— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 6/12/07
Framtíðin kemur líklega ekki.

Á bjánalegum þræði (sem ég stofnaði) spyr Offari hvort að framtíðin sé ekki komin. Svarið við því er ekki alveg morgunljóst.<br /> <br /> Ég spyr eiginlega til bara. Er bara til ein framtíð? Og kemur hún öll í einu?

Framtíðin gæti hugsanlega hafa komið í gær. En því miður þá varð hún "nú" um leið og hún kom. Núið er liðið og varð að að fortíð um leið. Núna er áðan. Það er erfitt að festa fingur á tímanum, armbandsúr gerir það ekki en gefur vísbendingu um hve stór hluti af sólarhringnum hefur snúist til. Að segja til um hvað tímanum líður er eins og að staðsetja hraðskreiða sjálfrennireið. Um leið og þú segir að hún sé "hér" er hún þar ekki lengur. Um leið og þú segir "nú" verður það "þá"

Niðurstaðan er sú að við munum aldrei lifa framtíðina nema kannski sem fortíð þar sem að núið er liðið, og um leið og við náum í skottið á framtíðinni og mætum henni í núinu er það um seinan þar sem núið er er orðið að fortíð.

Það vekur mig til umhugsunar um það hvort og hvenær ég skrifaði þetta. Ég er líklega ekki að skrifa þetta núna, því núið er eins og áður koma fram liðið. Ég hef heldur ekki enn lokið við að skrifa þetta svo varla var það áðan (í fortíðinni) Ég get ekki skrifað þetta í framtíðinni þar sem hún er eigi komin enn. Því er alveg óljóst hvort að ég sé yfir höfuð að skrifa nokkurn skapaðan hlut.

Svo kæri samferðamaður og gestapó nágranni. Ertu að lesa þetta? og ef þú telur þig vera að lesa þetta, hvenær ertu í raun að því? Klárlega ekki núna því "þá" (áðan) var ég ekki búinn að skrifa þetta og þú getur ekki lesið þetta á eftir, því það er í framtíðinni.

Hér hef ég komist að annarri niðurstöðu. Þú er örugglega ekki að lesa þetta núna.

   (1 af 62)  
6/12/07 05:01

Salka

Framtíðin mun mæta okkur sem fortíð barna okkar.

6/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Er Framtíðin ekki nemendafélagið í MR?

6/12/07 05:01

Dexxa

Ég er búin að lesa þetta.. ég las þetta semsagt áðan en ekki núna.. En þetta er mjög skemmtileg pæling, og vel skrifuð.

6/12/07 05:01

Vladimir Fuckov

Vjer lásum þetta ekki fyrr en seint á næsta ári.

6/12/07 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það var "og" – en það er nú "það". Eða "þannig".

6/12/07 05:01

krossgata

Ég las þetta ekki og skrifaði þetta ekki. Ef þú lest þetta þá er það ímyndun.

6/12/07 05:01

Huxi

Skammtafræðin gefur góða vísbendingu um hvernig hægt er að huxa um þetta mál. Þ.e. hafa ber í huga að þú getur ekki rannsakað hinar smæstu eindir efnisins, því að rannsóknin hefur áhrif á viðfangið og gerir því rannsóknina ómarktæka. Sama gildir greinilega um framtíðina. Um leið að þú ert kominn með framtíðina í rannsóknarfæri, ferðu að hræra í henni og breyta henni með því í fortíð...

6/12/07 05:02

Upprifinn

Framtíðin mun koma! Hún kemur hins vegar seinna.

6/12/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Eitt af betri félaxritum sem ég hef lesið hér á Gestapó. Skemmtilegar pælingar og heimspekilegar (jafnvel skammtafræðilegar eðlisfræðipælingar).

Skál og prump!

6/12/07 06:00

Regína

Svo satt, svo satt.

6/12/07 07:00

illfyglið

Er framtíðin ekki bara eins og hver önnur trúarbrögð; hverrar tilvist vísindin geta ekki sannað en við viljum svo heitt að sé þarna einhversstaðar?

Eða hafa vísindin sannað tilvist framtíðarinnar nú þegar? Ef svo er þá dreg ég fullyrðingu mína til baka. Ef ekki, þá býð ég mig fram í prédikarastöðu ... til framtíðar.

6/12/07 07:00

Lopi

Núið er eins og múr sem æðir áfram. Þú getur séð allt sem er þín megin en ekki það sem er hinumeginn. Nema þá að klifra upp á múrinn. En hvað með það sem er hinu megin við múrinn? Geta þeir sem eru hinumegin séð það sem er okkar megin?

6/12/07 08:01

Nermal

Ég las þetta bæði áðan og núna..... og jafnvel í hjámiðjutengdum hliðarraunveruleika!

6/12/07 08:01

albin

Veistu hvað hjámiðja er?

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

framtíðin er að mínu mati vissulega nú.

1/12/16 13:01

Dula

laumast

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.