— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/04
Með leifi Núma.

Uggvænleg er þróunin og allt er að fara fram úr sjálfu sjer.<br /> Þetta getur ekki farið vel. Verkvit glatast og varla þarf að segja meir.

Nútíminn og nýjaldisminn fær öngva stjörnu hjá mjer.

Hámenntun.
Best er að hafa þetta framarlega til að vekja áhuga þinn.
Já sei sei. Best er auðvitað að sem allra allra flestir hypji sig á háskólabekk til að læra eitthvað gagnlegt og ógagnlegt. Og auðvitað eiga þessir háttvirtu menntamenn ekki að þurfa að reiða fram Böggur fyrir bragðið. Helst af öllu er að þjóðin eignist sem allra flesta spjekúlanta til þess að rýna í sagnfræðin og siðfræðin. Að jeg tali nú ekki um göðfræðin.
Mikilvægt er fyrir ekki stærri þjóð, að hafa úr sem flestum aumingjunum að moða, þegar skipa á í ómissandi stöður. Líkt og djákna, organista, oddvita og aðrar hempur. Enda hrein furða hvað þarf mikið af þessu. Held jeg einn á móti hvurjum þremur vinnandi mönnum-konum. Já og þeim fer fækkandi meira að segja. Þetta endar bara á einn hátt. Hið eðlilega hlutfall er að snúast við fyrir framan smettin á okkur.


Muna samt að sturta niður!

Handverk og hausverk.
Jeg vill meina, handverksmenn og hugvitsmenn.
Sífellt fer þeim fjölgandi sem vinna með höfðinu, á kostnað þeirra sem nota líkaman upp að haus. Eða fyrir neðan háls. Skólarnir keppast við að æla út alls kyns fræðimönnum-konum, til að segja sífelt fækkandi hópi vinnuþræla fyrir verkum. Hvernig í króknuðu krummaskuði getur það gengið, að á meðan tuttugu einstaklingar eru að mennta sig í arkitektúr og innanhús hönnun, er einn. EINN væskills apaköttur að puða við að nema listir múrverksins. Kanski tveir. Já TVEIR að pukrast við að læra að tengja ekki græna vírinn við þann rauða. En svona öfugþróun er augljós nú þegar. Pollverjar og austanmúrsmenn eru fluttir inn í gámum til að reyna að gera þessu yfirmanna hyski til geðs. Innlent vinnulið hrekkur ekki til. En samt eru þessir fílabeins turna tugthúsmats taranterar allt allt of margir fyrir þau fáu og oft of stóru verk sem vinna þarf.
Mennt er máttur!


Fimm af þessu aumingjum verða að dífa höndum sínum í kallt vatn ef ekki á að fara illa!

Innflytjendur.
Þá er ekki átt við þá sem flytja hingað, heldur þá sem flytja inn.
Hvurn óbermis öldungis andskotann eigum við að gera með tuttugu gerðir af uppþvottalegi? Þrjátíuogfimm mismunandi skeinipappír? Seytján stærðir af smokkum? Nítján nöfn fyrir nælonsokka? Mjer er spjaranna spurn! Það er auðvitað bara best að kuldrast í kámugum skóla til fertugs. Á kostnað þeirra sem borga skattinn, og setjast svo á feitt rassgatið í einhvern innistól við borð og síma og allt. Hringja svo í byrgjann í útlöndum og láta hann senda gáma farmana að óþarfa saurlifnaðs rusli handa líðnum til að spreða gjaldeyrinum í. Tja, miklu þægilegra en að veslast upp við útivinnu og puð í öllum veðrum. Aumingjar!


Dansið nú djásnin mín. DANSIÐ!

Elska ykkur.

   (96 af 145)  
9/12/04 06:01

Hakuchi

Ósammála öllu en þetta var glæsilegur og skemmtilegur pistill.

9/12/04 06:01

B. Ewing

Hakuchi þó! [Horfir raunamæddur á Hakuchi] Það er dagsatt að það er gríðarlegur skortu á þeim sem kunna að tengja tvo víra rétt saman. [Horfir enn raunamæddari á Hakuchi og bíður...]

9/12/04 06:01

Heiðglyrnir

Já, seisei! Skemmtilegur og hressandi pistill, en hér er bara fundið að. Engar hugmyndir um hvernig við eigum að bjarga þessu öllu saman.

9/12/04 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

flott rit til hamingju með nafnbótina sem þú berð með sóma

9/12/04 06:01

Hakuchi

Það er reyndar rétt hjá þér Bobby minn. Svo er múverk göfugasta starfsgrein sem til er á jarðríki. Synd að ekki fleiri skuli sýna því áhuga. Það er skítnógur monníngur í því.

