— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/11/03
Jólasveinar

Enn á ný nálgast þessi skaðræði. Fyrir þá sem hafa reynt að berjast gegn þeim eins og ég hef gert - þetta þýðir ekkert. Það verður að smala liði gegn þessu helv...

Eins og margir hafa bent á eru jólin að nálgast. Í mínum huga er þó rétt tæpur mánuður í þau og því engin ástæða til þess að æsa sig alltof mikið strax. Við lestur á góðum jólapistli Hakuchi rifjaðist hins vegar upp fyrir mér minning - bitur minning um stríð mitt við jólasveina.

Þegar ég var lítil stúlka, tæpra 3 vetra komst ég að hinu sanna um þessa upplognu sveinaræfla. Barnshjartað var brostið: mér stóð slétt á sama um að það væru engir jólasveinar til en hið allra versta hafði gerst - mamma mín laug að mér. Mamma.
Síðar meir varð ég sjálf mamma. Var reyndar ung móðir, rétt rúmlega tvítug og minningin enn nokkuð fersk enda langlundargeð mitt með eindæmum. Svo ég ákvað við mikil mótmæli fjölskyldu og vina að dótlan mín, prinsessan hún Sarabía Oktavía skyldi ekki alast upp við jólasveinaruglið. Hún skyldi fá gjafir á jólastreng.

Fyrstu jólin var hún bara 2 mánaða og alsæl við að horfa á jólakúlur og rakettur um áramót. Fyrir jól beið hún engan skaða af því að fá bara 3svar á jólastrenginn þrátt fyrir að hafa verið einstaklega góð.

Önnur jólin: Sarabía Oktavía hirti pakka af strengnum þegar hún nennti sem var nú sjaldnast en meiri tilburðir voru gerðir að súkkulaðijóladagatalinu sem hún náði á endanum góðu taki á, lagðist á draslið og pillaði nammið út og át - alsæl.

Þriðju jólin: Sarabía Oktavía er nú rúmlega 2 ára. Þegar ég segji henni að það séu engir jólasveinar til horfir hún opinmynnt á mig og segir: ha? Svona gengur þetta nokkrum sinnum en svo sýndi hún mér sveinka í sjónvarpinu. ,, Sjáðu mamma" sagði hún. ,,Já en ég gef í skóinn..." reyndi ég að malda í móinn. ,,Ha?" svaraði hún, hvorki hissa né með því fasi að hún væri sérstaklega að kaupa þetta. Hélt bara áfram að horfa á jólasveinana. Ég ákvað að bíða færis næstu jól. Samúran Aragon er bara 5 mánaða en græðir á tá og fingri á stóru systur sem sér til þess að hann fái líka pakka - svona þegar þau nenna að sinna þeim.

Fjórðu jólin: Sarabía Oktavía er nú rúmlega 3 og Samúran Aragorn 1 og hálfs árs. Allar jólasveinaumræður við Sarabíu Oktavíu misheppnast algjörlega. Sarabía - þú veist að það eru bara mamma og pabbi sem gefa í skóinn. Það eru sko engir jólasveinar. ,,Mamma ég er hrædd við jólasveina". Já, sko þeir eru ekki til. Þetta er bara svona leikur. ,, Mamma, hvernig kemst jólasveinninn inn til mín". Nei sko þetta er leikur. Það er ég sem set dót í skóinn ef þú ert þæg. ,,Mamma, það kom jólasveinn í leikskólann" svaraði hún bara í yfirlætistón, algjörlega sannfærð um að hún hefði rétt fyrir sér. Rétt fyrir komu jólasveinanna kom hún heim með föndurskó sem hún hafði búið til og stillti út í glugga. Ég gaf í skóinn en sór þess dýran eið að næstu jól, sko næstu jól yrði allt öðruvísi.

Fimmtu jólin: Sarabía Oktavía fór að tala um jólasveina í október. Samúran Aragorn er núna 2 og hálfs og farinn að babla með um þá. Jasmine Lilo er 6 mánaða. Ég er blönk. Það er ódýrara að gefa í skóinn en að gefa 3 börnum 24 gjafir hverju á strenginn. Ég og Jóli erum bestu mátar. Síðan eru liðin mörg ár og alltaf koma sveinkarnir aftur og aftur. Félagslegar afleiðingar þess að vera ekki með eru slæmar. Afar slæmar. Svo það er öruggast að fá þá bara í heimsókn með eitthvað smotterí.

Af hverju hataði ég Jóla svona innilega? Kannski af því að jóli er Guð - bara árstíðabundinn og í rauðum fötum. Annars stór, góður karl með skegg sem gefur manni allt sem hugurinn girnist - ef maður er góður og fer með bænirnar...

   (22 af 29)  
2/11/03 01:01

Vladimir Fuckov

Athyglisvert. Varðandi jólasveina þá munum vér það sem gerst hafi í gær er vér komumst að því að eigi væru til neinir jólasveinar. Það gerðist raunar í tveimur áföngum: Í afmæli voru (sem er snemma í janúar, þ.e. eigi löngu eftir jól) skýrði einn gestanna (örlítið eldri en vér) oss frá því að eigi væru til jólasveinar. Vér trúðum þessu næstum því en vildum vera alveg vissir og geymdum því þessa nýju og merku vitneskju í huga vorum næstu 11 mánuði. Kvöld nokkurt í desember þóttumst vér síðan vera sofandi og sáum þá er mamma gaf oss í skóinn. Var þetta stór og merk uppgötvun en eigi minnumst vér þess þó að hafa orðið fyrir neinum vonbrigðum eða orðið hissa. Hinsvegar skýrðum vér eigi frá þessari merku uppgötvun vorri fyrr en vér vorum komnir á fullorðinsár...

