— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/05
Þjóðremba

Er þjóðlegt að eta viðbjóð?

Já nú er senn að renna í garð sú tíð þegar menn eru að rembast við að vera þjóðlegir. Ég er að sjálfsögðu að tala um Þorrann. Þá taka menn upp á því að gúffa í sig mat sem sennilegast þekkist hvergi á byggðu bóli í veröldini. Súrmatur er einhver sá mesti óþverri sem þekkist. Það er vond lykt af honum og hann er ógeðslegur útlits. Og svo er fólk hissa á að maður vilji ekki éta þetta!! Ég meina halló.. eitt af þessu eru EISTU.. það jaðrar nú við dýraklám að éta þessháttar. Menn voru neyddir til þess að beita þessari geymsluaðferð í fornöld vegna þess að það var lítið til af salti, og einhvernveginn varð maturinn að endast. Ég er ekkert minni Íslendingur þó ég vilji ekki eta mat sem er hálf ónýtur..súr og slímugur. Ef það er súr lykt af matnum í ísskápnum þá er honum einfaldlega kastað í ruslið. Þar ætti þessi ógeðis þorramatur heima.

   (86 af 97)  
1/12/05 07:02

Lopi

Mmmmmmmmmmmm þorramatur. Hef reyndar alldrei borðað hrútspunga enda sammála Nermal að þarna er hið grófasta dýraklám á ferðinni.

1/12/05 07:02

Kroppinbakur

Hjartanlega sammála höfundi. Var 10 ár í sveit á sumrin sem strákur og þar var reynt mikið að troða þessu súra helvíti í mig en ég svalt frekar. Þetta er ekki matur að mínu mati. Það versta sem ég átti að éta var blanda af hafragraut og súru skyri, kallað ,,Hræringur" og það er einhver mesti óþverri sem nokkrum fávita hefur dottið í hug að búa til. Svona til upplýsingar þá fóru íslendingar að éta svið (sem eru ók) í Móðuharðindunum þegar fé hrundi niður og fólk neyddist að éta alla skepnuna. Ekki má gleyma útmignum hákarlinum sem enginn með fullu viti treður í sig nema eftir hálfa brennivín. Þetta er siður fólks með lágt sjálfsmat og telur að það verði eitthvað merkilegra við að éta hlandbrunninn hákarl.

1/12/05 07:02

Offari

Ég er reyndar ekkert sérlega hrifinn að súrmetinu en hákarlinn og harðfiskurinn eru lostæti. Þessi þjóðlegi siður er hinsvegar skemmtilegur og yfirleitt má finna eitthvað ætilegt þar á borðum. Þeir sem vilja þennan súrmat velja hann með við matvöndu svínin þefum af matnum til að reyna að finna óskemmdan mat, á þessum blótum. Fjölbreytni í þessum þorramat hefur aukist tölvert á síðustu árum til að allar kynslóðir finni nú þar eitthvað við sitt hæfi. Hvenær verður haldið þorrablót hér á lútnum?

1/12/05 07:02

Kroppinbakur

Offi minn, voða rembingur er þetta. Achtung Sieg Heil. Allir út að pissa á matinn.

1/12/05 07:02

Haraldur Austmann

Hvað er að því að éta eistu? Hrá karlsmannseistu eru lostæti.

1/12/05 07:02

Kroppinbakur

Í einhvers bænum hnakkaskjótið þennan Austmann. Borga 75 kr. og 60 aura hverjum þeim sem það gerir. He he he

1/12/05 07:02

Haraldur Austmann

Ekki þorir þú því sjálf, tussan þín.

1/12/05 07:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ekki er þessi matur góður enn var sjálfsagt nauðsinlegur
á sínum tíma . Nútíma manneskjan étur heldur hamborgara sem er gerður úr gamalli belju henni Ástrós
sem var skorinn á háls fyrir ári síðann og sett í fristi síðann hökkuðu þeir rassinn á henni og blönduðu með ögn af löppunum af miðaldra gyltu og smá rotvarnar efnum og augunumm af reyttum kjúkklingi ásamt litarefnum frá andskotin veit hvaðann . samanþjappað með kindaþörmum verður þettað dásamlegur hamborgari . og síðan kreystum við lífið úr olíuvöxtunum og blöndum þeim með slímugum væntanlegum hæansnabörnum sem komu úr rassinumm a´hænu fyrir viku síðan í flóanum .
hamborgarar með mæjónesi og fitusoðnum kartæflum frá í fyrra er herramansmatur

1/12/05 07:02

Nermal

Nautakjöt er nú að mestu leiti unnið fljótlega eftir slátrun GEH... Hmmarar eru snilld

1/12/05 08:00

Vauni

Rém tsnnif rús utsie ðóg og rulla rutamrús ne ðaþ atsrev ðiv atteþ re ða nnah ref fatlla íno gim.

