— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 5/12/04
Umkvæður.

Níðkveðskapur um mig einann!

Í hundalandi hlandi hafði
heldur betur skvett úr sjer
ljótur lorti undan lafði
lævíslegur skemmti mjer.

illa fullur allur orðinn
öldungis svo illa haldinn
hundingjans er horfinn forðinn
hangir illur drullu gandinn.

í vestur stefnir norður niður
nístings kuldi aftrar ey
Hvað skal gera tómur hviður
hvernig má fá hreina mey.

svangur sveittur djöflast hundi
svakalegur allur er
votur undan værum blundi
velkir sjer í úldið smjer.

ástir á í launum larfur
lygilega trilltur hann
hámar í sig skotinn skarfur
sker upp herör það hann kann.

ekki vilja á vega hans
verða kellur koðnaðar
endursendar til andskotans
við eldinn eru ornaðar.

nú mun nóttin undan skilja
níðingsháttinn skelfast svo
veltur undir hundvilja
vini finna mun jeg tvo.

sker og eyjar skelfa eygi
skollans hundaviljann nú
álitlegar allar megi
öskra undan hverri brú!

Einmitt.

   (104 af 145)  
5/12/04 23:02

Furðuvera

Mjahá.

5/12/04 23:02

Limbri

Þína skál kæri vin.

-

6/12/04 00:01

Hermir

Það er ekki sama hvort það er Jón eða Síra Jón.

6/12/04 00:01

Furðuvera

Ég ætla að leggja aftur orð í belg.
Þetta var virkilega flott, frumlegt, getur varla verið hollt en samt krýni ég þig konung níðvísanna. Skál!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.