— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Tímaskekkja

Ranglát gjöld ríkisins

Hvernig er þetta með RÚV.... ættla þeir að hanga á þessum mjög svo óréttlátu afnotagjöldum mikið lengur? Er það ekki mannréttindabrot að ef að ég dirfist til að fá mér sjónvarp þá þarf ég að borga áskrift af einu stykki hundfúlli sjónvarpsstöð? Hvernig væri að þeir myndu nú stíga inní 21. öldina og leyfa fólki að velja hvort það vil RÚV eða ekki. Svarið við því er nú kanski einfalt. RÚV er svo leiðinleg stöð að það væru ekki margir áskrifendur. Hver vil sosum borga fyrir fransk/nepalska bíómynd?

Afnotagjöld voru kanski réttlætanleg fyrir svona 20 árum þegar ekkert annað var í boði. En núna er svo margt í boði, tölvan og sjónvarpið eiginlega runninn í eitt, fólk getur stjórnað sinni eigin dagskrá. Þrátt fyrir þetta þá þarf samt sem áður að borga RÚV.

Ég er með tillögu til að mótmæla þessari óréttlátu gjaldtöku. Allir þeir fjölmörgu sem aldrei horfa á RUV ættu bara að hætta að borga. Ef þeir fá enn gíróseðil þá fara með heftibyssu upp í RÚV og hefta hann á afgreiðsluborðið..eða nálægan vegg. Það á ekki að láta fara svona með sig.

   (91 af 97)  
1/11/04 15:02

Ríkisarfinn

Undarlegt hvað fólk sem segist aldrei horfa á RÚV er með það á hreinu að dagskráin sé drasl...RÚV er fínt mótvægi við annað efni.
Annað mál að það ætti kannski ekki að rukka beint afnotagjald heldur reka það á fjárlögum og taka það af aulýsinga markaði, ég væri alveg til í að borga eilítið hærri skatta og sleppa afnotagjöldunum.

1/11/04 15:02

Jóakim Aðalönd

Sammála. Mér líst vel á hina Brezku leid. Skipta RÚV upp og ríkid myndi bara reka menningarstod fyrir peninga skattborgaranna, med engum auglýsingum. Svo má deila um hvad myndi verda um hina stodina med bullinu frá Ameríku sem yrdi vaentanlega ókeypis, med auglýsingum.

1/11/04 15:02

Offari

Horfi lítið á sjónvarp en tel þó að ef ég mætti velja hvaða sjónvarpsstöð ég gerðist áskrifandi af held ég að önnur stöð yrði fyrir valinu.

1/11/04 16:00

Ívar Sívertsen

Rúv á að vera til í því formi sem það er núna, nema að afnotagjöld á að fella inn í skatta. Mikið hefur verið talað um að selja Rás 2 en ég tel það mjög misráðið því að Rás 2 er eina stöðin sem leikur mikið af þeirri íslensku samtíma-dægurtónlist sem kemur út. Hafa Bylgjan, Fm957, XFM, Xið eða KissFM einhvern tíman leikið lög með Geirmundi, Forgarði Helvítis og Hvanndalsbræðrum í röð? Rás 2 gerir það og hlýtur mikla virðingu fyrir. Ríkissjónvarpið sýnir Fransk/Nepölsku myndirnar en jafnframt sýnir það líka LOST, Desperate housewifes og Disneystundina. Og svo ég tali nú ekki um Rás 1 sem á oft á tíðun frábæra menningarþætti og fréttaskýringaþætti.

Mér finnst gott að eiga Rúv að þar sem ég hef ekki efni á því að vera með aðra ljósvakafjölmiðla í áskrift. VIð verðum að átta okkur á því að þegar við erum að borga afnotagjaldið upp á að mig minnir 2.600 kr. á mánuði erum við ekki bara að borga einhvern skítaskatt heldur erum við að standa vörð um menninguna í landinu sem myndi annars verða ameríkanseringu að bráð. VIð verðum að átta okkur á því að í eins litlu landi og Ísland er þá er ekki hægt að reka ríkisútvarp á afnotagjöldunum / skattatekjum einvörðungu. Auglýsingatekjur verða að koma þar inn í til að auka fjölbreytnina. Viljið þið sem aðhyllist þá stefnu að Rúv verði endalaust Mósaík og rykfallnir umræðuþættir svipta mig þeirri ánægju að geta horft á þætti á borð við LOST eða eyðileggja þá ánægju sem börnin mín hafa af Disney-stundinni á sunnudagsmorgnum? Ég bý á þannig stað að ég næ ekki Skjá einum, ég næ Omega illa (og hef ekki áhuga á að ná því vel), ég næ Stöð 2 og Sýn ágætlega en hef ekki efni á því að vera með þann pakka enda finnst mér dagskráin þar á bæ hreint afleit að mestu.

