— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/06
Vott er en ekkert vífið

Lífið

Djö. hvað hvasst er enn
hvinnur og menn
kemur sólin senn
síldar renn

helv. öldungis öld
öfug og köld
þindin þúsundföld
þamb öll kvöld

ansk. með hund í haldi
hylur faldi
skipar með voða valdi
vá á undanhaldi

bölv. skuða skol
skakað á hol
ljót ein bumba í bol
bullóþol

skramb. hygginda hagur
hundingjabragur
ylla má sig magur
mánudagur

Ekkert til sín tekur
toppstykkið lekur
válega viðrekur
vígi skekur

Guð hjálpi okkur.

   (18 af 145)  
2/11/06 19:01

Jarmi

Fjand. haleluja!

2/11/06 19:01

Upprifinn

Fokk og sjitt

2/11/06 19:02

Kargur

Amen.

2/11/06 19:02

Andþór

Mjög helv. mikið skemmtilegt!

2/11/06 20:00

Dula

Helv, toppstykkið hefur nú haldið í þetta sinn.

2/11/06 20:00

blóðugt

Andsk. Helv. Djö. Skí. Dru. fínt.

2/11/06 21:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Vert meira h´erna því hinir kynheilögu eru að repa
mig

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.