— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/10
Erfingi

Já. Ég held að ég megi segja frá þessu hér á Baggalút. Turtildúfurnar eiga von á barni. Næturdrottningin er gengin 16 vikur með barnið, þannig að þetta er væntanlegt um miðjan febrúar. Móður heilsast þokkalega og tölverð tilhlökkun er í gangi, enda er þetta fyrsta barn okkar.

   (5 af 97)  
9/12/10 02:01

Heimskautafroskur

Gratúlera gegt.

9/12/10 02:02

Regína

Til hamingju!

9/12/10 02:02

Garbo

Til hamingju turtildúfur! Gangi ykkur vel.

9/12/10 02:02

Skabbi skrumari

Til lukku, gangi ykkur vel... og Nermal, nú þarft þú að drekka tvöfallt meira ákavíti, fyrst Næturdrottningin getur það ekki...

9/12/10 02:02

Grágrímur

Til hamingju!

9/12/10 03:00

Grýta

Innilega til hamingju Nermal og Næturdrottning.

9/12/10 03:01

hlewagastiR

Dásamlegt, til hamingju bæði tvö. Ef þetta verður strákur þá veit að hann fær nafnið Hlégestur.

9/12/10 03:01

Hvæsi

Þetta gastu, þau eru semsagt bæði gengin niður.

En til hamingju, vonandi mun afkvæmist líkjast móðurinni frekar en föður. Og ég mæli með karlmannsnafninu Hvæsi.

9/12/10 03:02

Línbergur Leiðólfsson

Til hamingju með ykkur. Og erfingjann.

9/12/10 04:00

Herbjörn Hafralóns

Til hamingju!

9/12/10 05:00

Galdrameistarinn

Til hamingju með væntanlegan erfingja.

9/12/10 05:01

Kiddi Finni

Til hamingju og gangi ykkur vel! Og ég veit að ef þetta verður sveinbarn verður það sent til Finnlands í skógarhögg eftir fermingu.

9/12/10 06:00

Golíat

Já til hamingju með þetta ævintýri. Njótið!

9/12/10 06:02

Offari

Til hamingju.

9/12/10 06:02

Vladimir Fuckov

Til hamingju - og það er rangt hjá Skabba að þjer þurfið að drekka tvöfalt meira ákavíti. Þjer þurfið að sjálfsögðu að drekka þrefalt meira því Næturdrottningin telst tvöföld.

9/12/10 07:01

Nermal

Takk fyrir góðar kveðjur kæru vinir. Nú þarf ég að fara að eignast eitthvað svo erfinginn hafi eitthvað að erfa....

9/12/10 07:01

Hvæsi

Erfinginn (Litli Hvæsi) þarf ekkert annað en aðgangspassa hingað á Gestapó.

9/12/10 07:02

Anna Panna

Jahá þeim fjölgar stöðugt sem eiga ættir að rekja til Baggalútíu! Til hamingju með þetta, bæði tvö.

9/12/10 03:02

Villimey Kalebsdóttir

Til hamingju með þetta bæði tvö.

9/12/10 03:02

Billi bilaði

Til hamingju.

9/12/10 05:00

Andþór

Innilega til hamingju!

9/12/10 08:01

U K Kekkonen

Til hamingju.

9/12/10 15:02

Lopi

Til hamingju!

10/12/10 03:02

Álfelgur

Til hamingju.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.