Hvað Rúv varðar þá hefur það oft gegnt mikilvægu öryggishlutverki þó svo að einu sinni hafi þeir klikkað all rosalega. En þeir létu sér það að kenningu verða. Um daginn varð kolvitlaust veður uppi á Holtavörðuheiði og einhver Rúv-andstæðingafasistinn gargaði í útvörp og sjónvörp að Rúv hefði átt að sinna meiri tilkynningaskyldu um að fólk ætti ekki að vera á ferli í þessu veðri á þessum slóðum. En þessi vitleysingur virðist ekki hugsa út í það að menn með hans skoðun hafa orðið til þess að dagskrárgerð hefur verið skorin niður á kvöldin á Rás 2 þannig að eingöngu er leikin tónlist þegar ekki eru fréttir. Svo var búið að spá þessu veðri hvað eftir annað í öllum fjölmiðlum svo fólk hefði ekki átt að láta það koma sér á óvart. Þessi fábjáni nýtti bara svona tækifæri til að ráðast á Rúv.

Ef Rúv yrði selt þá yrði það að enn einni síbyljunni og markaðshyggjudellunni. Við getum líkt því saman við það ef ÁTVR yrði selt, þá yrðu bara til vinsælustu tegundirnar en ekki alls konar flottheit og gourmet-vín eða snapsar á borð við Ákavíti. Ekki vildum við missa Ákavítið er það? Ég vil ekki missa Rúv.

1/11/04 16:00

Sæmi Fróði

RÚV þarf að vera til, best væri að þeir myndu fá föst fjárframlög frá ríkinu og hætta afnotagjöldum og auglýsingum.

1/11/04 16:00

Nornin

Ég væri til í að borga afnotagjöld í formi nefskatts, ef það væru engar auglýsingar á RÚV.
Á meðan þeir fá tekjur af auglýsingum þá vil ég ekki borga krónu!!

1/11/04 16:01

Hexia de Trix

Ég er algjörlega sammála mínum ektamanni (aldrei þessu vant...).

Ég hef bara þessu við að bæta:
Mér hefur alltaf fundist að þeir sem tala hæst um að Rúv eigi að fara á frjálsan markað séu fólkið sem veit ekki aura sinna tal og hefur efni á að vera með allt hitt í áskrift. Sömuleiðis er þetta fólkið sem býr á breiðbands svæði og/eða nær Skjá einum.

Fyrst það eru til blindir punktar á sjálfu höfuðborgarsvæðinu (ekki bara í Hafnarfirði get ég sagt ykkur) - hugsið þá um alla sem búa EKKI á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þeir bara að fá þætti á borð við Maður er nefndur og Gíslamartein? Því það er það sem myndi einoka Rúv ef það yrði tekið af auglýsingamarkaði.

Við verðum að átta okkur á því að um leið og einhver fjölmiðill er orðinn "frjáls" þá ´hefur hann líka frelsi til að hunsa það að ekki allir ná þessum fjölmiðli. Samanber Skjár einn.

Fyrir nú utan þá staðreynd að mér finnst dagskráin á Rúv miklu skemmtilegri en dagskráin virðist vera á Skjá einum, Stöð 2, Sýn og öllu hinu...

Að lokum:
Þeir sem tala um erlendar ekki-enskumælandi myndir á niðrandi hátt geta bara flust til Bandaríkjanna og tekið þar þátt í múgsefjuninni sem felst í því að horfa ekki á neitt "sem er með texta". Athugið að það á líka við um íslenska framleiðslu sem sýnd kann að vera þar vestra...

1/11/04 16:01

Isak Dinesen

Ég hef margt um þetta að segja, er í grundvallaratriðum sammála Nermal en ætla nú ekki að fara að tjá mig um það í einum orðabelg. Þá skrifa ég heldur félagsrit um málið.

1/11/04 16:01

Nornin

Ég væri til í að borga afnotagjöld í formi nefskatts, ef það væru engar auglýsingar á RÚV.
Á meðan þeir fá tekjur af auglýsingum þá vil ég ekki borga krónu!!

