— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Ýkjusögur

Toppunnarþörf er raunverulegur sjúkdómur.

Ég þekki mann sem þjáist mjög svo af svokallaðri toppunnarþörf. Það er næsta sama hvað maður segir... hann hefur alltaf gert betur. Ég sagðist t.d hafa borðað heilann kjúkkling í eitt mál, þá kom.. já ég borðaði einusinni tvo, þegar ég var útá Spáni. Þetta er þó ekki neitt. Hann hefur fullyrt það án þess að blikna að hann hafi "gertða" 17 sinnum á einum sólarhring. SAUTJÁN SNNUM !!

Kanski er ég bara svona ömurlegur elskhugi en ég tel þetta vera svo stjarnfræðilega fráleitt að fátt er stjarnfræðilera. En þar sem ég er ekki alvitur þá vil ég leita til gáfaðasta fólks sem ég þekki...ykkar mínir kæru félagar. Er virkilega mögulegt að stunda kynlíf 17 sinnum sama sólarhringinn??

   (64 af 97)  
1/11/05 13:02

Offari

Ég hef gert það 20 sinnum

1/11/05 13:02

Tigra

Er hann svona fljótur að fáða?

1/11/05 13:02

Galdrameistarinn

17 sinnum? Ekki er þessi vinur þinn kanína?

1/11/05 13:02

hundinginn

Það sem vel er gert er óþarfi að gera aftur!

1/11/05 13:02

Litla Laufblaðið

Piff það er sko ekkert mál!

1/11/05 13:02

B. Ewing

Ég get alltaf gert betur en þið hinir.

1/11/05 13:02

Gaz

17 Sinnum? Fer eftir því hvað teljist vera "einusinni".
Ef það eru engar fullnæingar í neina áttina, bara svolítið pot öðru hverju, þá er það alveg "hægt". Það er barasta ekkert að vera stoltur yfir. Ég væri allavega orðin leið á þessu tillgangslausa poti.

1/11/05 13:02

Tigra

Mig rámar í að einhver ung dama hafi sængað hjá 50 karlmönnum á einum degi, en það var til að slá eitthvað met held ég... og án efa allt voða stutt og laggott.

1/11/05 13:02

Offari

Það er allveg hægt að vera snöggur en dömurnar eru yfirleitt ekkert fyrir svoleiðis skyndikynni

1/11/05 13:02

hundinginn

Voru það ekki fimm HUNDRUÐ? bjevítans hóran!

1/11/05 13:02

Tigra

Jú veistu hundi... það gæti alveg verið rétt hjá þér.
Kannski voru það 500.

1/11/05 13:02

hundinginn

Æ mjer rámaði í þetta. Alls ekki það að jeg hafi sjeð Indy 500 sko...

1/11/05 13:02

Aulinn

Ég hef gert það ca. 20 sinnum, þá með plasttyppi.

1/11/05 13:02

Haraldur Austmann

Já, ég var 452. í röðinni. Helvíti subbulegt orðið þá.

1/11/05 13:02

Offari

Varst þú kannski einn þeirra?

1/11/05 13:02

Nermal

Ég vil allaveganna gera það bara almennilega og þá kanski ögn sjaldnar. Spurning hvort ég sé á rangri braut.

1/11/05 13:02

Galdrameistarinn

Ég hef reyndar komist að því í gegnum tíðina að það virkar langbest fyrir báða aðila ef karlinn liggur á bakinu og mastrar en kvinnan kemur sér fyrir á mastrinu og ræður ferð að þá getur hún haft ákaflega marga góða toppa út úr því.
Aðalega þó masturstoppa.

1/11/05 13:02

hundinginn

PERRAR!

1/11/05 13:02

Tina St.Sebastian

Verstu toppararnir eru veikindatoppararnir. "Ég brákaði á mér úlnliðinn" "Það er ekkert, ég missti fótlegginn!" "Iss, ég er dauður!"

