— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/04
Það er svo erfitt að lifa.

Gagnrýni á nútímann.

Nútíma maðurinn-konan fær eina slímuga stjörnu hjá mjer.
Hann-hún... Best að kalla það bara ÞAÐ.
Það vaknar á lúxus dýnu, undir silki klæddum rúmfatnaðinum og nuddar stýrurnar úr augunum.
Lítur á klukkuna og fussar yfir því að þurfa að fara að vinna. Þó svo að líkamlegt erfiði fylgi því sko alls alls ekki.
Drattast inn á flísalagt baðherbergið og burstar tennurnar og skolar þær með fersku köldu vatni.
Skakklappast svo inn í eldhús og hellir kaffi í bolla úr sjálfvirku kaffivjelinni sem kveikir á sjer klukkan 7.
Flettir í blaðinu sem var að detta inn um lúguna.
Sesst svo upp í bílinn og burrar til vinnu sinnar niður í bæ. Finnur stæði í bílakjalaranum og tekur lyftuna upp á 4 hæð og sesst við tölvu sína.
Tekur svo lyftuna upp á 8 hæð til að matast klukkan 12. Fer í röðina með bakkann og fær skamtinn sinn.
Klárar vinnudaginn klukkan 5 og hringir heim, til að athuga hvort eitthvað vantar í ískápinn. Jú mikil ósköp. Helling vantar.
Egg.
Lambaframpart.
Mjólk.
Ost.
Timjam krydd.
Heilhveitibrauð.
Klósettpappír.
Þvottaduft.
Kaffi.
Kakó.
Já og nýjan kúst, ef pláss er fyrir hann aftur í jeppanum.

Þetta er erfitt líf.

   (98 af 145)  
9/12/04 03:01

Vestfirðingur

Er þetta Scott eða Nobile? Varla Amundsen. Hann var óheppinn, fraus meðan maðurinn sem hann átti að redda reddaði sér sjálfur!

9/12/04 03:01

Ittu

Sjálfur? Var það Fimmbogi Jerkoff?

9/12/04 03:01

Kargur

Já það er vandlifað í þessum heimi. Prýðilegt rit.

9/12/04 03:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hárrétt og gott rit.

9/12/04 03:02

albin

Erfitt líf, rétt er það.
En Timjam krydd, Heilhveitibrauð, Klósettpappír, Þvottaduft og kúst geymi ég ekki í mínum íssáp. Reyndar hvorki kakó né kaffi heldur en það er önnur saga.

9/12/04 04:00

hundinginn

Ó. Jeg sagði nú bara svona. En það er nú líkast til önnur saga einnig.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.