1/11/04 16:01

Offari

1/11/04 16:01

Ívar Sívertsen

Norn, þú ert farin að endurtaka þig. Eins og ég sagði að þá er Ísland of lítið til að hægt sé að reka ríkisfjölmiðil án auglýsinga. Hins vegar er alveg hægt að taka afnotagjöldin af skatttekjum íslendinga. Ég vil hins vegar ekki að það sé ákveðin upphæð á mann heldur bara að það sé tekin X upphæð úr sameiginlga sjóðnum sem er talsvert hærri en sú upphæð sem Rúv fær nú úr afnotagjöldum + fjárframlög frá ríkinu. Það er skelfileg tilhugsun að RUV verði líklega að einkahlutafélagi því þá eigum við eftir að missa svo mikla sérstöðu á sviði menningar og ísland verður amerískara en ameríka sjálf. Eins og Hexia bendir á þá er ömurlegt til þess að hugsa að Rúv verði aðeins með Maður er nefndur og Gíslamartein þætti. Ég tel mig og fjölskyldu mína ekki hafa efni á því að vera áskrifendur að einhverju öðru. Ef ég vildi t.d. vera áskrifandi að Stöð 2 þá væri ég að borga 5.045 á mánuði og það er tæplega tvöfalt það sem maður borgar fyrir Rúv og bara eina stjónvarpsstöð á móti einni sjónvarpsrás og tveimur útvarpsstöðvum. Á stöð 2 eru þættir sem ekki standast samanburð við þá sem eru á Rúv. Ég segi bara að Rúv er nauðsynlegt í alla staði!

1/11/04 16:01

Ívar Sívertsen

Já og annað... finnst engum það skjóta skökku við að heimta það að RÚV láti af auglýsingum en dásami svo Stöð 2 með allar sínar auglýsingar og himinháu áskriftargjöld?

1/11/04 16:01

albin

Ehhh... RÚV er eins og er skylda fyrir alla viðtækja eigendur, og verður skylda fyrir alla með nef með nefskatti.
RÚV er fær ríflegt fjárframlag frá ríkinu + afnotagjöld.
Með nefskattinum verðu búið að tryggja nokkurn vegin skil á "afnotagjöldum" og ekki tel ég ólíklegt fjármagn frá ríkinu muni halda áfram að stryma til RÚV.
Þetta er hluti af sérstöðu RÚV.

Annars er stöð 2 ekkert svo sérstök, en þú getur þá sagt upp ákriftinni þar.

1/11/04 16:01

Ríkisarfinn

Auglýsingar af RÚV, en það væri í lagi að hafa kostanir á einstaka liðum t.d. Lost, E.R., og þannig minka aulýsinga áreitið á skjánum það veitir ekki af.

1/11/04 16:02

Ívar Sívertsen

trúðu mér, hlutfall auglýsinga á Rúv er hjóm eitt við hliðina á áskriftarvarpinu.

1/11/04 16:02

Litli Múi

Ég er alls ekki sammála um að RÚV sé svona leiðinleg, hún er farin að sýna marga góða þætti eins og Týnd, aðþrengdar eiginkonur, Skrúbbar, þessi sjötíu þáttur og fleira. Svo áfram RÚV.

1/11/04 16:02

B. Ewing

Ég er varla í aðstöðu til að taka mikið til máls hér enda hlutleysi mitt ekki mikið. RÚV mætti alveg fara af afnotagjöldum og yfir á fjálög en þá þarf að tryggja að ekki sé byrjað að skera niður framlögin á hverju ári unz RÚV verði óstarfhæft, líkt og spítalarnir.
Enginn þáttur á Stöð 2 hefur heillað mig (utan Simpsons, sem ég sakna. Fæ þættina á DVD í staðinn enda endalausar endursýningar á Simpsons á Stöð 2).
Ekki ætla ég að borga 5000 kall á mánuði fyrir það.
-
Ef allt fer eins og ég held að verði (ef það er ekki nú þegar orðið klárt) þá mæli ég frekar með því að allir sem vilja og hafa efni á að fá sér auka áskriftarsjónvarp kaupi sér SKY
www.sky.com
Sky býður stærsta áskriftarpakkann sinn á 47,50 pund (um 5100kr.). Í þeim pakka er (auk annars) um það bil:

- 14 bíórásir
- 21 tónlistarrás
- 7 íþróttarásir
- 12 rásir frá Discovery og National Geografic
- 6 fréttarásir
- 6 BBC rásir (allar)
- 9 krakkarásir
- 11 Innlit Útlit (og þannig rásir)
- 30 og eitthvað afþreyingarrásir

Þetta kalla ég áskriftarpakka. Hvað ætli stöð 2 myndi rukka fyrir þetta allt ??

