— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/09
Umbúðasamfélagið II

Önnur hugleiðing mín um þetta málefni

Fyrir nokkrum félagsritum síðan skrifaði ég um hve ótrúlega stórar og mikklar umbúðir eru utanum oft litla hluti. Í fyrra riti fjallaði ég um lím. Nú eru það blessaðar snyrtivörurnar sem ég vil spjalla um.

Mér þykir með ólíkindum hve stórar og flóknar umbúðir virðist á tíðum þurfa að böðla utanum smáar kremdollur. Það er allaveganna einn frammleiðandi Nivea sem er ansi naskur við þetta. Þar eru ýmisskonar krem seld sem eru í alltof stórum umbúðum. Reyndar eru til tvær kassastærðir á þessum kremum, en samt er jafn stór krukka í báðum umbúðum. Í öðru tilfellinu er bara bætt við vænum skammti af holrými sem að sjálfsögðu nýtist ágætlega til að gera vöruna plássfrekari. Allaveganna er stærðarmunurinn það mikill að 2 stórar taka meira pláss en 3 litlar umbúðir. Það munar um minna þegar finna þarf pláss fyrir nokkur hundruð umbúðir í staðsettningu. Það þarf kanski ekki að taka það framm að flest þessara krema eru fyrir kvennfólk, en merkilegt nokk þá eru öll "kallakremin" í smærri útgáfuni af umbúðum. Kanski þarf meira glys fyrir kvennfólkið....svona meira til að henda þegar heim er komið. Eða hendir fólk ekki yfirleitt pappaöskjuni þegar notkun hefst?

   (9 af 97)  
31/10/09 10:02

Regína

Til hvers ætti maður að geyma kassann? Auðvitað er honum hent! Mér dettur í hug að ein ástæðan fyrir þessum kössum sé sú að það er hægt að skrifa stærri stafi á þá.

31/10/09 10:02

Huxi

Í hinum harða heimi snyrtivöruviðskipta þá skiptir ímynd og sýnileiki öllu máli. Því er gert út á umbúðir og frumlega hönnun þeirra. Sýnileika er hægt að auka með stærri stöfum og því þá ekki að nota öll meðul sem bjóðast í pranginu og styækka bara helv... kassann. Gumsið sem í umbúðunum er, skiptir mun minn máli, ja svona álíka miklu máli og brúðgumi í hinu "fullkomna" brúðkaupi. Það er vissulega gott að líta út fyrir að geta gert eitthvert gagn, en þó aðallega bara vera til staðar...

31/10/09 10:02

Garbo

Í Body Shop þarf ekki að kaupa neinar auka umbúðir. Það líkar mér.

31/10/09 12:00

Vladimir Fuckov

Vjer skrifuðum eitt sinn fjelagsrit um dálítið svipað efni:

http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u =176&n=2284

Það þarf sem sagt verkfæri til að opna umbúðir utan um smáhluti á borð við minnislykla og að auki er m.a.s. hægt að 'slasa' sig á umbúðunum.

PS Í hlekknum í fjelagsrit vort bætir Gestapóið við eyðu á eftir "&u" sem þarf að fjarlægja til að hægt sje að komast í fjelagsritið.

31/10/09 20:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

...


Innihaldið æði rýrt
umbúnaður glæstur hylur
Kvenlegt eðli klárt & skýrt
kaupmaðurinn vísast skilur.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.