— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 31/10/05
Sagt hef jeg lítið.

Hef verið Bagglýtískt fjarskaddaður undanfarið.

Sagt hef ég lítið um stund,
lítið sem ekkert, ó ekkert.
Leitt þykir það mjer öldungis ósköp,
já mikil óskapar ósköp.
Hugur minn fastann fjekk blund,

Ylla er fastur í fasi
fastandi á andans glas, vatnsglas.
hvur getur losað mína lund,
um stund, svona augnabliks stund.
hætta skal jeg þá öllu masi.

Þið eruð ágæt...

   (38 af 145)  
31/10/05 20:02

dordingull

Gaman að sjá þig.

31/10/05 20:02

Þarfagreinir

Skál byttan þín.

31/10/05 21:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Snillingur ert þú Hundi

31/10/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Skál!

31/10/05 22:00

Anna Panna

Skál, þú getur sjálfur verið ágætur...

31/10/05 22:02

Tigra

Ætlaru þá ekki að fara að blaðra aðeins meira?
Hvar er Ittu?

31/10/05 23:02

hundinginn

Ittu var sendur í trúboð á Kambala eyjum. Vissirðu það ekki?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.