— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/03
Rafmagnað!

Rafmagnað trillitæki með tökkum og allt.

Einmitt það já. Jeg var að sækja bílskrjóð sem jeg keypti í dag. Einhver Þýskur hraðbrautarvagn með takkahrúgumælaborði og 400 Hö 12 cil. rokk. Hvííííílikt og annað eins í veröldinni segi jeg nú bara. Allt út atað í tökkum og græjum sem jeg kann ekkert á og mun sjálfsagt aldrey læra á. Sennilega er best að láta konuna bara hafa´nn. Hún er svo lekkert og góð í höndunum. Gamli góði pikköppinn er fínn fyrir mig. Og auðvitað Econoline-inn sem jeg höslaði í leiðinni í dag, fyrir konungshjónin. Jeg held að jeg sje orðinn eitthvað gaa gaa. Nú verð jeg sjálfsagt í fyrsta skipti á ævinni að hundskast til að versla mjer jakkaföt. Ekki er hægt að vera í rifnum gallabuxum í svona drossíu er það?

Hvað í ósköpunum er jeg búinn að gera?

   (139 af 145)  
1/11/03 22:01

Heiðglyrnir

Verða það ekki að vera BOSS jakkaföt fyrir uberman

1/11/03 22:01

hundinginn

Seg þú mjer. Ekki hef jeg hunds vit á þessu.

1/11/03 22:02

Omegaone

Guð gef mér svona þýskan eðalvagn.

1/11/03 22:02

Finngálkn

BMV 750i eða Benz SEL 600? Og hvaða módel?

1/11/03 22:02

Omegaone

Benz 190 sle 2004. Eyðir minna og mér liggur ekkert á.

1/11/03 22:02

Tigra

Látttu Sigfús kenna þér á þetta

1/11/03 23:00

hundinginn

Jeg hef svikið lífið sjálft vinir mínir. Dauðir hlutir maður lifandi!

1/11/03 23:01

Jóakim Aðalönd

Sjálfur á ég Rolls-Royce Silver Shadow 1969. Alveg eðall.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.