— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/08
Vantar aðstoð tölvusnillings!

Ég veit að hérna á Baggalút er gott safn mjög snjallra einstaklinga.

Nú er illt í efni. Nótta mín er komin með illvígann vírus í tölvuna sína. Þetta byrtist sem viðhengi í pósthólfinu hennar á Facebook, vídeó frá manni sem hún þekkir. Og það var ekki að sökum að spyrja. Allt varð gersamlega ruglað og ekki hægt að gera neitt að viti í tölvuni. Og þar sem ég veit að hér dvelst mikið samansafn af tölvusnillingum og vonast ég til að einhver þeirra geti aðstoðað okkur við að losna við þessa óværu. Vírusinn er einhverskonar trójuhestur og algerlega djöfullegur. Ef einhver getur aðstoðað þá endilega hafið samband.

Annars veit maður ekki hvað veldur því að menn fremji svona skemmdarverk eins og að búa til tölvuvírusa. Þau óbermi sem slíkt gera ætti að sneiða niður með ostaskera!

   (14 af 97)  
9/12/08 09:01

Lopi

Ég fékk dularfullan vírus í tölvuna í vor. Ég er með avast vírusvörn og svo virðist sem avast þekkti ekki þennan vírus sem var troja líka. Eftir mánuð hreinsaðist vírusinn í burtu. "Starfsmenn" avast voru einfaldlega ekki búnir að finna þennan trojuhest fyrr en þá.

Þessi vírus gerði það að verkum að ég gat ekki notað internet explorer. Ég gat hinsvegar notað aðra vafrara eins og Safari.

9/12/08 09:02

Isak Dinesen

Þið getið prófað að fara með bænirnar ykkar.

Eða sett stýrikerfið upp aftur.

9/12/08 09:02

Miniar

Fyrsta sem þú gerir er að komast að því hvað tróuhesturinn heitir. Þetta geturu gert með því að ýta á ctrl+alt+delete og skoða þau forrit sem eru í gangi.
Svo gúglaru heitið á því forriti sem virðist vera trójuhesturinn (getur sett það í setningu eins og "how to get rid of X?") og fylgir fyrirmælunum sem þú finnur þar.
Eftir að hesturinn er farinn skalltu svo setja upp Avast á tölfunni hennar, það ætti að halda úti því mesta.

Þetta er allavegana hvað ég gerði síðast þegar það var trójuhestur á tölfunnu minni, sem var að vísu fyrir nokkrum árum, en aðferðafræðin ætti að vera jafn gild fyrir því.

9/12/08 10:00

Jóakim Aðalönd

Málið er einfalt. Hlaða niður forriti sem heitir counterspy, keyra það upp og það finnur þetta eins og skot.

9/12/08 10:00

Ívar Sívertsen

Orð jóka eru lög... Reyndar í c# og g.

9/12/08 10:01

Jarmi

Ég myndi henda tölvunni í ruslið og gerast áskrifandi að Æskunni. Það er þar sem stuðið er! Og hún fær bara vírus ef hún fer í sleik við einhvern af öllum þeim þúsundum af pennavinum sem hún mun eignast.

9/12/08 10:01

Jarmi

Ps, mér finnst gaman að sjá hversu margir hérna (auk mín) álíta sig tölvuSNILLINGA! Egósentríska landsliðið í sjálfsdýrkun og ofmetnun myndi maður halda.

9/12/08 10:01

Þarfagreinir

Þetta gæti virkað, sýnist mér:

http://fluxux.com/tech/603

Hafið samband ef ykkur vantar hjálp við einhver af þessum skrefum.

9/12/08 10:01

Þarfagreinir

Annars heitir þessi vírus víst Koobface. Gúglun á því nafni skilar frekari upplýsingum; sumum þeirra án efa gagnlegum.

Svo upp á framtíðina að gera - aldrei setja neitt upp sem einhver síða biður um að fá að setja upp nema að vera 100% viss um að það sé í lagi.

9/12/08 10:01

Miniar

Ekki oppna hlekki frá fólki sem eru óvenjulegir fyrir það fólk, það er algengasta leiðin til að fá trójuhest í dag.

9/12/08 10:02

Vladimir Fuckov

Oss líst mjög vel á þá hugmynd Nermals að sneiða þá niður með ostaskera sem senda frá sjer svona nokkuð. Spammarar mega fara í þann hóp líka. Næsta skref er þá að ákveða hvort ostaskerinn eigi að vera bleikur [Glottir eins og fífl].

9/12/08 10:02

Nermal

þökkum góð ráð. Við skoðum þetta á morgun, og Þarfi aldrei að vita nema maður þyggi aðstoð þína. Verðum kannski í bandi við þig á morgun

9/12/08 11:00

Ívar Sívertsen

Hreinlegasta leiðin er að taka afrit af öllu og setja allt upp á nýtt.

9/12/08 11:01

Isak Dinesen

Já, til dæmis óbirtum félagsritum.

9/12/08 11:01

Texi Everto

Ég er tölvusnillingur, bara svo það sé á hreinu.

9/12/08 12:00

Jóakim Aðalönd

Já, bezt væri að byrja algjörlega upp á nýtt með ykkur bæði...

1/11/09 14:01

Sannleikurinn

Ég hjálpa ekki fólki eins og þér með tölvur - virðingarfyllst.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.