1/12/05 08:00

Jóakim Aðalönd

Ég fæ ekki skilið hvernig þið getið tengt þá siðvenju að borða gamaldags og eitt sinn nauðsynlegan mat, stuttan tíma á ári, við þjóðrembu. Þaðan af síður hvernig þið dirfist að tengja át á hrútspungum við dýraklám. Skammist ykkar bara!

Er það þjóðremba í kínverjum að borða kínverskan mat? Eiga þeir allir að borða mat frá Evrópu? Er það þjóðremba í Bandaríkjamönnum að borða kalkún á þakkargjörðinni? Sussubía! Það er þjóðremba að ganga með fána þjóðarinnar nældann í jakkann sinn öllum stundum, eins og sumir kanar og Ísraelar gera. (Reyndar ábyggilega margir aðrir, en ég hef ekki séð það sjálfur...) Það er ekki þjóðremba að borða mat sem landar manns átu í aldaraðir. Það er enginn að neyða þetta ofan í ykkur!

1/12/05 08:00

Hakuchi

Þorramatsvitleysan á í sjálfu sér ekkert skilt við þjóðrembu. Þetta er bara ósiður sem náði hylli fyrir nokkrum áratugum.

1/12/05 08:01

hlewagastiR

Þjóðremba eður ei. Nýr ósiður eður ei. Þorramatur er bezti matur í heimi og vei hverjum þeim skíthæl sem ætlar að leyfa mér að háma hann i mig.

1/12/05 08:02

Hakuchi

Í guðanna bænum borðaðu sem allra mest af þessum viðbjóði. Þeim mun minna framboð verður á þessu skólpræsisrusli.

1/12/05 08:02

Vladimir Fuckov

Í huga vorum er tilgangurinn með því að hafa þefskyn m.a. að hafa 'viðvörunarkerfi' er varar við einhverju skemmdu, hættulegu, eitruðu, úldnu eða rotnandi. Aldrei koma sterkari boð frá þefskyninu um slíkt en einmitt nálægt ýmsum þorramat (e.t.v. að kæstri skötu undanskildri). Er því augljóst að þessa óþverra á eigi að neyta og fylgjum vjer þeirri reglu. Annað væri vantraustsyfirlýsing á lyktarskynið.

1/12/05 08:02

Ugla

Maðurinn minn læddist inn í búð áðan til að kaupa sér uppþornaðan haus af kind til að hafa í eftirmat í kvöld. Svona bara með sjónvarpinu. Hann er auðvitað sjúkur...

1/12/05 08:02

Dexxa

Ég þoli ekki þorramat!!! En ég er samt Íslendingur út í gegn!!

1/12/05 09:01

Jóakim Aðalönd

Ugla: Átt þú virkilega mann?! Það er alveg rétt hjá þér, hann er auðvitað sjúkur...

[Skellir á lær sér og skellir upp úr]

1/12/05 09:01

Ugla

Þetta var ekki fallega sagt...
[tárast]

1/12/05 09:02

Jóakim Aðalönd

Æi, ég er í einhverju óbligirnisstuði í dag. Sorrý.

1/12/05 09:02

Jarmi

Á meðan hann er ekki lauslátur þá hlýtur hann að mega éta haus af einni og einni gimbur... ekki satt?

1/12/05 11:02

Kargur

Svið eru hinn mesti óþverri sem ég hef látið ofan í mig. Skinnið er flegið af lömbunum af því það er óætt, en svo eta menn það af hausnum á þeim. Það er eitthvað að þessu. Svo þarf auðvitað að mauksjóða þetta svo menn geti tuggið þennan óþverra. Hvað þorramatinn varðar, þá er þetta yndælismatur, nema sviðasulta. Og lappir.

2/12/05 00:01

ZiM

Ég er íslendingur út í gegn og stolt af því, meira að segja úr sveit. En það hefur aldrei tekist að neyða þennan súrmat ofan í mig. Smakkaði þetta og er enn að jafna mig á því að hafa látið ofan í mig slíkan óþverra. Fólki sem finnst þetta gott má borða þetta fyrir mér svo lengi sem að ég þurfi ekki einu sinni að finna lyktina af þessu. Það er meira að segja alveg hægt að halda þorrablót án súrmats. (fór á þorrablót hjá vinnunni minni og þar var flott hlaðborð, þorramatur í aukahlutverki út í horni)

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.