— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/04
Jeg er kol brjálaður!

Urrandi band vitlaus!

Djöfuls drullu delar. Helvítis hóruunga hommar. Andskotans úldnu örverpi!

Nenni ekki að standa í þessu meir!

Hef hingað til staðið mig vel í vinnu, en til hvers?
Manni er ættlað að aka 50 tonna viðbjóði um á SUMARDEKKJUNUM.
Vagn viðbjóðurinn sífelt lekandi glussa og dekkin slitin inn að striga.
Síðustu dagana hefur drullu púða settið strandað í Hvalfjarðagöngum, með tilheyrandi reykjar mökk og látum. Hljóðkúturinn ónýtur og BRENNIR bjevítans loftslöngurnar meðan bíllinn er í fullu átaki að draga ógeðið upp úr göngunum. Beinlínis HÆTTULEGT!

Svo átti jeg bara að skipta um hljóðkút á trukknum í myrkrinu drullunni og slabbinu?

OG JEG HEF EKKI EINU SINNI FENGIÐ LAUNUN MÍN!!!
Ný búinn að kaupa kjallara holu í þessari viðbjóðslegu Reykjavík, á 100 percenta láni, sem jeg verð að greiða af með YFIRDRÆTTI!!!

Konuna vantar vetrardekk. Mig vantar skó og vetlinga.

OG JEG Á EKKI EINN EINASTA VESÆLAN BLÚT TIL AÐ GRENJA Í!!!

FARINN, drullusokkar
hundi

   (72 af 145)  
1/11/04 07:01

Hundslappadrífa í neðra

Já vinnuveitendur þínir eru greinilega drullusokkar, samhryggist innilega.

1/11/04 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Enn af hverju ert þú að skipta um dekk á konunni? það er bráðum að koma sumar

1/11/04 07:02

hundinginn

Þoli ekki að sjá hana spólandi! Bjáni!

1/11/04 07:02

Litli Múi

ofboðslega eru allir pirraðir hérna uppá síðkastið!

1/11/04 07:02

Galdrameistarinn

Reyndu að hafa kveikt á símanum hundurinn þinn svo ég geti hringt í þig og skammast í þér.

1/11/04 07:02

Leir Hnoðdal

Settu niður gleraugun og reykspólaðu fyrir utan hjá forstjóranum þangað til felgurnar skera upp malbikið og bakkaðu svo yfir húskofan hans

1/11/04 07:02

Nermal

Þessir vinnuveitendur ættu að skammast til að hafa bíltíkina í lagi. Ekki bara þín vegna heldur vegna annara í umferðini líka. Ég vil persónulega að 50.000 kg trukkar geti stoppað þó hálka sé. Bara renna á fjölskyldubíl eigandans og segja... úbbbssss gat ekki stoppað !!!

1/11/04 07:02

hundinginn

Galdri. Jeg er vanur að slökkva á gemsa druslunni þegar illa stendur á mjer. Og það er einmitt nú!
Hvað með bara að brenna helvítið? Trukkinn það er að segja. Og drulla svo á brunarústirnar.

1/11/04 07:02

Offari

Ertu nokkuð Pólskur?

1/11/04 07:02

hundinginn

Farðu nú ekki offari!

1/11/04 07:02

Ívar Sívertsen

Segðu okkur hver vinnuveitandi þinn er og við skulum koma og benda á hann og hlæja að honum þangað til hann lagfærir bílinn og vagninn.

1/11/04 07:02

Hakuchi

Nær væri að passa barnaskara. Þú gætir fengið slíka vinnu undir eins. Það er illa borgað en þó borgað.

1/11/04 07:02

Kargur

Ég samhryggist hundingi minn.

1/11/04 08:00

B. Ewing

Er ekki málið að klára dekkin með því að stinga á öll dekk sem eru ónýt, koma þannig bílnum úr umferð þangað til ný dekk koma...

1/11/04 08:01

hundinginn

Jeg gerði þetta bara sjálfur! Ættli nokkur vilji svona hóru í vinnu?

1/11/04 08:02

Jóakim Aðalönd

Haltu áfram med Graenlandssoguna. Vonandi faerdu útborgad fljótlega.

1/11/04 09:02

hundinginn

Geri það Jóakim minn. Verð vonandi í stuði til þess aftur seinna.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.