— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/11/03
Nokkur orð...

...rituð á framandi lyklaborð af lesblindum náunga. Munu þessi skrif væntanlega reynast mjer erfið. En jeg skal reyna.

Hvar stöndum við í dag. Hvert hafa forverar okkar leitt okkur, börn fortíðar og skuggar feðra okkar og forvera.

Heimurinn er ekki eins og jeg hefði óskað mjer að taka við honum. Ekki það að jeg persónulega sje að taka við einhverju sjálfu mjer til handa, heldur kynslóð mín öll, systur og bræður.

Mannkynið allt í sjálfu sjer er á fullri ferð niður öngstræti glötunar á einum stað en á fullri ferð fram á við annars staðar. Ennþá eru landamæri, hefðir, trúarofstæki, ofbeldi og viðbjóður hvaðanæfa sem lytið er, ef menn hundskast til að horfa.
Jeg segi mannkynið allt, en ekki við sem einstaklingar í sjálfu sjer. Sum okkar óska þess hvað heitast að jörðin sem við skiptum á milli okkar væri ein heild, sem hún er vitanlega í raun og veru, sje litið til þess að jörðin sem við höfum afnot af er aðeins eitt agnarlítið korn í kvörn alheimsins.

Jeg vil ekki hatur manna á milli, eða skoðanna á milli. Jeg vill skilning og stuðning allra, á hegðun okkar og uppvexti hvaðanæfa. Hlutleysi í skoðunum okkar, sem eru á stundum byggðar á hroka og skilningsleysi. Allt sem er næst mjer er hvað rjettast og best í veröld allri og hin hliðin á því er sú heimska að kunna ekki að nota þau tæki sem liggur í genunum, að skoða, sjá, skilja og umbera vitleysuna í öðrum.

Með þessum pælingum er jeg ekki að draga fram í dagsljósið eitthvert einstakt augnablik mannkinssögunnar í nútíð nje þátíð. Heldur einungis að opna huga minn sem einstaklingur, sem þrátt fyrir allt er hugsandi, og kanski of mikið hugsandi. Það plagar mig.

Forverar okkar hafa ekki skilað góðu búi. Mannkynið er í stórum dráttum fjandsamlegt sjálfu sjer, uppfult af inngrónum fullyrðingum um eigið ágæti. Sem er auðvitað gott, sje það ekki fylgifiskur þeirrar hugarblekkingar að hið ókunnuga sje ógn við okkar eigin tilveru. Okkur hættir til að álíta að það sem við þekkjum ekki, sje annað hvort ljótt eða lágkúrulegt. Og jafnvel hættulegt.

En er það hættulegt? Þangað til við sjálf fordæmum annað fólk og fyrilýtum framandi skoðanir. Skoðanir sem forverar þeirra, eða hinna, hafa alið og kennt sínum afkomendum. Og viljum auðvitað koma okkar hugmyndum fyrir í höfði þeirra með góðu eða illu.

Kvenær mun jörð okkar, sem þeytist um himinhvolfin í brothættni sinni, verða okkar allra athvarf? Heimili okkar allra sem búa hana og gæta. Í það minnsta eiga að gæta. Hvað gerum við og hvert förum við ef okkar ástkæra móðir rýs upp á afturlappirnar með hóstaköstum og andköfum og beilar hreint út sagt? Sendir okkur nakin út í himinhvolfið, þar sem við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór, á meðan við svífum dauðfrosin um tómið, án fótfestu og hlýju andrúmsloftsins.

Fyrirgefið mjer kæru bræður. En jeg hef áhyggjur. Áhyggjur af andvaraleysi náungans. Sinnuleysi meðbræðra minna, nær og fjær. Fjandskap fáfræðinnar, sem gæti leytt okkur til glötunar og innhverfs sjálfsflótta hugarstíflu og hræsni. En þessi auðmjúku orð eru rituð af manni sem sumir kjósa að kalla heiðingja. Enda trúlaus að sumra mati.

Ættli heiðnin í allri sinn einlægni og barnalegu manngæsku verði á endanum til þess að koma okkur aftur á rjettan kjöl? Eða munu börn mín og barnabörn liggja titrandi af kulda á kyli riðkláfsins, sem sum okkar vilja kalla heimili okkar allra, bíðandi þess að hvolfa og hverfa niður í náttmyrkrið og nýstings kulda tæmisins. Tímans sem stöðvast.

Eða mun blessað mannfólkið nota höfuðið og læra einhvern tímann að nýta þekkingu sína og veraldlega arfleið, öllu jarðlífi til góðs?

Þakka þeim sem lásu, þessi ómerkilegu skrif. Friður!

   (135 af 145)  
2/11/03 03:00

Nornin

Ég finn hvernig heimurinn flýtur
í hamsleysi, enginn sér leið.
Undir eina stjórn allt lífið lýtur,
leiðin til frelsis er aldrei greið.

Ég verð að vera sammála þér kæri.
Við erum sofandi á verðinum. Við bíðum alltaf öll eftir að einhver annar lagi vandamálið því okkur finnst við yfirleitt of smá til að skipta máli.
Heiðnin er val nýrrar kynslóðar að mínu mati. Fjölgyðistrú er öllum opin sama hvaða skoðanir fólk aðhyllist og trúleysi dæmir engann heldur. Skipulögð trúarbrögð með einn alsjáandi guð eru jafn gagnslaus í verki og kommúnismi. Virkar í þeoríu en ekki í veruleikanum. Maður á ekki að drepa fyrir sína guði. Ef guðirnir eru til, sem ég efast oft um þegar ég horfi á fréttir, þá ættu þeir að geta útkljáð sín mál sjálfir.

2/11/03 03:01

hundinginn

Já Norna. Þetta var nú bara svona hugleiðing hjá mjer. Jeg ætti kanski að gera þessa hugleiðingu að árvissum viðburði. Smella inn einu svona fjelagsriti hjer inn árlega í Desember.
Eða hættir mjer kanski til að vera of djúpur í pælingum? Og djúpur fyrir mitt ágæti í sjálfu sjer.

2/11/03 03:01

Heiðglyrnir

Mér hefur sýnst kæri hundingi að okkur veiti nú bara ekkert af örlítilli dýpt bæði hér og annars staðar. Og er ekkert að draga úr minni þáttöku í þeim andans grynningum, en flýtur meðan ekki sekkur, og meðan svo er höfum við tækifæri til að takast á við okkar innri djöfla svo og þá sem að sækja, tek fram að djöflar er hér aðeins notað sem samlíking, þar sem lítil trú er á slíkum fyrirbærum hjá þeim-er-ritar, þessi pistill er gott og þarft framlag, þá er ég líka hrifinn af viðbót nornarinnr, þó að ég telji orðið, "trúleysi" vera vont orð til að lýsa trú hvort sem hún er á stokk og stein eða ekki nein, þá verður því ekki á móti mælt, að um trú er að ræða.

2/11/03 03:01

hundinginn

Takk fyrir. En jeg er bara alls ekki að tala um trú, ef grant er skoðað. Enda hef jeg helbera óbeit á henni.
Elska ykkur samt!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.