— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Sálmur - 2/11/10
I.

Í tilefni tækifærissinnaðrar trúar og komandi hátíðar.

Góði Guð
má ég ráða
bara smá
eða öllu?

Góði Guð
vertu hjá mér
bara í smástund
eða alltaf?

Góði Guð
ég veit þú heyrir
of lítið
of mikið
allt
og ég skammast mín
og bið um meira
í sömu andrá.

Fyrirgefðu.

Verði þinn vilji.

En ég gef þér minn
ef ég mætti
mætti ráða
bara smá.

   (5 af 29)  
2/11/10 23:00

Regína

Það er vandi að ráða.

2/11/10 23:00

Regína

Vel ort ljóð.

2/11/10 23:00

Barbie

Þakka þér kærlega Regína - mér þykjir vænt um að heyra það.

2/11/10 23:01

Billi bilaði

<Ræður fram úr þessu> Gott.

2/11/10 23:01

Huxi

Því miður er Guð ekki viðlátinn. Hann er önnum kafinn við að teikna fjölskyldumyndir af sér og sínum, á ristað brauð í hinum svokölluðu útlöndum. En kvæðið er skemmtilegt, vel hannað og smekklega framsett. Skál og gleðileg jól.

2/11/10 23:01

Barbie

Gott er skemmtilega tvírætt með tilvísan í þýzka tungu sem er alltaf skemmtileg. Gott að vita orsök svaraleysis Huxi, þú ert greinilega vel tengdur. Þakka hrósið.

2/11/10 23:01

Heimskautafroskur

Prýðilegt kvæði takk – ef hann sé til...

2/11/10 23:02

Offari

Góði guð hættu að gráta.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.