— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/03
Hvað varð um þá?

Víkingana sem bjuggu á Austurbyggð og Vesturbyggð Grænlands.

Við þekkjum söguna um Eirík rauða, og alla þá víkinga sem fluttu til Grænlands í kjölfar hans.
Á árunum 1000 til 1300 var gott veðurfar á norðurslóðum. Og menn gátu lifað af kvikfénaði og heyjað fyrir veturinn. Allt í lagi með það og allir hamingjusamir.
En svo fór að harðna í ári. Prestar og biskupar (sem Inuitar kölluðu Qallunaatsiaq, eða Síðhettur) hreinlega bönnuðu öll samskipti við skrælingja (Inuita) og héldu menn fram í lengstu lög áfram að berjast við að halda húsdýr, sem var orðið ógerningur. Og þeir sem ekki héldu lengra í vestur, til Vínlands, eða snéru heim til Íslands eða Noregs, drápust á endanum úr hor og vosbúð, í ullarlörfunum.
Frá þessum tíma hafa fundist rústir Inuitabyggða og Víkingabyggða út um allt suður Grænland. Og þegar grant er skoðað, sjást tannaför á útnöguðum beinum af kindum kúm og jafnvel hundum, í bæjarrústum Víkinganna. En í Inuita rústum eru beinin ó nöguð og varla skemmdir á þeim að sjá. Sem segir manni, að Inuitar höfðu úr nógu að moða, líkt og þau 5000 ár sem þeir hafa búið þarna. En Víkingarnir, með sína Evrópsku siði bara lögðust á bæn þegar allt var um þrotið.

Ekki þykir mér ólíklegt að Inuitar hafi drepið marga þeirra, hreinlega til þess að þurfa ekki að horfa á þá þjást.

Bölvaðar síðhetturnar!

   (144 af 145)  
31/10/03 19:00

bauv

Já þar er ég nú sammála þér.

31/10/03 19:01

voff

En hefurðu skoðað tannaförin? Lítill fugl hvíslaði því að mér að othódontísk rannsókn hafi leitt í ljós að s.k. augntennur í efri góm nagarans/nagaranna hafi verið óvenjulega langar. Það skyldi þó ekki vera að íslendingabyggðin á Grænlandi hafi fengið heimsókn frá Börnum næturinnar?

31/10/03 19:01

bauv

Gæti það ekki hafi verið börn dagsins!!

31/10/03 19:01

hundinginn

Einga vitleysu strákar. Það gæti allt eins verið að þeir hafi hoggið hvern annan niður og étið í allri nauðinni. Hafi menn prófað að vera kaldir og matarlausir í nokkra daga, þá leggja menn vissan skilning í þetta.

31/10/03 19:01

hundinginn

Fjandinn. Þarna misti ég nafnbótina Tossi.

31/10/03 19:02

Hakuchi

Þetta er athyglisverð kenning. Ætli það hafi verið gerðar DNA rannsóknir á inúítum til að ákvarða hvort þeir hafi einhver hvítingjagen í sér? Þætti fróðlegt að sjá það í ljósi kenningarinnar um að samfélögin hafi á endanum blandast.

31/10/03 20:00

hundinginn

Ef ekki þá er það of seint, því í það minsta mitt gen er komið þangað og sjálfsagt dálítið að Dönskum...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.