— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/06
Hjólreiðar

Já, ég hef verið feikna duglegur núna undanfarið. Síðustu fimm daga hef ég hjólað í vinnuna. Þetta er nú ekkert sérstaklega langt eða 1,6 km hvora leið styðsta leið. Ég hef nú samt farið ögn lengri leið. Þannig hjóla ég rúma 4 km daglega.

Ég mæli með þessu fyrir alla. Maður vaknar alveg ágætlega við að brenna niður brekku í morgunkulinu. Ekki veitir af því þegar maður þarf að mæta kl 5:30. Svo sparar maður peninga.

Grafið nú út gamla hjólhestinn og leggið af stað.

   (46 af 97)  
5/12/06 15:02

Billi bilaði

Á engan lengur.

5/12/06 15:02

Rattati

Búinn að selja minn, því miður.

5/12/06 15:02

Regína

Góð hugmynd. Takk fyrir að minna mig á.

5/12/06 15:02

krossgata

Minn er löngu ryðgaður niður og kominn til lands hinna horfnu reiðhjóla og lifir þar nýju lífi geri ég ráð fyrir.

Annars eru það þessar 2-3 vikur ársins núna þar sem ekki má láta sjá sig utandyra án hjólreiðaáróðurs. Þeir sem helst halda uppi áróðrinum koma við á svokölluðu Selfossi á leiðinni heim í Kópavoginn úr vinnunni í Reykjavík, til að hala inn kílómetrafjöldanum í fyrirtækjakeppninni. 22. maí fara svo velflest hjólin í hjólageymsluna aftur.

5/12/06 16:00

Offari

Það er 15 kílómetrar fyrir mig að fara í vinnuna þá tek ég frekar strætó.

5/12/06 16:00

Upprifinn

Offi minn, miðað við hvernig þú leíst út síðast þegar ég sá þig þá hefðirðu bara gott af því að hjóla.

5/12/06 16:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Fyrir allnokkru hugðist ég kaupa mér hjólhest, með það í huga að nota hann tilað koma mér í vinnuna þegar aðstæður krefðu. Mínir nánustu fengu mig ofanaf þessari hugmynd, bæði með háðslegum glósum & réttmætum athugasemdum.

Samt blundar enn, innrameðmér, sú hugdetta að láta verða af því að ferðast um á reiðhjóli þegar því verður mögulegast komið við.

5/12/06 16:00

Útvarpsstjóri

Ég hef einnig tekið upp á því að hjóla til og frá vinnu, sem er bara nokkuð hressandi. En er ekki frítt í strætó á Akureyri Nermal, svona úr því þú nefnir sparnaðinn.

5/12/06 16:01

Næturdrottningin

Já. Þetta er algjör snilld Nermal. Ég myndi líklega taka þig til fyrirmyndar og gera slíkt hið sama ef ég ætti hjól haha.
Haltu þessu áfram.

5/12/06 16:01

Nermal

það er jú frítt í strætó, en ég er næsta viss um að þannig transport tæki mun lengri tíma. Svo auðvitað notar maður hjálm !!

5/12/06 16:01

Jarmi

Í heilt ár hjólaði ég úr Breiðholtinu og niður á Granda á hverjum morgni klukkan hálf sjö og til baka klukkan korter yfir fjögur eftir vinnudag í fiskinum. Djöfull var maður í góðu formi í þessa gömlu góðu daga. Sleppti ekki úr degi nema þegar gerði blindbyl.

Ánægður með þig Nermal, haltu þessu áfram.

5/12/06 17:01

Hakuchi

Þetta er aðdáunarverð harka. Sjálfur tek ég hjólið varla fram nema þegar það er logn og heiðskírt. Sem þýðir auðvitað að ég hjóla allt of sjaldan.

5/12/06 17:01

Dula

'eg tók út hjólhestinn minn um daginn og það þarfnast einhverrar aðhlynningar því að gírarnir voru eitthvað ekki að standa sig.

5/12/06 17:02

Gvendur Skrítni

Hef sjálfur verið að bauka við þetta og mæli eindregið með þessu.

5/12/06 18:01

Isak Dinesen

Ég keyri aldrei til vinnu. Það er partur af baráttu minni gegn sófakartöflulifnaðarháttum samtímans.

5/12/06 18:01

Vímus

Ég á kunningja sem er ákaflega stoltur af því að labba daglega til og frá vinnu.
Hann er leigubílstjóri:

5/12/06 18:02

Vímus

Jarmi þetta var brandari ársins hjá þér.
Slepptir ekki úr degi nema þegar gerði blindbyl. Hahahahahahahaha!
Þú nefnir ekki allar vikurnar sem þú slepptir þegar þú varst blindfullur! Hahahahahhehehehehohohohohoho!

5/12/06 18:02

Jarmi

Ég fúnkera þegar ég er fullur Vímus. Ólíkt sumum fjólubláum pilluhausum sem ég þekki.

5/12/06 19:01

Jóakim Aðalönd

Ég geng ekki þegar ég get hjólað, ég hjóla ekki þegar ég get keyrt og ég keyri ekki þegar ég get látið einhvern annan keyra mig. Skál og prump!

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.