— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/04
Staðalfrávik og öryggismörk.

Um eina klassíka stereótýpu. Nóg er af að taka. Af einhverjum ástæðum er ég búin að skrifa 2 pistlinga, bara í þessarri viku. Hlýtur að vera kominn vorhugur í mig. Jæja, þið sitjið uppi með þetta...

Um daginn var ég að keyra í vinnunna og að sjálfsögðu nýbúin að skutla börnunum á leikskólann. Ég var ein í bílnum þar sem Sarabía Oktavía var með hlaupabóluna og af því að ég er ekkert alltof athugul var ennþá stillt á útvarp Latabæ í bílnum. Einhver barnalög runnu átektalaust framhjá án þess að ég gæfi þeim nokkurn gaum. Svo kom að einhvers konar fræðsluhorni barnanna og var farið að Latabæjast. Það var enginn annar en Siggi sæti (ef svo óendanlega ólíklega vildi til að einhver sem er að lesa þetta vissi ekki hver Siggi sæti er, þá er það hann Sigurður Sælgætiskall sem vill bara karamellur og gengur einna helst í úrsérvöxnum súpermanngalla og skartar glæsilegri nammibumbu), í það minnsta þarna var hann í öllu sínu veldi, Siggi sæti að fræða okkur um umferðarreglurnar. Nú er Siggi sæti lesinn af Steini Ármanni sjálfum - en Steinn sjálfur er efni í annan pistling. Siggi sæti hafði nú ákveðið að snúa umferðaleiknum sér í hag og klæddi sig upp sem GRÆNA KALLINN. Sem græni kallinn þyrfti hann ekkert að gæta sín í umferðinni þar sem bílarnir stjórnuðust af honum.
Ok, þetta er náttúrulega óttalegt bull. Fyrir það fyrsta, af hverju er hann þá ekki rauði kallinn? Þið vitið, þessi sem stoppar umferðina?
En það var nú útúrdúr. Það sem skyndilega laust niður hjá mér þegar ég heyrði þennan sketch, áreiðanlega í 14 skipti var um stereótýpur. Nú er Maggi Scheving haldinn sömu fordómum og mikill meiri hluti mannkyns - að feitt fólk sé bara óttalega vitlaust, bjánar upp til hópa og í besta falli kjánalegt og broslegt í tilburðum sínum í veröldinni. En káti feiti kallinn, hann er klassík. Minna hefur farið fyrir kátu feitu konunni. En bæði eru blábjánar.
Latibær er fullur af stereótýpum, snilldarlega úr garði gerðar, enda milljónamaskína þarna á ferðinni. Og frábært framtak hjá Magnúsi og á hefur hann fyllilega unnið fyrir allri sinni velgengni, enda þessi pistilingur alls ekki nein gangrýni á hann eða hans persónu. Heldur var það bara sköpunarverk hans sem minnti mig á þessa fordóma sem birtast svo víða í samfélaginu.
Af hverju skildi það vera? Ætli feitt fólk hafi þótt ógnvekjandi í veiðimanna og safnara samfélaginu? Það hafi þótt byrði, eða óttaðist fólk einfaldlega um eigin hag þegar lítið var um mat og hann öllum afar hugleikinn? Það er staðreynd að börn vilja síst leika við feit börn - þau kjósa fremur leikfélaga með auðsæjar fatlanir en þann sem er yfir kjörþyngd. Eða er bara duldir straumar frá foreldrunum sem búa að baki?

   (17 af 29)  
5/12/04 05:01

Júlía

Káta, feita konan sést sjaldan. Ég horfði á gamlar Carry on-myndir um daginn og þar er feita konan (eða konurnar, stundum tvær) frústreraðar og aumkunnarverðar. Séu þær giftar heldur karlinn framhjá með barnungri og brjóstagóðri smágellu, ef ekki eru þær að eltast við örmjóa menn sem óttast þær.

Gaman að heyra frá þér aftur, Barbie mín!

5/12/04 05:01

Sauða-Mangi

Það er soldið merkilegt að börn forðist að leika sér við feit börn. Ætli það geti verið að einhverstaður í undirmeðvitundinni - frá steinaldarárunum - séu þau hrædd um að maturinn verði étinn frá þeim (eða þau sjálf étin)?

5/12/04 05:02

Barbie

Það er jafnvel enn verra en það sem hér er ofan talið Júlía mín. Gaman að kíkja hérna inn. Hef enga hugmynd af hverju feit börn þykja óálitlegir leikfélagar í sálfræðirannsóknum. Kannski var bara rannsóknin illa unnin...hver veit?

5/12/04 05:02

feministi

Því er auðvitað haldið stíft að okkur í sjónvarpi, blöðum og út um allt að æskilegt sé að við pössum inn í einhvern ramma. Í þessum ramma rúmast feitir ekki og í raun rúmast fatlaðir ekkert frekar í þessu s.k. normi. Börnum er þó innrætt að vera góð við minni máttar þ.e. fatlaða og það gæti skýrt út að þau leika frekar við fatlaða en feita.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.