— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/09
Latibær Inc.

Stundum fara góðir hlutir rangan veg

Margir hafa efalaust fagnað Latabæ á sínum tíma. Boðskapur þáttana er líka góður. Það er gott að hreyfa sig og borða hollan mat, vera vænn við vini sína og fleyra þannig. Aukin heldur eru þættirnir vandaðir í alla staði, brúðurnar flottar og allt það.

Það er hinnsvegar þessi svakalega markaðsvæðing sem er í kringum þættina sem mér þykir ekki sniðug. Nú er t.d komið svokallað "íþróttanammi" sem eru jú bara ávextir í frauðplastbakka. Held að þeir séu ekkert betri ávextir en þeir sem eru í ávaxtaborðinu, en ég er næsta viss um að þeir eru dýrari. Svo er til Latabæjarvatn, Latabæjarjógúrt og kynstrin öll af alskyns annarskonar Latabæjarvarningi.

Svona markaðsvæðing sem er beint að börnum þykir mér mjög svo neikvæð og er foreldrum efalaust vandi á höndum þegar krakkagríslingurinn vil ekki borða appelsínu nema hún heiti íþróttanammi. Menn meiga aðeins fara að hugsa sinn gang í þessu efni og slaka aðeins á gróðafíknini.

   (8 af 97)  
31/10/09 23:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta get ég tekið undir, heilshugar – var einmitt að hugsa þetta sama fyrir örfáum dögum síðan. Þarft & gott rit.

31/10/09 23:00

Barbapabbi

Neinei menn reka fyrirtæki til að græða á þeim og hugsa einungis þann gang. - kauptu bara appelsínu úr ávaxtaborðinu og segðu barninu að þetta sé íþróttanammi - það þarf nú ekki flókna barnasállfræði til að villa því sýn - markaðsáróðuðurinn mun vinna með þér og allir græða nema latabæjarmaskínan.

31/10/09 23:01

Sannleikurinn

Latibær eru sem sagt heimkynni Fegeleins. Förum til Latabæjar svo við getum fundið Fegelein og rjettað yfir honum. Fegelein! Fegelein! FEGELEIN!!!

31/10/09 23:02

Kargur

Það bezta er að svo virðist sem það sé alls enginn gróði af þessu öllu saman.

1/11/09 01:01

Heimskautafroskur

Þegar byrjað var að auglýsa „íþróttanammið“ fyrir nokkrum vikum velti ég því fyrir mér hvar maður fengi íþróttasígaretturnar...

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.