— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/11/05
Fordómur Jólafól 3

Vertíðin er byrjuð. Hægt og bítandi fara verðmiðar að hækka og jólalögum er blastað inn í vitundina ásamt nagandi ótta og efa að ef þú kaupir ekki - þá elskar þú engan. Og hver vill verða sá sem ekkert fær??<br />

Brjálæðið er löngu búið að leggja undir sig nóvember og er farið að flyta sig fram í miðjan október hjá þeim allra verstu.

Ég hef nú áður lýst skoðunum mínum á Jólasveininum. Fyrir ykkur sem ekki hafa lesið þá rýni: [Gufuský, krappy synters tónlist og bylgjur á skjánum...þetta er sko FLASH BACK]

Flash back farþegar vinsamlegast athugið. Flettið með vinstri músabendli á pistilinn Jólasveinar hér á vinstri hönd. Lesið pistilinn og haldið svo áfram...

[Flashbakki lýkur]

Jæja, loksins þegar Sarabía var 7 ára var hægt að segja henni satt. Hún spurði. Loksins.

En núna í ár, núna er árið sem ég fæ eiginlega alveg nóg. Í ár er jólamyndin hasarmynd. Já, sjálfur jóli er að fara í stríð.
Er ekki nóg af vandamálum í heiminum? Þarf jólasveinnin líka að fara í stríð?
Og aðalspurningin sem brennur alltaf á mér þegar ég sé auglýsingar fyrir jafn herfilegar myndir og Santa Clause 3 - The escape clause :
Það eru börn og fullorðnir sem svelta í þessum heimi. Milljónir manna án aðgangs að vatni. Hefði ekki verið nær að eyða peningunum í þau í staðinn?

En það er víst ekki raunin. Og meðan ég man þá þarf maður orðabók til að skilja auglýsingarnar í dag.
Hér er mín skilgreining fyrir nokkra algenga frasa í bíóauglýsingum:

Hér er á ferðinni stórkostleg mynd = Ömurleg
Eftir leikstjóra blabla bla, bladíblabla og bla bla bla = B mynd eftir annars góðan leikstjóra.
Hin óviðjafnanlegi Tim Allen = Hinn útbrunni Tim Allen
Þú verður að sjá þessa mynd = Hefur þú í alvörunni ekkert betra að gera??
Bla bla bla margar vikur á toppnum í Bandaríkjunum = Fljótt fljótt, komdu að sjá hana áður en vinir þínir segja þér hvað myndin er ömurleg.

Jæja, that´s all folks. Góðar stundir.

P.S. Bloggið heitir fordómur þar sem ég hef ekki séð myndina ennþá. Held þetta sé þó ólögleg eintala af fordómar.

   (8 af 29)  
2/11/05 05:00

Tina St.Sebastian

Martin Short leikur álf, hversu slæm getur myndin verið?

2/11/05 05:00

Kondensatorinn

Enn ein Holviðarhörmungin.

2/11/05 05:00

Upprifinn

Æi þetta reddast allt.

2/11/05 05:00

Lopi

Ég sá Santa Claus 1 og fannst það stórkostlegt atriði þegar Tim Allen var nýbyrjaður að fá jólasveinaskegghýunginn og smá bumbu og settist á bekk í almenningsgarði og allt í einu var komin biðröð af litlum krökkum sem sóttust eftir að setjast í kjöltu hans.

2/11/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir fordómi þessum!

2/11/05 05:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ætli það megi telja þetta fordóma þar sem ég er handviss um að dómarinn hefur rétt fyrir sér?

2/11/05 05:01

Limbri

Allt sem er dæmt fyrirfram er fordæmt. Þarmeð er um að ræða fordóm.

En svo er bara að athuga hvort sá sem dæmir hefur í raun kynnt sér málið til hlýtar áður en dómur er upp kveðinn. Það er ljótt að dæma fólk fyrirfram sem fordómafullt. Það eru fordómar.

-

2/11/05 05:02

Hakuchi

Slepptu því að taka börnin á þennan sykurhúðaða óskapnað.

Ég mæli frekar með að þú gerir börnum þínum þann fallega greiða að sýna þeim teiknimyndir eftir Miyazaki. Þar er vönduð kvikmyndagerð á ferð sem er fullkomin fyrir börn (reyndar fullorðna líka ef þeir eru ekki búnir að myrða barnið í sér og slátra sálinni).

Myndirnar eru fullar af líflegum og einlægum ævintýrum með sterka og vel mótaða karaktera (sérstaklega fyrir stelpur - óvenjulegt í karlmiðuðum kvikmyndageira) og ótrúlega fallegri anímasjón.

Ég mæli með Kiki's Delivery Service (sérstakl. ef telpan er 6-10 ára), Spirited Away, Howl's Moving Castle, Laputa, castle in the sky og My Neighbour Totoro fyrir þau allra yngstu.

Ath! Það þýðir ekki að skella þessu í spilarann og láta börnin síðan í friði - það væri glæpur gagnvart myndum í þessum gæðaflokki. Þú þarft að sitja með þeim og lýsa fyrir þeim hvað er að gerast (enda bara til á ensku/japönsku m. enskum texta). Þetta hef ég gert með nokkrum litlum frændum mínum og það er yndislegt að sjá hvað þeir hafa heillast af hinni einu sönnu barnslegu einlægni, þeir lifðu sig svo ótrúlega inn í söguna eins og börn ein geta gert.

Ég myndi gefa hönd og legg til að fá að hafa verið 8-10 ára og fá að kynnast þessum gullmolum og upplifa þá beint í æð sem barn. Enginn kann að meta góða sögu eins og barn.

[Syrgir horfið sakleysi barndómsins]

Endilega gerðu þetta, nú eða kúgaðu verri helminginn til að sinna þessu. Börnin verða þakklát í mörg ár á eftir held ég.

Myndirnar fást í Nexus en hægt er að leigja þær á Laugarásvídeói (Spirited og önnur - Mononoke prinsessa eru til víðar).

2/11/05 06:01

Finngálkn

Það var mikið að einhver impraði á þessu með Miyazaki! - Þessar myndir sem meistari Hakuchi telur upp eru allar hver annari betri. Súrrealismi í bland við japanska saganhefð með dashi Miyazaki töfrum sem eiga engan sinn líka.
Svo mæli ég með Porkorosso fyrir fullorðna janft sem börn - ein besta teiknimynd sem ég hef séð, svakalegir bakgrunnar!!!

2/11/05 06:01

Finngálkn

Já og Tokyo Godfathers sem er reynda ekki eftir Miyazaki en stórkostleg mynd fyrir jólin!

2/11/05 01:01

Nermal

Held að Saw III sé afbragðs góð mynd sem kemur manni í jólaskap. Mig langar allaveganna að sjá hana !!

2/11/05 02:01

Hakuchi

Það er klárlega löngu kominn tími á hádegisverð.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.