— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/05
Voðalegur væll er þetta

Ég biðst forláts, en ég vorkenni ykkur ekki.

Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um að banna reykingar á veitinga og skemmtistöðum. Persónulega þá fagna ég því mjög, svona vegna þess að ég reyki ekki. Það er leiðinlegt að lykta eins og langreykt hrossabjúga eftir kvöld á djamminu.

En auðvitað fara vesalings reykingamennirnir að grenja og væla. Aumingja við..allir eru svo vondir við okkur. Tala jafnvel um mannréttindabrot í þessu tilfelli. En það er bara staðreynd að það þarf enginn að reykja. Þetta er val viðkomandi. Ég get ekki hætt að anda t.d.

Málið er bara einfalt. Það er bara komin tími til að taka sig saman í andlitinu og hætta þessum ósið. Þetta er óhollt, sóðalegt og dýrt. Pakki á dag í eitt ár kostar eins og mjög góð fartölva, svo dæmi sé tekið. Svo er verið að menga loftið fyrir mér líka. Eitthvað myndi ní hvína í liðinu ef maður gengi að bláókunnugum manni á skemmtistað og myndi láta feitann fret gossa. Sennilegast yrði maður barinn. En svo má hver sem er blása út 5000 mismunandi eiturefnasamböndum í minni návist.

Ég þekki fullt af fólki sem reykir, og það fólk er ekkert verra fólk en annað, það hefur bara því miður ánetjast þessum ófögnuði sem kallast tóbak. Svo er líka skrítið að þetta reykingabann hafi áhrif á viðkomu skemmtistaða, ef 20% af fólki reykir, ætti þá ekki að fjölga þeim sem ekki reykja þegar loftið er orðið hæft til innöndunnar?

   (84 af 97)  
2/12/05 16:02

Offari

Já það er svívirðilegt hvað allstaðar er verið að ráðast á þessa reykingarmenn. Næst verður þeim ábyggilega bannað að reykja fyrir framan börnin sín. Virðum rétt þeirra sem reykja.

2/12/05 17:00

Anna Panna

Er þessi fyrirsögn á færeysku eða hvað?!
Annars er ég frekar sammála (og það þótt ég fái mér stundum sígó á djamminu), það er hryllingur að koma heim og anga eins og öskubakki...

2/12/05 17:00

Jóakim Aðalönd

Það er stór galli í röksemdarfærzlunni hjá þér Nermal. Það er vissulega rétt að þú getur ekki hætt að anda, en hins vegar neyðir þig enginn til að fara út á djammið. Það er jafn ónauðsynlegt fyrir þig eins og það er ónauðsynlegt fyrir reykingamanninn að reykja.

Svona lög eru að mínu viti ólög. Mér finnst sjálfsagt að koma til móts við báða aðila. Af hverju mega veitinga- og skemmtistaðir ekki fá að ráða þessu sjálfir? Hvaða valdboð er þetta að eigandi staðarins fær ekki að ráða hvað fer þar fram? Það er enginn að neyða þá sem ekki reykja inn á staðinn. Þetta er svipað og með ,,röksemdarfærzluna" gegn hnefaleikunum hér í denn. Menn gætu jú huxanlega orðið fyrir meiðslum. Málið er bara það að það neyðir enginn neinn til að stunda hnefaleika og meiðslin eru því manninum sem þá stundar að kenna og engum öðrum.

Mér finnst fyrirkomulagið á Óðinsvéum til fyrirmyndar. Þar er óleyfilegt að reykja í matsalnum, en uppi á annari hæð er stofa fyrir reykingamenn og þar geta þeir eitrað fyrir sér í friði, án þess að eitra fyrir öðrum.

2/12/05 17:00

Jarmi

Markið orð mín, eftir 50 ár mun Evrópusambandið banna notkun tóbaks innan landa sinna. Mér er nokkuð sama, ég hef viljastyrk til að gera það sem hentar hverju sinni.

