— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Sálmur - 9/12/05
Breytingar

Sama hvað við reynum að halda í sömu rútínu þá verður þetta ekki umflúið.

Tíminn er svikull og veruleikinn hverfull. Öll mín nálgun á hversdagsleikanum er hvort eð er í gegnum ímyndunaraflið. Sameiginlegur hlutverkaleikur okkar í veruleikanum er síbreytilegur. Eina leiðin til að halda sönsum er að koma sér upp rútínu. Samt leiðast mér rútínur. Þær draga úr manni lífsþróttinn. En án þeirra er óreiða. Tapaðar stundir og tíminn er dýrmætur. Því læt ég eins og allt sé eins en samt er allt að breytast. Og á endanum er ég öðruvísi, ekki söm og áður. Gjörbreytt. Týnd. Glötuð.
Vakna á sama tíma. Borða og greiða sér. Koma sér af stað út í lífið. Vinna. Reyna að koma sér sem fyrst heim. Sjónvarp. Svefn. Draumlaus svefn.
Dagarnir hverfa í móðu. Móðirin hverfur í amstri daganna. Hversdagsstörf. Rútína. Endurtekið efni.
Áhyggjur. Rifrildi. Neikvæðni. Tuð. Reglur. Reglur. Þær eru mikilvægar?

2007 er án titils.

   (10 af 29)  
9/12/05 06:02

Offari

Mín rútína byggist mestmegnis á því að skipta nógu ört um vinnu og detta í'ða með óreglulegu millibili.

9/12/05 06:02

Hakuchi

Reglur eru til að kúga lýðinn sem veit ekki betur.

Skál!

9/12/05 06:02

Kondensatorinn

Kannast við þessa tilfinningu. Kaos og kosmos takast á..

9/12/05 07:00

Barbie

Í það minnsta eru hér engar bragfræðireglur. Tilraun til að fanga innri stemmingu í tilefni stórra breytinga. Yfirþyrmandi öðru hvoru. Stundum virðist kaos hafa yfirvinninginn.

9/12/05 07:00

Undir súð

Túr?

9/12/05 07:00

Síra Skammkell

Ég þekki hvorki rútínu né vinnu. Sjónvarp þekki ég af afspurn. En ég veit allt um óreiðu og tapaðar stundir. Og svefn þykir mér þægilegur.

9/12/05 07:00

Glúmur

Já, blessaðar breytingarnar. Mín reynsla hefur kennt mér að það er mikilvægt að nálgast allar breytingar með jákvæðni, það leynist nefnilega eitthvað gott í öllum breytingum, og þá meina ég öllum, þrátt fyrir að við viljum oft telja okkur trú um annað. Manneskja sem ekki breytist er sjaldan áhugaverð, hún er eins og framhaldsþáttur þar sem það sama gerist í hverjum einasta þætti. Varðandi rútínurnar þá verð ég að segja að fátt hefur verið mér eins gott og rútínur. Það er samt mikilvægt að muna að rútínur eru ekkert rútínur í upphafi. Í upphafi eru þær oft kvöð og hundleiðinlegar. Ef maður heldur sig samt við efnið þá minnkar kvöðin og á endanum er komin á rútína, formfastur farvegur sem maður tekur ekki eftir. Þegar rútínan er að sönnu komin á og kvöðin farin þá tekur maður bara eftir jákvæðum afleiðingum rútínunnar.
Og hentu sjónvarpinu þínu!

9/12/05 07:01

Finngálkn

Ég man eftir einu félagsriti sem þú skrifaðir varðandi misgóð ráð gefin af öðrum og er það besta félagsrit sem skrifað hefur verið hér inná baggalút.
Þetta er líka helvíti rétt í alla staði...
Já svo ertu líka helvítis gæra... (Svo maður haldi nú lúkkinu!)

9/12/05 07:01

Gaz

Hver sem er getur lifað með reglu, en í óreiðunni þrífast bara snillingar.

9/12/05 07:01

Heiðglyrnir

Skipulögð óreiða er alveg ómissandi til að halda sönsum.

9/12/05 07:02

Hakuchi

Ég bíð spenntur eftir sjálfshjálparbók Glúms.

9/12/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Ég er miklu frekar fyrir óskipulega reiðu. Hjá gömlum öndum er mikilvægt að hafa rútínu. Ég t.d. byrja daginn á peningasundi, fæ mér svo hafragraut meðan ég les blöðin og númerin á peningaseðlunum, þar til Andrés loxins drullast til vinnu og þá sparka ég í hann fram að kaffi. Þá tekur við blessað teið og smákökurnar sem ungfrú Hraðrita bakar. Fram að hádegi sinni ég svo viðskiptum daxins og eftir hádegið fer ég gjarna í eftirlitsferð um tankinn eða aðrar eigur mínar, þurfi ég ekki að fara út í heim í viðskiptaerindum. Það má því segja að þetta sé óskipuleg reiða hjá mér og líkar mér vel.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.