— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 4/12/04
Vorverk.

Ábendingar til þeirra sem hugsa sjer að taka bíldruslu sína í gegn fyrir sumarið.

Ágætu fjelagar.

Svona gerir hundinginn bílfjósið klárt fyrir sumarið og hreinsar vertarskítinn í burt.

Þvotturinn.
Vætið vagninn og sprautið á hann tjöruhreynsi. Vætið hann svo aftur og setjið volgt vatn í fötu og blandið einum bolla af bílasápu í vatnið.
Nuddið bílasápunni á með svampi. Toppinn húdd og skott fyrst og skolið af með vatni.
Takið svo báðar hliðar niður á miðjar hurðir og framhluta og afturhluta og skolið af með vatni.
Nuddið svo í lokin niður á sílsana báðu megin, dekk og felgur einnig og skolið svo allan bílinn með vatni.
Þá ætti druslan að vera orðin hrein og fín að utanverðu.

Gott er að taka svo góðan rúnt í regni og bruna í hreina polla og hjólför á góðri siglingu, til að skola undirvagninn.
Þurkið svo skrjóðinn vel með apaskinni þegar heim er komið.

Inniþrif.
Takið nú allt draslið út, sem safnast hefur upp í öllum hirðslum og gólfum.
Fáið ykkur svo góðan vafning af Pólér tork og úðið Son of a gun á torkið. Nuddið svo vel mælaborð og hurðarhliðar og allt sem þolir vott nudd.
Hafið húdd, skott og hurðar opnar.
Endið inniþrifin á því að fara í öll fölsin. Endið á húddinu og skiljið allt eftir opið.

Bón.
Byrjið á því að bera Íslenskt Hraðbón í öll föls. Skott og húdd líka.
Þurkið svo bónið af með góðum vöndli af Pólér tork.
Berið svo bónið á toppinn og þurkið af strax á eftir.
Svo skal bera bónið á afturbrettin beggja megin, með hurðir opnar. Þurkið svo bónið af og lokið afturhurðum.
Berið svo bónið á skottlokið. Lokið því svo og þurkið af.
Berið svo bónið á fram brettin beggja megin og þurkið af.
Berið svo bónið á húddlok. Lokið því og þurkið bónið af. Berið að endingu bónið á fram hurðir, lokið þeim og þurkið af.

Fínt er að sprauta Back to black á stuðarana að framan og aftan og þurka svo af með Pólér tork.
Sprautið einnig á dekkin og látið standa á þeim án þess að þurka af.

Látið helvítis felgurnar vera, því að þær eru alger martröð að þrífa.

Takk.

   (113 af 145)  
4/12/04 05:01

Þarfagreinir

Og þakka þér fyrir góð ráð. Engan á ég bílskúrinn, en skrjóðnum veitti ekki af smá yfirhalningu fyrir sumarið.

4/12/04 05:01

Vamban

Þarf að þrífa bíla?

4/12/04 05:01

hundinginn

Gleymdi að nefna að vitanlega á konan að gera þetta.

4/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Hvað á maður að gera við brugg-græjurnar á vorin?

4/12/04 05:01

Sverfill Bergmann

Bóna þær og setja svo allt á fullt.

4/12/04 05:01

hundinginn

Skola þær með kúahlandi, blönduðu rúgbrauðsmylnsnu.

4/12/04 05:01

Ísdrottningin

,,Látið helvítis felgurnar vera, því að þær eru alger martröð að þrífa."
Hvað meinarðu maður, þær eru eitt af aðalatriðunum, fátt ljótara en að sjá huggulega og vel þrifna bíla á ryðguðum (eða flögnuðum ál-) felgum...
En ef ástandið er svona slæmt hjá þér þá mæli ég með að láta sandblása þær.
Brugggræjurnar á að sjálfsögðu að nota til að leggja strax í aftur...en má svo sem skola og bóna fyrst ef vill.

4/12/04 05:01

hundinginn

Það á ekki að rambast við felgurnar. Of mikil vinna. Bara kaupa nýtt! Þegar búið er að leggja í auðvitað.

4/12/04 06:00

Vímus

Hundinginn er alltaf á felgunni. Er ekki öllum það ljóst?

4/12/04 06:01

Lómagnúpur

Ekki gleyma því að taka keðjurnar undan og láta galvanísera þær og sansera fyrir næsta vetur.

4/12/04 06:01

Fíflagangur

Ef þú ert að tala um alvöru vetrarskít á bílum sem eru notaðir eitthvað að ráði, er náttúrulega afspyrnuheimskulegt að væta drusluna áður en tjöruhreinsirinn er borinn á. Það þýðir bara enn fleiri umferðir.

Felgur má taka með olíuhreinsi og háþrýstisprautu nokkrum sinnum á víxl milli hinna aðgerðanna allra.

Svo er líka snjallt að fresta þessu bara fram á næsta vor.

4/12/04 07:01

Heiðglyrnir

þetta er fínt hjá þér hundingi minn. Nú er hægt að taka einn og einn Laugarveg.

4/12/04 09:02

hundinginn

Hann seldist eins og skot eftir þessa yfirhalningu.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.