2/12/05 17:01

albin

Jóakim Aðalönd, það er einn galli á röksemdafærslu þinni. Og það er "hins vegar neyðir þig enginn til að fara út á djammið"
Af hverju ætti reyklaus maður að vera hér um bil ferðaheftur af því það eru svo mikil mannréttindi í því fólgin að eitra loftið fyrir öðrum.

Er ekki rétt hjá mér tekið eftir að verði þetta að veruleika meigi veitingamenn ekki hýsa reykkompu né byggja sér yfir reykningar, Það er algjör skömm (sé rétt tekið eftir)

2/12/05 17:02

Dexxa

Já mér finnst nú bara brot á mínum mannréttindum að geta ekki labbað inn á kaffihús eða jafnvel í verslun án þess að labba í gegnum þykkan reykjarmökk!!
Og þá vil ég líka alveg getað farið út á djammið án þess að fá í hálsinn og lykta ógeðslega..
Það að leyfa reykingar á skemmtistöðum er alveg jafn mikið brot á mínum mannréttindum eins og bann á reykingum er brot á fólki sem reykir!

2/12/05 17:02

Jóakim Aðalönd

Bull. Eg verd lika ad segja bull vid albin.

Thad er sjalfsagt ad banna reykingar i opinberum byggingum og odrum stodum sem folk virkilega naudsynlega tharf ad heimsaekja, en ad banna reykingar med logbodum a veitingahusum og skemmtistodum er ad minu viti brot a theim sem EIGA STADINA; ekki theim sem tha saekja. Thad eru hvorki mannrettindi theirra sem reykja ad reykingar seu leyfdar, ne heldur eru thad mannrettindi theirra sem reykja ekki ad OLLUM veitinga- og skemmtistodum verdi bannad ad hysa reykingamenn. Thetta a ad vera akvordun theirra sem eiga stadina; ekki theirra sem tha saekja og allra sist theirra sem setja log i thessu landi og hananu!

2/12/05 17:02

Jóakim Aðalönd

Thess ma svo til gamans geta ad eg tholi ekki reyk, enda haettur ad reykja. Eg laet mig hafa thad ad fara ut a stadi thar sem reykt er, en thad er min akvordun og thad neydir mig enginn til thess. Eg gaeti snidgengid stadi sem leyfa reykingar og thad ma spyrja: Hvers vegna hefur engum dottid i hug ad opna reyklausann skemmtistad af fusum og frjalsum vilja?

2/12/05 17:02

albin

Hvaða helvítis rugl er í þér maður? Ertu fullur eða hvað? Eða varstu bitinn af baneitraðri eðlu?
Það eru engin, ég endurtek ENGIN rök að segja "hins vegar neyðir þig enginn til að fara út á djammið".

Hinsvegar er ég sammála því að það eigi ekki að banna veitingarmönnum að hýsa reykingar fólk. Og hef ekki sagt annað.
Var aðeins að spá í hvort það væri ekki rétt eftir því tekið hjá mér að til stæði að banna það eins og víða, t.d. á Írlandi þar sem að menn hafa lagt rútum til að láta reykja í þeim.

2/12/05 18:00

Nermal

Auðvitað þarf ég ekkert nauðsynlega að fara á djammið. En mér finnst allt í lagi að ég eigi þess kost að fara á djammið án þess að anda að mér blásýru og rottueitri. Tæknilega þá gæti ég líka lifað þannig að ég færi aldrei út úr húsi, fangi mat sendan til mín og myndi vinna vinnuna mína heimaðað frá mér. Menn segja að um 20% þjóðarinnar reyki... Hvaða rétt eiga þeir til að eitra loftið fyrir hinum 80%? En það væri nottlega best að koma upp einhverjum reykkofum fyrir þá sem enganveginn geta lagt frá sér bölvaða rettuna.

2/12/05 18:00

Jóakim Aðalönd

Thid albin virdist ekki hafa tekid eftir, virdist mer.