9/12/04 06:01

hundinginn

Æ hvur skollinn. Tók ekkert eftir þessu. En kæri Heiðglyrnir. Ein lausn á aðsteðjandi vanda, er til dæmis að hleypa krökkunum ekki of fljótt í fílabeinsturnana. Láta þau læra skítverkin fyrst. Þá er hægt að nýta krafta þeirra víðar en á skrifstofunni.

9/12/04 06:01

B. Ewing

"Já krakkar, fariði og mokið flórinn" agði kennarinn. Daginn eftir hringdu tuttuguogfjórir æfareiðir foreldrar í skólann og kennarinn þurfti að taka pokann sinn sama dag.

"Samfélaginu er borgið gegn þessu hættulega fólki sem kemur ranghugmyndum um lífið fyrir í kollum barna okkar" sögðu foreldrarnir daginn eftir.
Endir.

9/12/04 06:01

Hakuchi

Ég bendi á að margir fara í flórinn í sumarfríum. Ég var t.d. múrarahandlangari í 5 sumur í gegnum framhaldsskóla.

Það var lærdómsríkt og gott djobb, þó það hafi farið illa með bakið á mér.

9/12/04 06:01

Krókur

Þetta er skemmtilegur pistill en ég er samt ósamála líkt og Hakuchi. Ef hundinginn hefði tekið betur eftir í sögutímum, þá hefur átt sér stað iðnvæðing og tölvubylting og allt þar á milli og hafa vélar og tölvur leyst marga erfiðisvinnuna af hólmi. Margir hverjir sem eru í þessum svokölluðu "fílabeinsturnum" eru einmitt að þróa fleiri tæki og tól til að létta okkur lífið og eru nýleg dæmi um það Internetið og nútíma frystitogari. En dæmin eru mýmörg.

9/12/04 06:02

hundinginn

Við þetta tapast jú verkvit. En án þess að jeg sje afturhaldsseggur, þá þarf nú enn að vinna mý mörg störf. MEÐ HÖNDUNUM! Það má ekki vera of mikil einstefna í þessari botngötu mínir elskuðu vinir.

9/12/04 06:02

Nornin

Ég er sammála Hakuchi og Króki.

Ég get tengt klær og símainntök (eins og allar alvöru konur) og jafnvel nelgt nagla eða tvo ef þess þarf, en ég fæ ekkert út úr því. Mér finnst það hreint út sagt leiðinlegt að vinna líkamlega vinnu.
Réttir þú mér hinsvegar bók til að grúfa mig ofan í er ég hamingjusamasti ormur á jarðríki.

Við erum til allrar lukku öll svo ólík.

9/12/04 06:02

Sjöleitið

Skemmtileg lesning, enda fékk hugvit þar að ráða.

9/12/04 07:00

Glúmur

Skemmtilegur pistill og ég er ofurlítið sammála atriðinu varðandi innflutninginn, nema hvað ég tel að það séu ekki 17 mismunandi stærðir af smokkum, í það minnsta sagði Bölverkur mér að það væri bara ein stærð af þeim.
Ég held svo að Hundinginn mætti líka líta ofurlítið á það hverjir það eru helst sem borga fyrir þjónustu rafvirkja, múrara og annarra handverksmanna. Handverksmenn hafa aldrei verið betur metnir í þjóðfélaginu en nú, það er mikið að gera hjá þeim og launin góð - nema auðvitað fyrir vesalings unga fólkið sem þrælað er út af meisturum sínum.

9/12/04 07:01

hundinginn

Kanski ekki 13 stærðir af smokkum. En ansi margir litir og bragðefni hef jeg heyrt. En gæti verið að það sje svona mikið að gera hjá handverks mönnum-konum vegna þess að hlutfallið er svona skakkt eins og pistillinn segir?
Mjer skilst að risa gróðurhúsið í Borgartúni verði reyst af Pólskum smiðum á tímakaupi og verkstjóri yfir þeim verður eini Íslenski smiðurinn, Líka á tímakaupi. Uhh, hver borgar fyrir það svona merkilegur?

9/12/04 07:01

Krókur

Hlutfallið milli handverks og hugverks hefur skekkst aftur á allra síðustu árum í átt að handverkinu einfaldlega vegna þess að ríkið fór út í miklar og dýrar framkvæmdir á hálendinu og fyrir eystan. Þetta hefur þýtt að krónan hefur styrkst svo mikið að útflutningsfyrirtæki eiga í vök að verjast. Það er ekki bara fiskur sem er fluttur úr landi heldur hugverk líka og hefur þetta reynst þeim fyrirtækjum sem byggja á slíku erfitt. Fyrirtæki á borð við Marel, Íslenska erfðagreiningu og Össur hafa annaðhvort þurft að draga úr umsvifum sínum eða færa þau til útlanda.

9/12/04 07:02

Skabbi skrumari

Skemmtilegur pistlingur... salút hundingi...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.