— GESTAPÓ —
Pottormur
Óbreyttur gestur.
Saga - 5/12/05
Flótti geðveikinnar

Ég átti að skrifa smásögu fyrir skólann minn og ég ákvað að birta hana hérna.

Það var kalt í dýflissunni. Þeim hafði verið stungið inn fyrir upplognar sakir og þeir vissu hver hafi komið sökinni á þá. Þess vegna ætluðu þeir að brjótast út og pynta hann til dauða.
Það var hins vegar hægara sagt en gert vegna þess að sá sem kom sökinni á þá var enginn annar enn nýji fógetinn og hann átti auðvelt með að klína á þá sökinni og kenna þeim um morðið sem hann hafði framið. Hann hafði vegna græðgi sinnar og öfundar myrt gamla fógetann til þess eins að hann tæki stöðu fórnarlambsins og gæti ávalt hagnast á ránsfeng þeirra sem handteknir voru.
Þeir sátu saman þrír, Maggot, Lifer og Behemoth eða John, George og Earn eins og þeir höfðu verið skírðir fyrir 29 árum og fjórtán dögum í sömu athöfn og móðir þeirra var jörðuð en hún hafði dáið er þeir komu í heiminn. Faðir þeirra hafði orðið fyllibytta eftir það og hann hafði lamið þá bræður.
Er þeir urðu 11 ára þá ákváðu þeir að myrða pabba sinn. Þeir tóku því kjötexi sem að faðir þeirra hafði ógnað Maggot með kveldið áður gengu að pabba sínum sem að var allsgáður. Hann öskraði: „Eigi skal höggva!!!” og voru það hans síðustu orð.
Eftir þetta atvik þá lifðu bræðurnir einir á afskekktu sveitabýli sem faðir þeirra hafði átt. Engin saknaði föður þeirra og því vissi engin af því að þeir hefðu myrt hann.
Þeir skáru líkið í marga búta og frystu til þess að þeir hefðu nóg að borða næsta mánuðinn. Svo skar Behemoth hryggjalið úr bakinu á föður sínum. Maggot setti hryggjaliðinn í skaftið á sverði sem að hann bjó til á verkstæði föður sins sem hafði verið smiður. Þetta sverð kallaði hann Sword of eternal misery eða Sverð eilífra þjáninga. Lét hann þetta sverð aldrei frá sér.
Þríburarnir voru búnir að vera að plana flóttann í þau tvö ár sem að þeir höfðu verið hlekkjaðir niðri í dýflissunni sem var staðsett undir dómkirkjunni. Vegna staðsetningar dýflissunnar var hún kölluð því einfalda nafni „Helvíti” og var það vel við hæfi vegan illrar umönnunar fanga þar. Að sjálfsögðu vissi almenningur ekkert af þeirri umönnun.
Plan þríburana var á þá leið að þegar að fangavörðurinn Lucas kæmi inn til þeirra með matinn þá myndu þeir ráðast að honum og rota hann með hlekkjunum. Síðan myndu þeir halda honum sem gísl og neyða hinn vörðinn, Argus, sem var sonur Lucasar til þess að losa þá. Að lokum myndu þeir hlekkja þá niður og taka sverð varðanna. Því næst myndu þeir ráðast í vopna geymsluna, drepa alla sem á vegi þeirra verða og ná í sverð Maggots.
Þann 24. desember kom Lucas inn í klefann þeirra með jólamatinn og var hann hinn kátasti. Hann og sonur hans ákváðu að eyða jólunum í fangelsinu og fá góðan bónus fyrir það.
Hins vegar brá honum í brún þegar hann kom inn. Þá sá hann Lifer ælandi úti í horni. Lucas stökk til og gaf honum vatnsglas. Það hefði hann ekki átt að gera. Behemoth og Maggot komu aftan að honum og börðu hann til óbóta. Það blæddi töluvert úr munni hans og gagnauga. Þá ákvað Lifer að safna blóðinu í vatnsglasið til þess að geta hótað að drekka það þegar þeir væru að neyða Argus til þess að losa þá.