Thad er ekki haegt ad saka tha sem reykja um ad thid verdid fyrir othaegindum af theim voldum. Thad eru eigendur stadarins sem akveda hvort reykingar skuli leyfdar inni i theirra husum og thad skulu allir fylgja thvi. Thetta er spurning um eignarrettinn. Thad eru vist rok ad segja ad thad neydi ykkur enginn til ad fara a djammid. Viljid thid kannske banna hnefaleika a theirri forsendu ad idkendur verdi fyrir meidslum? Ekki neyda reykingamennirnir ykkur inn a stadina.

Thid eigid thess kost ad fara a djammid an thess ad anda ad ykkur reyk, ef thid farid a skemmtistadi thar sem eigandinn hefur akvedid ad leyfa ekki reykingar i sinum husum. Ef slikir stadir eru ekki til, stofnid tha einn, eda faid adra i lid med ykkur til thess. Eg fae ekki skilid ad a.m.k. einn veitingamadur eda skemmtistadareigandi vilji ekki opna stad thar sem 80% thjodarinnar geta skemmt ser. Vodalegur vaell er thetta.

2/12/05 18:01

albin

Neinei. Það ert þú sem ert fullur og tekur ekki eftir.

ÉG HEF ALDREI TALAÐ FYRIR EINU NÉ NEINU REYKINGARBANNI HÉR, HVORKI MEÐ EÐA Á MÓTI.
-
Aðeins bent á hvað mér finnast léleg rök.
Ef ég míg í laugina, þá geta hinir sem ekki vilja synda í þvaginu farið í hinn endann, nú eða pottana.

Það sem ég sagði fyrr er, að það er óeðlilegt er að reykingar geti heftað ferða og athafnafrelsi þess sem vill hið sjálfsagða, óeitrað loft.

Það er bara einfaldlega ekki sjálfsagt að geta eitrað lotð fyrir öðrum og sagt... "ef þú vilt ekki drepast líka, ekki vera fyrir"

Btw. Það er ekki upp á mig að kássast ef enhver gengur í veg fyrir þar sem ég er að skjóta. (eins og að það yrði tekið gott og gilt)

Étið svo skít.

2/12/05 18:02

dordingull

Held með Andabæ!

2/12/05 18:02

albin

[stendur á öndini]

2/12/05 19:00

Vladimir Fuckov

Þetta er eitt af þeim málum er menn verða aldrei sammála um og því er hægt að rífast um það endalaust (eða spara tíma og sleppa því). Þess má svo að lokum geta að fjelagsritinu erum vjer sammála [Stendur líka á öndinni].

2/12/05 19:01

Jóakim Aðalönd

Enn og aftur naerdu ekki kjarnanum í máli mínu albin. Ef thú mígur í laugina, áttu thad vid eiganda hennar; ekki adra sundmenn. Auk thess sem sundlaugar eru opinber stadur, en ekki veitina- og skemmtistadir.

2/12/05 19:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég reyki hvenær & hvar sem mér sýnist, nema þegar & þar sem húsráðendur banna það.
Þess má reyndar geta að mér er fyllilega ljóst hve mikið böl tóbaksreykingar eru, & bind vonir við að hætta þeim fljótlega.
Það breytir því ekki að eigandi ellegar rekstraraðili húsnæðis er í raun sá eini sem ætti að geta ákveðið hvort þar skuli heimilt að reykja eður ei.

2/12/05 19:01

Jóakim Aðalönd

Adeins meira um thetta hitamál:

Húsnaedi sem er í einkaeigu, en opid almenningi er vissulega odrum reglum had en einkahúsnaedi s.s. heimili. Húsrádendur hafa ákvednum skyldum ad gegna gagnvart almenningi, t.d. m.t.t. brunavarna og fleira í theim dúr. Hid opinbera hefur svo enn strangari skyldum ad gegna, s.s. eins og samfélaxthjónustu, tryggingum og adgengi fatladra, svo fátt eitt sé nefnt.