1/11/04 17:00

Ívar Sívertsen

918.435 á mánuði býst ég við... En af hverju ertu ekki hlutlaus?

1/11/04 17:01

Hexia de Trix

Þó ég sé ekki hrifin af miklu auglýsingaflóði, svona per se, þá fór ég að pæla í einu:

Hvað um fólkið sem nær bara Rúv og hefur ekki efni á öðrum stöðvum? (Jú, það eru fleiri en við Ívar sem svo er ástatt um.) Hafa auglýsendur engan rétt til að ná til þessa hóps? Hafa viðkomandi sjónvarpsáhorfendur ekki rétt til að frétta af nýjustu vörunum og tilboðunum?

Á meðan frjálsar og ókeypis stöðvar (eins og Skjár 1) geta ekki tryggt dreifingu til ALLRA landsmanna, þá eru auglýsendur hlunnfarnir um stóran hluta síns markhóps ef ekki má auglýsa á Rúv.

Bara pæling...

1/11/04 17:02

Ríkisarfinn

Þú fyrirgefurHexía en ég er ekki á því að hlutverk RÚV sé sð sjá til þess að þú vitir hvar er hagstæðast að gera innkaup eða hvenar einhver verslun er með tilboð, það er hlutverk auglysenda að finna leið til þín ekki hlutverk ríkisins að skaffa þeim verkfæri til þess.
Þetta gæti líka leitt til þess að aðrar stöðvar gerðu þá betur í að ná til stærra svæðis.

1/11/04 18:00

Jóakim Aðalönd

Eins og ég segi: Skipta RÚV í tvennt (sjónvarpinu). Annar helmingurinn yrdi rekinn á fjárlogum og sýndi bara menningarefni, til ad standa vord um íslenzka menningu og listir; hinn helmingurinn yrdi rekinn á auglýsingum, án fjárlaga og sýndi afthreyingarefni og flest annad sem flokkast ekki undir menningarefni. Thannig get ég ekki betur séd en ad allir yrdu ánaegdir (th.e.a.s. their sem geta nokkurn tímann ordid ánaegdir...).

1/11/04 18:01

Hexia de Trix

[Neitar nokkurn tímann að verða ánægð]

1/11/04 18:01

Texi Everto

RÚV er því miður helvítis drasl, gott dæmi um það er þegar var borgað undir rassinn á Hannesi Hólmstein um víða veröld svo hann gæti auglýst bókina "sína". Sá peningur hefði nú dugað til að borga einhver árslaun á sjúkrahúsum landsins.

1/11/04 18:01

Texi Everto

Það væri best að reka þetta á sama hátt, fjárlög + afnotagjöld en læsa dagskránni bara. Þannig geta þeir sem í raun horfa ekki á draslið sloppið við þessa óréttlátu gjaldtöku.
Mér finnst þetta svo augljóst og ég skil ekki afhverju þetta hefur ekki verið gert. Ég er nokkuð viss um að stöð 2 myndi glöð bjóðast til að samnýta afruglara með RÚV.

1/11/04 18:01

B. Ewing

Stöð 2 vildi ekki samnýta afruglara með Landsímanum / Símanum. Hví ættu þeir að vera viljugri til þess að fórna 3ja ruglunarkerfinu sínu fyrir samstarf við RÚV. Mig langar ekki í enn eitt afbrenglunartækið í sjónvarpshilluna.
Af einhverjum orsökum (skiljanlegum eða ekki) voru DÍ með á rásavalinu (sem stöðugt þarf að uppfæra) RÚV á 1 en Stöð 2 á 2. Nú er RÚV ekki lengur á 1 (og skil ég það alveg) heldur er Stöð 2 komin á 1.
Kannski ruglingslegt en þeir sem hafa Digital dótið hjá sér vita við hvað er átt.

1/11/04 19:01

Mjási

Heftaðu gíróseðilinn hvar sem þú vilt, þessvegna fyrir rassgatið á þér.
RÚV er bráð nauðsinlegt hverju því mannsbarni sem hættir sér upp fyrir Ártúnsbrekku.
Hinsvegar er ég hlynntur nefskatti í stað afnotagjalda.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.