Argus var farina að verða svangur og leit hann því oft á klukkuna. Hann vildi ekki byrja að borða fyrr en pabbi hans kæmi aftur þegar hann væri búinn að gefa öllum föngunum að borða. Pabbi hans var búinn að vera um það bil 10 mínútum lengur en venjulega og var hann farinn að óttast um hann. Það var kannski ekki skrítið í ljósi þess að í þessu fangelsi voru geymdir kaldrifjaðir morðingar.
Þegar að Lucas var búinn að vera 15 mínútum lengur en venjulega ákvað Arrgus að gá hvort ekki væri allt í lagi. Þegar Argus var búinn að gá í alla klefana nema einn þá var han farinn að anda léttar. Hann hélt að pabbi sinn væri komin að matarborðinu og væri að bíða eftir honum.
Hann var líka nokkuð öruggur um að þríburarnir myndu ekki gera neitt. Þeir höfðu alltaf verið mjög rólegir. Argus kunni ágætlega við þá og hafði oft setið fyrir utan klefann þeirra og spjallað við þá. Hann hafði spjallað við þá um allt á milli himins og jarðar aðallega þó um fjölskyldur þeirra. Þríburarnir höfðu sagt Argusi að þeir hafi verið lamdir af föður sínum í æsku. Hann hafði líka komist að því að móðir þeirra hafði dáið er þeir fæddust alveg eins og mamma hans. Hann hafði nýlega sagt þeim það sem hann í raun mátti ekki segja neinum það að Lucas væri pabbi hans.
Þegar Argus kom að klefa þríburanna þá var sá hann strax að það var ekki allt með feldu. Hurðin hálf opin og var megn ælulykt í loftinu sem skar í nefið. Í fyrstu hélt Argus að einhver af þríburunum væri veikur enda var töluvert kalt í dýflissunni. Hann stökk til en stökk strax aftur til baka þegar hann sá það sem við honum blasti.
Behemoth var sá fyrsti sem tók til máls hann sagði Argusi að núna skildi hann taka lyklana sem hann væri með fasta í beltið hjá sér og kasta þeim til hans og að hann skildi ekki einu sinni hugsa um að flýja því að þá myndu þeir drepa föður hans.
Argus var eins og í leiðslu. Honum fannst eins og þetta væri mjög slæmur draumur. En þetta var enginn draumur. Hann kastaði lyklunum í Behemoth sem hann reyndar þekkti bara undir nafninu Earn og hann leysti sig og leysti því næst Behemoth og Maggot. Maggot skipaði Argusi svo að koma sem hann og gerði og voru bæði hann og illa farinn faðir hans hlekkjaðir niður. Argus fór strax að hlúa að pabba sínum en Lifer hellti yfir hann blóði föður hans.
Argusi bauð svo við þessu að hann hrækti í átt að þríburunum. Það hefði hann ekki átt að gera. Þó svo að enginn að þríburunum hafi fengið neitt af hrákanum á sig þá heyrðu þeir hann hrækja og sáu slummuna við fætur sína.
Behemoth gekk að honum og stakk sverði í gegnum báðar axlir hans og skar því næst af honum annað eyrað. Svo héldu þeir áfram og hurfu úr augsýn.
Um það bil tveimur klukkustundum seinna kom fangavörðurinn sem átti að leysa þá af. Hann hafði komið að auðu, ósnertu matarborði. Hann dreif sig því af stað og leitaði í klefunum. Er hann kom að síðasta klefanum þá sá hann blóðug fótspor sem lágu út úr honum og það var megn ælufnykur í loftinu. Hann opnaði dyrnar og sá þar tvo illa barða fanga. Hann gekk inn og leit aftur á fangana og sá þá að þetta voru ekki fangar heldur feðgarnir Lucas og Argus. Hann leysti þá í flýti og kallaði á hinn fangavörðinn sem var á vaktinni. Hann kom hlaupandi og hljóp síðan að sækja sárabindi. Því næst bundu þeir um sár feðganna.
Feðgarnir voru of illa farnir til þess að tala og þeir létust báðir nokkrum dögum seinna.
Daginn eftir flóttann var hurðinni á skrifstofu fógeta hrundið upp og inn komu þrír menn sem hann kannaðist við. Fógetinn hrökk við og greip í sverð sitt en hann var of seinn því að Behemoth hjó af honum hægri höndina. Síðan komu þeir Maggot og Lifer að honum og skrældu húðina af öllum fingrunum á vinstri hönd fógetans. Fógetinn öskraði af sársauka. Bræðurnir þrír héldu áfram að pynta hann í um þrjár klukkustundir enn og að lokum dó fógetinn vegna þess hversu mikið blóð hann hafði misst.

Endir

   (1 af 8)  
5/12/05 20:02

Heiðglyrnir

Svolítið blóðugt, en bara nokkuð vel skrifað.

5/12/05 20:02

Pottormur

þakka þér fyrir:-)

5/12/05 20:02

Nafni

Þú þarft að taka lýsi...reglulega!

5/12/05 21:00

Pottormur

Þakka fyrir gott ráð Nafni!!!
Ég mun huga betur að því í framtíðinni.

5/12/05 22:01

Sæmi Fróði

Það merkilegasta við þessa sögur er að hún er skrifuð eins og hún eigi að gerast á miðöldum, díflissur og sverð. Samt hafa þeir undir höndum frystir, merkilegt vægast sagt.

5/12/05 22:01

Pottormur

þessi saga er tímalaus Sæmi

5/12/05 22:01

Gaz

Blóðug saga, nokkuð athyglisverð, en endirinn virkar vera gerður í flýti og það er á nokkrum stöðum sem þú hefur ruglast eða stafað vitlaust.
En samt, skemmtilegt ynglingsverk.

5/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Ynglingsverk?! Alla vega, þetta er fín saga hjá þér ormurinn þinn og haltu áfram að skrifa sögur.

5/12/05 23:01

Pottormur

Þakka ykkur fyrir
(Ég verð víst að viðurkenna það Gaz að endirinn var skrifaður í svolitlum flýti)

6/12/05 00:00

Kuggz

Það mun nú seint blæða "úr" gagnauga, hinsvegar getur blætt "við" gagnauga.
En já, ágætis ágætt bara... fínt að fógetinn dó arminum léttari, núna sef ég vel.

6/12/05 00:00

Pottormur

Það er nokkuð til í þessu með gagnaugað hjá þér Kuggz en takk samt.

Pottormur:
  • Fæðing hér: 14/12/04 12:29
  • Síðast á ferli: 24/5/11 21:59
  • Innlegg: 19
Eðli:
Rauðhærður með meiru.
Fræðasvið:
Nefboringur