— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/05
Ökufantar

Sumir láta bara aldrei segjast

Mikð hefur verið rætt og ritað um ofsaakstur svokallaðann. Það er einhver þröngur hópur ökumanna sem stundar þá iðju að aka eins og druslann dregur um götur og vegi.Og oftar en ekki eru þær "druslur" upptjúnaðar imprezur ofurþjappaðir bimmar og jafnvel átta gata amerískir ofurkaggar. Þetta er fíkn fyrir suma, adrenalín og mikið kikk. Ég viðurkenni það að ég hef gefið hressilega í, en það er sjaldann og enungis ef aðstæður eru hinar bestu. Hef eningis einusinni fengið sekt fyrir hraðakstur og það var á MIkklubrautinni. Ég reyni að passa mig

En það eru ekki allir svona. Þessir ökunýðingar eru að vísu stoppaðir stöku sinnum líka, fá sínar sektir og eru jafnvel sviptir ökuleyfi tímabundið. En í sviptingalöggjöfinni er galli. Menn fá prófið aftur. Ég las smá grein á netinu þar sem minnst var á náunga sem var búið að sekta 20 sinnum !! og svipta tvisvar. Svona vanvita þarf að taka úr umferð. Það dugar ekki að svipta í 3 mánuði eða 6 mánuði. Nei svona menn á að svipta ÆFILANGT og þá meina ég æfilangt. Nú eru menn sviptir æfilangt en geta sótt um náðun eftir einhver tvö ár eða svo. Ég vil sjá þetta harðara. Það á ekki að sýna svona brjálæðingum neina miskun. Taka þá varanlega úr umferð. Ofsaakstur er ekkert ósvipaður og óvarleg meðferð skotvopna. Ég veit nú ekki annað en menn séu sviptir skotvopnaleyfi og vopn gerð upptæk við þessháttar frammferði. Ætti að vera eitthvað annað í umferðinni??

En auðvitað verðum við öll að horfa í egin barm og sjá hvort við getum bætt okkur á einhvern hátt í umferðinni

   (70 af 97)  
31/10/05 06:01

Þarfagreinir

Ég er sammála. Menn sem eru teknir æ ofan í æ fyrir svona akstur, og hafa með því sýnt að þeir hafa þroskastig á við smákrakka, eiga einfaldlega ekkert með það að keyra bíl. Þeir geta þá bara tekið strætó.

31/10/05 06:01

Rósin

Ég hjóla nú bara.

31/10/05 06:01

Vamban

Við ættum öll að keyra um á ríkisbílnum Lödu sport!

31/10/05 06:01

bhelgason

mer finst að það ætti að svifta þá sem svína á strætó og eru með fullan bíl af folki( er ekkert nema morðtilraun við farþegganna í litla bilnum)

31/10/05 06:01

Skabbi skrumari

Góð þótti mér hugmyndin að taka af þeim bílana á sama tíma og þeir eru sviptir ökuskirteini... þeim myndi svíða það...

31/10/05 06:01

B. Ewing

Það þarf að endurskoða sektir og sviptingar, hvort sem það er á skírteini, bifreið eða öðru. Núverandi kerfi tekur ekki nógu mikið á vandanum.
Þetta er svipað og í stað þess að foreldri rasskelli fyrir óþekkt þá komi tiltal og "aftur út að leika þér" í staðinn.
Mér skilst að sumsstaðar í Bandaríkjunum séu menn sviptir ævilangt eftir að hafa verið sektaðir þrisvar. Skiptir þá engu hvort þeir gleymdu stefnuljósinu í öll skiptin eða voru með glannasakp. Það er kannski fullstrangt miðað við óagað umhverfið hér á landi en er hinsvegar fyrirmynd sem gæti orðið markmið til framtíðar.

31/10/05 06:01

Nermal

Gallinn við að taka bíla af mönnum er að sumir aka um á lánsbílum, foreldra, systkyna eða annara. Spurning með að rassskella ökufanta á almannafæri.

31/10/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Í Noregi er fólk sett í mánaðar langt fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Undantekningarlaust!

Þetta kerfi mætti taka upp hér á landi þegar fangelsismálin eru komin í góðan farveg, þ.e.a.s. EF fangelsismálin komast í góðan farveg. Sama mætti gilda um ítrekuð hraðasktursbrot. Við fyrsta brot: Viðvörun. Við annað brot: Sekt (há) og við þriðja brot: Fangelsi. Amen.

31/10/05 06:01

Kargur

Ég las nýverið niðurstöður rannsóknar á því hvað menn hræðast mest eftir að hafa verið stoppaðir af lögreglunni hér ytra. Svipting ökuleyfis var langhæst, svo komu sektir. Það væri vel þess virði að svipta þá sem eru teknir á ofsahraða ökuskírteininu. Þau mannslíf sem bjargast við það eru vel þess virði að tillitslausir fávitar þurfi að labba/hjóla/taka strætó það sem eftir er ævinnar. Það mundi ugglaust stórdraga úr hraðakstri.

31/10/05 06:01

Úlfamaðurinn

Lestu bókina eða skáldssöguna Terminator; The Future War. Þar færðu að kynnast almennilegum, ekta stjórnlausum bílum sem þurfti ekki einu sinni fólk til að aka í og voru algjörlega óvopnaðir.

31/10/05 06:01

Litli Múi

Þá er spurningin hvort það stoppi menn nokkuð þótt þeir missi ökuskírteinið. Menn á bara að fangelsa ef þeir fara ákveðið mikið yfir hámarkshraða.

31/10/05 07:00

Vladimir Fuckov

Stoppi ökuleyfissvipting menn eigi er til önnur lausn: Að svipta þá bílnum (eins og nefnt hefur verið). Gallinn við það er sá að stundum er ökumaðurinn eigi eigandi bílsins þannig að málið er ekki alveg einfalt. E.t.v. þarf að hækka sektir og jafnvel tekjutengja þær.

31/10/05 07:00

Jóakim Aðalönd

...eins og gert er á hinum Norðurlöndunum.

Svo má hafa einfalda refsingu við að keyra próflaus: Fangelsi og há sekt. Það hlýtur að hafa tilætluð áhrif.

31/10/05 07:01

blóðugt

Það er eitt sem mér þykir rosa "sniðugt"; það er að heyra í morgunfréttum að lögreglan í Reykjavík hafi kvöldið áður verið með hert eftirlit og tekið heila þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur.
Það sem mér þykir sniðugt við þetta er að sjálf hef ég verið að keyra á miklubraut eða bara hvar sem er, og tugir bíla svífa framúr mér þó ég sé sjálf að keyra á löglegum hámarkshraða. Það heyrir til undantekninga að fólk keyri á löglegum hraða. Þegar hámarkshraðinn er 70 er ekki "ÓKEI" að keyra á 90, o.s.frv.

Bara í djeilið með liðið og tekjutengja sektirnar.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.