— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/05
Er verið að flýta sér?

Smá hugleiðing um umferðina.

Ég fór til að kaupa mér bensín í dag. Það er svosem ekkert sem er í frásögur færandi. Ég fer niður að stöð Orkunar við Hagkaup, kaupi mitt bensín og fer. Þá sé ég að fólk er að kveikja á kertum og leggja blómvendi við Víking-Brugg húsið. Fyrst dettur mér í hug að fólk sé að minnast unga mannsins sem fórst á jöklinum fyrir skömmu..hann hafði kanski unnið þarna. Datt annað líka í hug, að þarna hefði orðið slys og ég ekki séð það í hádegisfréttunum.

Því miður þá var seinni tilgátan hjá mér rétt. Í morgun þá lést ungur maður í bílslysi þarna á horninu. Hann hafði verið farþegi í Subaru Impreza bifreið sem ökumaður missti stjórn á með þeim afleiðingum að hún skall með hliðina á húsveggnum. Í samtali við lögreglumann á slysstað var hraðakstur talin líklegasta skýringin.

Er þetta ekki alltof algengt? Fólk er að aka alltof hratt. Þarna var um að ræða Subaru Impreza bifreið, bíl sem er yfir 200 hö. Og hvað gera ungir menn sem eiga öfluga bíla? jú þeir aka hratt, jafnvel með einhverja töffarastæla. Þetta getur verið afleiðingin. Ökumaðurinn lést ekki, en farþegi á hans vegum dó. Hann þarf því að hafa líf annars manns á samviskuni það sem eftir er. Það er þungur kross að bera.

Það er þessvegna aldrei of oft sagt að fólk verður að fara varlegar í umferðini. Það er gamann að keyra hratt, ég hef ekið yfir löglegum hraðamörkum og sloppið með það. En hraðakstur getur verið fljótur að snúast uppí hræðilega martröð. Förum því öll varlegar.

   (82 af 97)  
3/12/05 04:02

Offari

Því miður eru of margir búnir að fara í umferðinni í ár vonandi stoppar nú martröðin.

3/12/05 05:01

Gaz

Hraðakstur er nokkuð sem er í lagi undir réttum kringumstæðum og ef að maður fer nógu varlega til að valda ekki skaða ef svo færi að maður myndi lenda í einhverjum vandræðum.
Hluti vandamálsinns sem er á bak við svona slys er að töffaranum var of vænt við bílinn sinn til að fara út og láta bílinn snúast og renna til einhversstaðar á ísi lagðu, helst tómu, bílastæði. Eða einhversstaðar þar sem það er hægt að láta bílinn renna til aðeins bara til að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hagar sér maður myndi byrja að missa stjórn á kagganum. Neibb! Bílinn er of flottur og of dýr til að láta hann renna til og eiga það á hættu að kannski skaða hann.

3/12/05 05:01

blóðugt

Ég myndi nú ekki segja að ofsaakstur væri í lagi undir neinum kringumstæðum í venjulegri umferð, á venjulegum bílum og við venjulegar aðstæður. Hraðakstur er varasamur, sama við hvaða aðstæður. Varasamur og aldrei "í lagi."

3/12/05 05:02

Nermal

Ef menn vilja stunda ofsaakstur þá mæli ég með Gran Tourismo eða einhverjum viðlíka tölvuleikjum.

3/12/05 06:01

Gaz

Ofsaakstur er einn hlutur. Hraðakstur er annar.
Ég þekki engann sem heldur sig undir hámarkshraða altaf. Ekki nokkurn.

3/12/05 11:02

Nætur Marran

þessi ungi maður sem lést á horni vífilfells var kunningi minn,eigandi bílsins sem hann dó í og nýlega kominn aftur með bílprófið eftir að hafa misst það vegna hraðaksturs. ökumanninn þekkti ég ekki en hann var, sorglega, ölvaður undir stýri. eftir einn ALDREI aki neinn

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.