2/11/03 01:01

Hakuchi

Þetta er klassísk strategía Vladimír og er mín reynsla svipuð. Krakkar fatta þetta miklu fyrr en foreldrar halda en eru svo miklir kapítalistar í sér að þeir þykjast trúa á jólasveininn, nokkur misseri í viðbót til þess að mjólka þessa fínu gjafabelju foreldra þeirra aðeins lengur. Þannig má segja að kaldhæðni örlagana valdi því að lygar foreldranna (jólasveinn) komi í kollin á þeim þegar krakkar læra að ljúga upp á foreldrana (að trúa á jólasvein, þrátt fyrir uppgvötun).

Það skemmtilega við þessa trú er að krakkar sem verða fyrir reynslunni ákveða yfirleitt, nokkrum árum síðar að taka þátt í lygavefnum. Þ.e. eftir að þau eru komin af montstiginu sem felst í því að vita að jóli er bara plat.

Þannig má segja að Jólasveinatrúin er eitthvert viðamesta og skotheldasta samsæri á jörðinni. Samsæri sem frímúrarar gætu einungis látið sig dreyma um.

Ég virði það sannarlega við Barbie að gera sitt besta til að taka ekki þátt í samsærinu og berjast því á móti samfélagsstraumnum. Þetta var heiðarleg tilraun.

2/11/03 01:01

Fíflagangur

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst samsærið um trúnna á himnadrauginn vera talsvert útsmognara og yfirgripsmeira. Á því sviði er íslenska ríkið með menn á launum við það eitt að ljúga að fólki, svokallaða "presta".

2/11/03 01:01

Nykur

Hvaða endemis þvæla er þetta, auðvitað eru til Jólasveinar! Hvað kemur næst, Nykrar eru ekki til!?

2/11/03 01:01

Tigra

Ég þekki foreldra sem ákváðu einmitt þetta að ljúga ekki að börnunum sínum og sögðu þeim strax að jólasveinninn væri ekki til.
Strákurinn, sem var öllu yngri, sætti sig við það að mamma og pabbi gæfu í skóinn en ekki jólasveinninn.
Svo ætluðu foreldrarnir að sýna sig fyrir afanum og ömmunni, hvað börnin þeirra væru skýr og ekki upp full af lygi og spurðu drenginn: "Hver gefur í skóinn?"
Strákurinn hugsaði sig um og sagði svo: "Gríla og Leppalúði"
Hann tók þessu sem svo að það væru mamma og pabbi jólasveinana sem gæfu í skóinn, en ekki hans eigin.
Mér fannst þetta sýna nokkuð vel hvað krakkar í dag eru alls ekki tilbúin til að taka við svona upplýsingum.
Leyfum þeim að trúa... það er svo mikil spenna og gleði að trúa á jólasveininn. Ég vildi að ég gæti haldið því áfram.
Heck... héðan í frá ætla ég að halda áfram að trúa á jólasveininn!

2/11/03 01:01

Heiðglyrnir

Hvar ætli sé hægt að fá risastóra skó með kartöflu-vörn, nei nei ekki fyrir mig bara
svona spyr, Jólasveininn er skemmtilegt samsæri og
þetta með himnadrauginn ópíum fólksins.

2/11/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Laumupúkaþráður!

Ég man að ég sagði móður minni frá því þegar ég uppgötvaði að hún gaf í skóinn. Við vorum sammála um að hún héldi áfram að gefa mér í skóinn.

31/10/06 17:00

krossgata

Hún dóttir mín uppgötvaði snemma að jólasveinar væru ekki allir þar sem þeir voru séðir. En hún hafði ágætis viðskiptavit á þeim árum og brosti laumulega og fullyrti langt fram eftir aldri að hún tryði á jólasveininn.

3/12/07 09:00

krossgata

Núna er barnabarnið á því að jólasveinninn sé til, enda er hann ungur enn drengurinn.

4/12/07 06:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er ofsalega laumulegt...

1/11/07 06:01

Wayne Gretzky

Ég fattaði þetta 6 ára..spurði mömmu og hún sagði þá ekki vera til...þaðer nógu gamalt að segja frá þessu 6 ára..

2/11/10 16:01

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með óopinberlega að föstudagsmúgurinn ógurlegi er hjer um bil að leggja undir sig þennan áður óþekkta (hjá oss) laumupúkaþráð. Skál !

2/11/10 16:01

Golíat

Það tilkynnist hjer með opinberlega (að svo miklu leyti sem laumupúkun er opinber) að vjer skálum hjer með við Vladimir !

2/11/10 16:01

Vladimir Fuckov

Já, laumupúkaskál !

2/11/10 16:01

Regína

Skál! Fyrir jólaveininum.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.