1/11/05 13:02

Þarfagreinir

Ég er farinn að halda að þú sért með kynlíf á heilanum, Nermal. Getur það verið?

1/11/05 13:02

Hvæsi

Annabel Chong er góð stelpa sem var bara að fjármagna námið sitt...

1/11/05 13:02

Húmbaba

Skil ég það rétt að þið hafið sofið hjá stelpu?

1/11/05 13:02

Nermal

Auðvitað er ég með kynlíf á heilanum!! ég er lifandi

1/11/05 13:02

Dula

Það er ekki hægt að gera það VEL 17 sinnum á einum degi, kannski einum sólarhring á viagra og amfertamínsterum en ekki bara einn og sér án hjálpartækja . Iss piss þoli ekki toppara.

1/11/05 13:02

Nornin

Ja, konur geta léttilega gert það 17 sinnum á sólarhring, en ég held að sá karlmaður finnist ekki sem getur það.

1/11/05 13:02

Offari

Þurfa konur því fleiri en einn maka til að sinna sér?

1/11/05 13:02

Tigra

Tjah.. ef þær ætla ekki að gera neitt annað allan daginn.

1/11/05 14:00

Jóakim Aðalönd

Hvað er þetta ,,kynlíf"? Er það eitthvað sem fólk setur í krukkur og borðar svo?

1/11/05 14:00

Offari

Þetta er eitthvað svipað og það sem þið kallið andardrátt.

1/11/05 14:00

Dula

Jóakim Aðalönd, ég trúi þessu nú ekki.
Svona heillandi maður einsog þú, að spyrja einsog fávís önd.

1/11/05 14:00

U K Kekkonen

Auðvitað er það hægt. En er eitthvað gaman af því þeas að gera það 17 sinnum á sólarhring, um það má deila.
Persónulega finnst mér svona 3 á sólahring vera gott.

1/11/05 14:01

Jóakim Aðalönd

Já, það er svona að hafa helgað líf sitt peningum. Þá er ýmislegt sem fer fram hjá önd.

1/11/05 14:01

Ísdrottningin

Nei, nú ýkir þú.

1/11/05 14:01

Sloppur

Síðast þegar jég vissi var metið víst 620. Hún heitir Houston, stúlkan sem metið setti fyrir örfáum árum síðan.

Annars er mitt met 8 sinnum á einum degi.
Tók einu sinni heila helgi í þetta og náði 19 skiptum á 57 klukkutímum. Jég var með strengi í tæpa viku og mjér stóð ekki í þrjá daga á eftir!

1/11/05 14:01

Blástakkur

Þið drekkið greinilega ekki nógu mikið kóbaltkóla.

1/11/05 14:01

Haraldur Austmann

Hvurslags pervismi er það eiginlega að ríða með dagatal í annarri hendinni og skeiðklukku í hinni?

1/11/05 14:01

Galdrameistarinn

Ég játa mig sekan um glæp.
Ég hef aldrei talið skiptin hjá mér.
[Roðnar óstjórnlega og skammast sín]

1/11/05 14:01

Jóakim Aðalönd

Áztu 19 krukkur af þessu á 57 tímum Sloppur? Þetta hlýtur að vera gott á bragðið þá.

1/11/05 14:01

Húmbaba

EKki ósvipað og kóbalt á bragðið kannski

1/11/05 14:01

Dexxa

Ég held að það sé kannski hægt.. en það væri ekkert varið í það..

1/11/05 15:01

krumpa

Iss - þetta er ekkert mál (alla vega fyrir betra kynið) - spurningin er hins vegar AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM??

1/11/05 15:01

krumpa

PS. Offari - hefurðu gert það 20 sinnum? Yfir ævina þá? (springur úr hlátri yfir eigin húmor...)

1/11/05 15:01

Þarfagreinir

[Springur úr hlátri yfir húmor krumpu, sem er líka eigin húmor þar sem honum datt þetta í hug líka]

1/11/05 15:01

Haraldur Austmann

Glúmur á ferð.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.