— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/06
Reyklaust takk

Þú finnur muninn.Enginn vafi á því

Ég hef það alveg á kristaltæru núna að það er mun betra að kyssa kvennfólk sem ekki reykir. Á alls ekki svo löngu tímabili hef ég prufað hvort tveggja, að kyssa stúlku sem reykir og svo aðra sem ekki reykir. Reykbragðið situr nefnilega ansi vel í munninum og er eiginlega ekkert sérstaklega gott verð ég að viðurkenna. Kanski breytir það einhverju að ég er sjálfur reyklaus og þannig ekki reykmengaður. En allaveganna er það morgunljóst að það er himinn og haf þarna á milli. Ég vil helst af öllu reyklaust héðann af!

   (53 af 97)  
2/12/06 20:01

krumpa

Og pointið er hvað? Að þú ert hóra?
Að þú velur þér kvenfólk til fylgilags eftir því hvernig það bragðast? En ekki hver og hvernig manneskjan er?
Jájá, það er betra að kyssa reyklausa - og það er betra að vera kysstur ef maður er reyklaus (þá eru ekki allir taugaendarnir í munninum dauðir - þetta veit ég sjálf). Hvar skiptir þetta máli? Í hóruhúsi? Kossakeppni? Flestir eru sem betur fer að kyssa MANNESKJU en ekki bara vel eða illa bragðandi munn.

2/12/06 20:01

Offari

Það er alltaf gott að kyssa konur.

2/12/06 20:01

Tina St.Sebastian

Þá er ég að minnsta kosti örugg um að þú reynir ekki að kyssa mig. Hjúkk.

2/12/06 20:01

The Shrike

krumpa: hefur þú sem sagt engin atriði sem þú notar til viðmiðunar?

2/12/06 20:01

Regína

Sko, það er gott að kyssa þann sem maður er skotinn í, og þó ég kysi frekar að verða skotin í reyklausum þá er það bara ekki alltaf þannig. Punktur.

2/12/06 20:01

krumpa

Það sem Regína sagði - nákvæmlega.
Þó ég vildi gjarnan vera skotin í Brad Pitt -og hann þá í mér þá er það bara ekki þannig. Maður verður hrifinn af einhverjum heildarpakka og þá er bara að taka því þó að viðkomandi reyki, reyki ekki, sé með lítil brjóst eða stóran rass...
Það er ákaflega grunnt að velja fólk án þess að skoða þennan heildarpakka - og útiloka fólk af því það reykir, er aðeins of mjótt eða feitt eða með gleraugu...

2/12/06 20:01

Dula

Skítt með það ef einhver reykir, ég vil bara að hann kyssi án þess að vera að skylmast með tönnunum , éta mann eða slefa á andlitið á manni. Ég reyki ekki og hef aldrei reykt. En að ég fari að dæma fólk á því einu , hvort það reyki eða ekki , ekki sanngjarnt.

2/12/06 20:01

freðmundur

Sko, ég kyssti einu sinni fjórar stelpur á tímabilinu x til y. Tvær reyktu, en tvær voru reyklausar með öllu. Ein sem reykti var pínulítið andfúl, en hin sem reykti var það alls ekki heldur var bara mjög þægilegur keimur uppi í henni og af henni allri. Hins vegar var önnur af þeim sem voru reyklausar mjög andfúl, en hin reyklausa var bara svona hlutlaust hvað þessu varðar. Svona getur fólk verið misjafnt og ´lífið skrítið..

2/12/06 20:01

B. Ewing

[Sendir öllum fingurkossa] Langsniðugasta aðferðin! [Ljómar upp]

2/12/06 20:01

Hakuchi

Tvær? Lausláta gála.

2/12/06 20:01

albin

Lambakjét er mjög gott ferskt, líka reykt.

2/12/06 20:01

Jarmi

Kysstu mig nú konu-angi
klessum saman holdið bleikt.
Þó að smettið þvílíkt angi
þverrifan sé útúr reykt.

2/12/06 21:00

feministi

Ertu með stút á munninum á þessari mynd?

2/12/06 21:00

Jóakim Aðalönd

Kossar eru verkfæri djöfulsins, reyklausir eða reyktir. Það ætti að banna það að viðlagðri þeirri refsingu að kyssa rassinn á kálfi sem er með skitu.

2/12/06 21:01

Tina St.Sebastian

Hvaða andkossaáróður er þetta Jóki minn? Berin-súr-syndrome?

2/12/06 21:01

Tina St.Sebastian

Svo vil ég benda fólki á það að ég er ekki andfúl út af reykingum, heldur tannskemmdum. Reykingarnar bæta andfýluna ef eitthvað er.

2/12/06 21:01

Tanngarður

"Að kyssa reykingarmann er eins og að sjúga hor úr sjálfdauðu hrossi sem hefur legið í rotþró í marga mánuði." Var ekki táningafræðarinn einhvernvegin þannig

2/12/06 22:00

Jóakim Aðalönd

Gott ef ekki. Annars eru berin ekkert súr. Þau eru bara fá sem betur fer. Kossar eru smitleið allskyns sjúkdóma.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.