— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/08
Fjölskyldan.

Smávegis leikhússgagnrýni.

Ég og Næturdrottningin brugðum okkur í Borgarleikhúsið um daginn. Þar sáum við leikritið Fjökskyldan - ágúst í Osage-sýslu, eftir Tracy Letts.

Í stuttu máli sagt fjallar leikritið um fjölskyldu sem kemur saman eftir að faðirinn hverfur einn daginn. Ýmsir brestir koma upp og deilur af ýmsu tagi, frammhjáhald og óæskilegar ástir svo fátt sé upptalið. Okkur fannst verkið mjög gott, söguþráðurinn athyglisverður og persónusköpun með mikklum ágætum. Tónlist KK kemur mjög sterk inn og hjálpar til við að mynda listræna heild utanum, verkið, Það var hægt að hlægja að verkinu, en samt var alltaf þessi grátlegi undirtónn þarna. Leikurinn var með mikklum sóma og stóð þar uppúr af öðrum ólöstuðum stórfenglegur leiksigur Margrétar Helgu Jóhannsdóttur, en hana þekkja flestir sem Bjarnfreði úr Vaktarþáttunum. Hún leikur þarna ættmóðurina sem er lyfjafíkill og oft á tíðum hinn mesti vargur, Tekst að laða framm bros áhorfenda eitt andartakið, og laða framm tár hið næsta. Frábært. Hún á fyllilega skilið að fá Grímuna fyrir sitt frammlag. Ég hef bara ekki séð betri tilburði í leikhúsi.

Ég mæli með að fólk sjái þetta stykki. Þó að sýningin taki í heild sinni 4 tíma þá skiptir það engu máli. Massastykki sem ég gef hiklaust 5 stjörnur af 5 mögulegum. !!

   (12 af 97)  
2/11/08 06:02

Bleiki ostaskerinn

Margrét er algjör snilldar listakona.

2/11/08 01:00

Huxi

Ég sé engar stjörnur... En til lukku með vel hepnaða leikhúsferð. Það er ekki á vísann að róa þegar að leikhúsin eru annas vegar.

2/11/08 01:01

Dexxa

Enda er hún Margrét snilldar leikkona og, eins og Beliki nefnir, listakona.. væri til í að sjá þetta verk..

2/11/08 01:01

Jarmi

Er þetta oflof háð?

2/11/08 01:01

Jóakim Aðalönd

Úr því að þú mælir með því að fara á leikritið, þá ætla ég ekki að fara. FJÓRA TÍMA?! Ekki að ræða það...

2/11/08 01:02

Dula

Margrét sem flestir þekkja úr Bjarnfreðaróbjóðsruslinu.. nei aldeilis ekki þaðan minn kæri Nermal , Margrét þessi var löngu byrjuð að leika áður en sá óbjóður var lagður á borð fyrir almenning og hún er ÆÐISGENGIN leikkona sem hefur leikið í flestum góðum og eftirminnilegum þáttum og verkum á Íslandi.

2/11/08 05:02

Isak Dinesen

Alveg er ég viss um að Margrét þessi sé frænka hans Nermals. Annars hefði hann nú pottþétt ekki farið í leikhús á sama tíma og CSI Miami er endursýndur.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.