svo jeg ljet mjer ekki bregða.<br /> Vinur Lasse, Hans var niður á bryggju og beið eftir bátsfari yfir fjörðinn, heim til Tassiussaq, Handan Bröttuhlíðar, Qassiarssuq. En þar átti hann konu hund og einar 500 kindur.<br /> Aqqaluq kom til mín, aldrey þessu vant og yrti á mig af fyrra bragði. Lasse er enn fullur held jeg. Sagði hann, og settist á einn bryggju pollan og laggði frá sjer hryggsekkinn.<br /> Það er allt í lagi, bætti Hans við. Veðrið er gott. Eða kanski öllu heldur; Aajunngilaq, sila nuennaq! Hann brosti breitt og horfði yfir fjörðin í áttina heim. Brosti öllu sínu, skökkum tönnum og skítugum, með augn poka og skurð á hökunni. Sennilega eftir átök við einhvern af hrútunum sínum.<br /> Loks kom Lasse. Röltandi eftir götunni, með hryggsekk og enn í sömu köflóttu skyrtunni og í galla jakkanum. Með sólgleraugu og glott í andlitinu og sígaretta hjekk niður úr munnvikinu. Hann stoppaði hjá okkur og laggði frá sjer hryggsekkinn og teygði sig í pela af Gordons gini sem hann hafði í innaná vasanum. Teygði á og leyt út á fjörðinn.<br /> Förum. Sagði hann og vippaði hryggsekknum á vinstri öxlina.<br /> Svo landfestar voru leysta í fyrsta sinn af mörgum og við æddum út fjörðinn á fullu gasi.

Sjórinn var spegil sljettur og granít fjöllin og ísjakarnir spegluðust í ógleymanlegri fegurð, er við þeyttumst á fullri ferð milli jakanna á ferð okkar út í hið ófyrirsjeða.
Fyrsta stop var að Görðum, Igaliku. Þar sem bændur og búalið beið leiðsagnar þeirra kumpána.
Svo eftir ekki meira en 15 mínútur á sjónum, var slegið af og bátnum rennt inn í bugt til vinstri á leið okkar. Að stað er heitir Itilleq.
Þar var ankeri kastað og Toyota jeppi í eigu eins af bændunum var mættur niður á bryggju til að sækja okkur og aka okkur yfir eyðið að Igaliku, í 10 km fjarlægð. Staðsett í botni næsta fjarðar sunnar.
Fjelagarnir fóru rakleitt inn í stein hlaðið samkomuhús er til Igaliku var komið og Lasse segir mjer að hjer verði þeir í það minnsta í 3 tíma áður en haldið verður áfram.
Veðrið var fallegt svo jeg fjekk mjer indælan göngutúr um svæðið, aleinn. Og þarna voru greinilegar rústir af Víkingabyggð, er seinna lærði jeg að hafi verið eitthvert klaustur frá 12 eða 13 öld. En þarna var eitthvað svo miklu forvitnilegra fyrir mig að sjá. Nefninlega 100 manna nútíma bænda samfjelag svo langt frá öllu mannlegu að mjer fannst.
Góða stund gekk jeg um og tók myndir og heilsaði upp á krakka úti að leika sjer, innan um alls kyns dót. Utanborðs mótora, snjósleða, hundasleða og heyvinnuvjelar. Gott ef ekki var þarna ein KRONE heyðyrla, glæný, innan um hvað eina.
En eftir smá stund var jeg orðinn svangur, svo jeg renndi augunum yfir þorpið, til að sjá hvort ekki væri þarna eitthvert kaffihús eða kaupfjelag. Ekkert slíkt sá jeg svo jeg snjeri mjer að rosknum manni, sem þarna stóð og starði út fjörðinn. Hann átti flatt hey úti og þóttist sjá rigningu í aðsigi og hafði áhyggjur. Sjálfur skyggndist jeg út fjörðinn og sá hvað verða vildi eður ey. Vatt mjer að manninum og sagði á ljelegri dönsku að það rignir ekki í dag. Og spurði hann hvort hann ætti eitthvað matarkyns fyrir Íslending.
Íslending át hann upp eftir mjer. Komdu inn sagði hann. Hann bjó í reysulegu og fallegu húsi rjett hjá okkur, ásamt aldraðri móður sinni.

   (74 af 145)  
1/11/04 05:00

Jóakim Aðalönd

Ég bíð spenntur!

1/11/04 05:01

Sæmi Fróði

Þetta er hin allra besta skemmtun!

1/11/04 05:01

Heiðglyrnir

Og en eykst spennan..!..

1/11/04 05:02

hundinginn

Findnir...

1/11/04 06:00

Kargur

Frábær lesning Hundingi.

1/11/04 07:00

dordingull

Nenni ekki að lesa framhaldssögur, nema þessa.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.