— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Sálmur - 4/12/11
Draumur okkar beggja?

Ég hitti þig í dag
og brosti
þú brostir líka
meira að segja
með augunum.

Þú straukst við mig
óvart?
aftur og aftur
en bara kannski viljandi.

Mig langar svo að halda
í höndina þína
alveg viljandi.
Sjá hvað gerist.

Svo dansar þú við mig.
Allt í einu.
En auðvitað bara grín.

Veit ekki hvað það þýðir.
Of hrædd að spyrja.
ASNALEGT.

En ég brosi
með sjálfri mér
og hugsa um
hönd þína í minni
hvað þú ert hávaxinn
hendurnar þínar
brosið
og hlýjuna.

   (1 af 29)  
4/12/11 03:01

Huxi

Mikið gasalega er þetta sætt og rómantískt. Ég fæ bara í hnén. [Ljómar upp]

4/12/11 03:01

Golíat

Ég fæ líka léttan verk í rifjahylkið, vinstra megin.[Þerrar tár af hvarmi]

4/12/11 03:01

Heimskautafroskur

Gullfallegt. Takk.

4/12/11 03:01

Barbie

Takk strákar. Hvur veit nema maður finni draumaprinsinn einhvern daginn?

4/12/11 03:01

Barbie

Svo hef ég verið ofvirk í dag og sett inn tvö önnur ljóð líka. En þau eru öllu sársaukafyllri. Þetta er bjartasta vonin.

4/12/11 04:01

Grágrímur

Flott ljóð, kannast vel við þetta.

4/12/11 04:02

Barbie

Bestu þakkir Grágrímur. Nú verð ég 35 ára á árinu. En hvað er það við að verða skotinn sem gerir mann 14 ára að nýju? Langaði að fanga þá stemmningu í ljóði.

4/12/11 05:01

Garbo

Það er ljúft að láta sig dreyma.

4/12/11 07:01

Kiddi Finni

Það er seint þegar maður er of gamall til að verða skotinn. Fallegt kvæði!

8/12/11 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Fallegt

9/12/19 11:00

Fergesji

Hingað komum vér þar sem DIo á rafmæli í dag, og sjáum hér yndislegt ljóð. Vér veitum því athygli, að vér höfum níu árum síðar (að því er virðist), notað sama titil á sögukorn, sem þó hefur umtalsvert annað inntak. Lifið heilar, kæra Barbie, hvar sem þér eruð.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.