Húsnaedi sem er í einkaeigu, en opid almenningi má skipta í tvo hluta: Vidskiptastofnanir annars vegar og afthreyingarhúsnaedi hins vegar. Til fyrri hópsins teljast t.d. bankarnir og tryggingafélogin, sem eru klárlega naudsynlegur tháttur í hvers manns lífi, thví fáir ef nokkrir geta án thjónustu thessara stofnana verid. Til seinni hópsins (máski eru fleiri hópar, en vid látum thá liggja á milli hluta í thetta sinn) teljast svo t.d. veitinga- og skemmtistadir, kvikmyndahús o.s.fr. Kvikmyndahúsaeigendur á Íslandi hafa tekid thann pól í haedina ad reka reykingamenn út ad reykja og verd ég ad segja ad thad er vel. Mér fyndist ad eigendur veitinga- og skemmtistada aettu flestir ad sjá sóma sinn í ad gera slíkt hid sama. Alla vega, ef ég vaeri ad stofna slíkan stad í dag, myndi ég ekki leyfa reykingar thar inni, nema á mjog afmorkudu svaedi og tryggja ad reyklausir thyrftu ekki ad ganga í gegn um reykmettad loft. Reyklaus madur er engan veginn ferdaheftur thó fólk reyki á stodum sem hann langar á, ekki frekar en ad reykingamadur er ferdaheftur vegna stada sem banna reykingar. Reyklausi madurinn hlýtur ad fordast slíka stadi og fara thangad sem ekki er reykt og sama á vid um reykingamanninn (th.e.a.s. ad hann fer á stadi sem má reykja á).

Baedi Nermal og albin skjota thví ad ad thad eigi ad hafa svaedi fyrir thá sem reykja og thar erum vid thví sammála. Thad virdist hins vegar ekki gert rád fyrir thví í loggjofinni og thad finnst mér hrikaleg valdnídsla.

Ég segi thví: Stofnid skemmtistadi sem leyfa ekki reykingar og gerid rád fyrir ad thid fáid inn 80% kúnnana medan eigendur reykskemmtistadarins faer 20% og horfid á hann fara á hausinn medan thid graedid á tá og fingri.

Vilji menn vera teknir alvarlega í rokraedum, vaeri bezt fyrir thá ad sleppa ollum blammeringum eins og: ,,Ertu fullur" og eitthvad í theim dúr, thví thad er til minnkunnar theim sem vidhafa slík ord.

2/12/05 20:00

Gaz

Það sem ég vil sjá er reykingar leyfi. Eitthvað í áttina við áfengisveitinga-leyfi (hvað það nú heitir í alvörunni).
Mörg kaffi og veitingahús kæmu til með að reka út reykingamennina og áhveða að vera ekkert að borga fyrir svoleiðis leyfi meðan það samt væru til nokkrir staðir fyrir þá að fara.
Það er nú eins og einhver sagði. Einhversstaðar verða vondir að vera.

2/12/05 20:02

Jóakim Aðalönd

Snilldarhugmynd Gaz. Koma vid veskid hjá fólki. Thad virkar alltaf.

2/12/05 20:02

Jóakim Aðalönd

Ég er líka fullkomlega sammála titli félaxritsins. Thetta er óttalegur vaell í reykingamonnum, enda tek ég adeins upp hanskann fyrir eigendur; ekki reykingamennina.

3/12/05 02:00

frú72

burt með reykingarnar af almannafæri ógeðslegur ósiður. það væri örugglega búið að banna innflutning á tóbaki ef að ríkið græddi ekki helling á því.
og hana nú kveðja frá frúnni

3/12/05 02:01

Pottormur

Mér finnst persónulega að banna eigi reykingar vegna þess að sígarettur drepa ekki bara reykingarmanninn og alla sem eru nálagt honum heldur er líka leiðinda óþrifnaður af þeim.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.